Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Page 17

Morgunn - 01.06.1967, Page 17
MORGUNN 11 og dulsálfræðin hafa þegar fært okkur mikla þekkingu um þessi mál. Vegna þess, sem í ljós hefur komið í sambandi við miðla, ósjálfráða skrift, víxlskeyti og margt fleira, hafa þeir, sem við sálarrannsóknir fást, ríka ástæðu til að ætla, að framhaldslíf eigi sér stað. 1 bók sinni The Superphysical hefur Arthur Osborn skýrt frá sjö tegundum fyrirbæra, sem sýna, að full ástæða sé til þess fyrir þá, sem fást við sálar- rannsóknir og algjörlega tímabært, að halda því fram, að líf sé að loknu þessu, vegna þess að á annan hátt sé ekki unnt að skýra þessi fyrirbæri. Að sjálfsögðu geta menn þó enn haldið áfram að efast um gildi þeirra sannana, sem sálarrannsóknirnar hafa leitt í ljós varðandi framhaldslífið. Það er og verður jafnan álitamál, hvað telja beri óyggjandi sönnun. Og það er misjafnlega auðvelt að færa fram gild- ar sannanir, eftir því hvað á að sanna. Osborn segir því réttilega: „Það liggur í augum uppi, að ómögulegt er að sanna nokkurn hlut, nema menn hafi áður gert sér ljósa grein fyrir því, hvað teljast eigi sönnun í hverju einstöku tilfelli". En hvað sem þessu líður, þá eru nú þegar fyrir hendi óteljandi vitnisburðir um framhald lífs eftir dauðann, sem öllum eni nú aðgengilegir í þeim fjölda bóka um þessi mál, sem nú er völ á að kynnast, ef menn á annað borð hafa áhuga á að gera það. Og þeim vitnisburðum, sem gera mönn- um auðveldara að trúa á líf eftir dauðann, fer sífellt fjölg- andi, eftir því sem rannsóknunum miðar áfram. Þeim, sem áhuga hafa á þessum efnum, skal bent á bækur eftir F. W. H. Myers, Henri Sidgvvick, Sir Oliver Lodge, G. N. M. Tyrrel og fleiri. En enda þótt unnt sé að finna i ritum þeirra manna, sem mest hafa fengizt við sálarrannsóknir, að minnsta kosti mjög sterkar líkur fyrir framhaldi lífs eftir líkamsdauðann, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, þá er í þeim bókmennt- um fremur lítið rætt um eðli þess lífs, sem við tekur. Því er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.