Morgunn - 01.06.1967, Page 19
MORGUNN
13
eru, skiptir mestu. Fyrir það samband verður framhalds-
lífið í okkar augum lifandi veruleiki. Með því móti fá þeir,
sem hérna megin eru, eitthvað að vita um þá, sem komnir
eru yfir á hið óþekkta svið. Slíkt samband byggir brú yfir
djúpið. Erfiðleikarnir stafa af því, að svo fáir em þess megn-
ugir að komast í það samband beinlínis, heldur aðeins með
tilhjálp miðlanna. Ýmsir guðspekingar eru á því, að slíkt
samband hljóti ávallt að verða ófullkomið og erfiðleikum
bundið.
Ef þetta er rétt, að hvorki sannfæringin um framhald
lífs eftir dauðann, né heldur það samband við þá látnu,
sem enn er völ á, geti fullnægt okkar innstu þrá, né heldur
ráðið til fullnustu gátu dauðans, hvað er það þá, sem við
þráum? Þegar við íhugum dauðann, er það oftast einkum
með tilliti til þeirra látnu, en ekki hinna, sem eftir lifa. Ekk-
ert er eðlilegra en það, að við þráum samband við látinn vin,
ekki aðeins vegna þess að okkur fýsir að fá fréttir af hon-
um, heldur einnig vegna þess, að við sjálf erum sorgbitin og
einmana. En slíkt samband þarf að vera meira en frétta-
flutningur með aðstoð miðils. Það þarf að vera miklu inni-
legra. Við þurfum að geta séð hinn látna vin, fundið hið
hlýja handtak, geta lifað með honum, þannig að við tökum
þátt í gleði hans og sorg, eins og þegar hann var sýnilegur
hjá okkur. Okkur nægir ekki minna.
Við lítum á dauðann sem aðskilnað þeirra, sem unnast.
Dauðinn virðist skyndilega hafa skapað það bil á milli elsk-
endanna, sem ekki er unnt að brúa. Einmanakenndin er aug-
Ijós vottur þess, að dauðinn hefur rofið það samband, sem
áður var á milli þeirra. Enda þótt lífið haldi áfram eftir jarð-
lífið, þá er þetta þó ekki óslitin heild, vegna þess, að dauð-
inn kemur þar inn á milli. En ef dauðinn er fyrst og fremst
eyða í samhengi lífsins hérna megin og hinum megin grafar,
þá er engin leið að lýsa þvi, svo það verði skiljanlegt, hvernig
hann raunverulega er. Við þurfum þá sjálfir að deyja til
þess að komast að raun um það til fullnustu.
Það er engin leið að ráða gátu dauðans með því að reyna