Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Side 28

Morgunn - 01.06.1967, Side 28
22 MORGUNN Svo kom að því, að ég kynntist ungu stúlkunni, er síðar varð konan mín. Við felldum þegar hugi saman, giftumst og eignuðumst heimili. Þá hófst hamingjutími ævi minnar. Samvistarár okkar urðu fá, en hinar ljúfu minningar þeirra á ég enn og þær eru mín dýrmætasta eign. En þessi hamingjuríku ár vöktu mig ekki til umhugsunar um andleg mál, né heldur til sannfæringar um það, að lífið væri sterkara en dauðinn. Af því fór eins og fór. Dauðinn kom skyndilega og óvænt. Ég gerði mér ekki grein fyrir honum. Það var líkast því að sofna. Ég vissi ekkert af mér um stund. En svo vaknaði ég og sá, að konan mín var að gráta. Ég áttaði mig ekkert á því, hvað fyrir hafði komið, Ég reyndi að tala við hana, en hún virtist ekki heyra til mín og anzaði mér ekki. Ég var i móki og líkt og á milli svefns og vöku. Ég botn- aði ekkert í þessu. Við unnum þó hvort öðru. Og hvers vegna var hún þá svona fjarlæg mér? Smátt og smátt fann ég kraftana aukast. Ég vildi ekki og gat ekki misst hana. Hryggð hennar dró mig ennþá fastar að henni. Ég reyndi af öllum mætti að gjöra vart við mig til þess að samband okkar mætti aftur verða eðlilegt og eins og það áður var. Einhvern veginn tókst mér að komast inn á hennar bylgju- svið. En það samband var þannig, að það veitti hvorugu okkar hamingju. Þvert á móti. Samt sem áður gat ég ekki slitið það samband. Nú þakka ég Guði fyrir það, að hún hafði meiri þekking og skilning á þessum málum en ég. Henni var auðvitað ljóst, að ég var dáinn. Og hún fann, að hún varð að losna undan þessu óheilbrigða áhrifavaldi frá minni hlið. Þess vegna leitaði hún aðstoðar og hjálpar ykkar hjónanna. Og ykkur tókst að hjálpa okkur báðum. Að öðrum kosti hefði ég haldið áfram í villu míns vegar. Og konan mín hefði að öllum líkindum orðið svo ógæfusöm og sturluð, að hún hefði að lokum gripið til örþrifaráðs. Þess vegna vil ég eindregið vara alla við því að efast um tilveru framhaldslífsins. Sá dagur kemur og hlýtur að koma,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.