Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Page 49

Morgunn - 01.06.1967, Page 49
MORGUNN 43 fann ég ekki til sársauka. Þó hafði ég verið svo áður, að ég þoldi ekki að neinn kæmi við mig og varla nærri mér. Það einkennilega gerðist, að það var eins og líkamsþungi minn væri enginn, mér leið vel. Út frá höfði Andrésar sá ég sindra rauðleita neista, 1—2 cm á lengd, líka því, sem raf- magn er greint með. Ég hef séð bjarma út frá höfði nokk- urra manna, líkt og maður sjái ljós í gegnum vatnsgufu. En á engum hef ég séð svona áberandi neista, sem náðu niður að hálsi. Svo hvarf þetta. Andrés jafnaði sig og þau kvöddu. Hvort þetta var orsökin til þess, að mér fór að smábatna, veit ég ekki. Ég trúði ekki á það, en trúði þó. Ég reyndi líka að vinna gegn veikindunum, með því að einbeita viljaþrekinu langtímum saman. Og lifandi er ég enn, en alltaf hræddur. Ég hef alltaf verið þakklátur þeim Maríu og Andrési fyrir góðvildina, sem þau sýndu mér þegar fáir urðu til. Vafalaust veitti það mér þrek, og e.t. v. lækningu. En ég hef aldrei þakkað Andrési góðverk hans, þó ég hefði átt að gera það. Það er svo erfitt, að þiggja hjálp og þakka, þegar í engu er hægt að launa. Önnur vitund. Það hefur oft komið fyrir, og alltaf í vöku, að mér finnst önnur vitund koma inn í mína vitund, eða að mín vitund þoki og verði fyrirferðarminni, þoki fyrir og minnki, en hinni vitundinni vaxi þá afl og kraftur. Ég hef oft verið hræddur við þetta, óttazt, að ég yrði vitskertur ef ég léti undan. Því hef ég alltaf reynt að veita mótstöðu, halda minni réttu aðstöðu. Venjulega finnst mér þetta leitandi sálir, óttaslegnar, sem hvergi finna athvarf. Stundum veit ég hverjar þær eru, án þess að sjá, en stundum ekki. Líklega hefur það verið af ótta í byrjun, að ég var hálf hikandi við það að byrja að beina hlýjum hugsunum og fyrirbænum að þeim, sem mér fannst sækja að mér. Það eru alltaf barnabænirnar mínar einar, sem mér eru tiltækar. Þær eru barnslega einfaldar, óspillt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.