Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Page 52

Morgunn - 01.06.1967, Page 52
46 MORGUNN burt. Engin byggð var þarna nærri, og engin ástæða til um- ferðar þar. Enda brattir klettar fyrir ofan, þar sem kon- an var. 1 gröfinni. Það var nokkru fyrir jól 1909, að ég var beðinn að taka gröf með öðrum manni, sem hét Þórarinn, í kirkjugarðin- um í Kirkjuhvammi. Það var ungt barn, sem átti að jarða. Okkur sóttist verkið vel, jarðvegurinn var þurr og aðeins frosið efsta lagið. Við vorum búnir að moka næga dýpt, en ég var eftir niðri í gröfinni að hreinsa til, meðan Þórarinn skrapp frá. Allt í einu setti að mér slíka angistar hræðslu, að ég hef aldrei fundið slíka. Mér fannst hárin rísa á höfðinu, og ég einhvern veginn þorna upp. Ég hafði nær misst alla stjórn á mér, ætl- aði að tryllast og orga upp. Ég sá þó ekkert né heyrði, en fann einhvern veginn þennan óhug, sem læstist gegn um merg og bein. Rétt á eftir kom Þórarinn, og hvarf þetta þá frá mér samstundis. 1 þessum kirkjugarði veit ég ekki til að nokkur sé graf- inn mér nákominn, nema systir mín, sem grafin var þar ári áður. Hún dó 15 ára gömul úr óðatæringu eða afleiðingum barnaveiki, sem ég held, að fremur hafi verið. Hún var lífs- glöð og létt, einstaklega vel gefin. Með okkur var mjög kært, og tel ég ólíklegt, að áhrifin hafi verið frá henni. Svipurinn. Mig minnir það vera fyrri hluta vetrar 1909, að ég var staddur á Hvammstanga. Ég hafði verið að segja til krökk- um austur í Vesturhópi, en skrapp vestureftir um helgi. Ég var staddur á heimili Stefáns Sveinssonar og gisti þar, en hjá honum átti ég athvarf. Stefán var að spila í öðru húsi, en ég var að tala við konuna hans og föður hennar. Það var orðið nokkuð áliðið, er ég fór að hátta, og löngu komið myrk- ur. Gangur var á milli herbergjanna, og er ég lét aftur hurð- ina á eftir mér, sýndist mér eitthvað hvítt við þilið á herbergi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.