Morgunn - 01.06.1967, Page 65
MORGUNN
59
Falinn í jarðfallinu.
Á Mýrum í Skriðdal bjó um þessar mundir Sigurður Ei-
ríksson. Hann var mektarbóndi og mikill vinur Sigmundar.
Hann var hestamaður, keypti oft folöld og ól upp dugandi
hesta. Seint á slætti kemur Sigmundur að Mýrum og hittir
Sigurð bónda að slætti og segir við hann: „Hefur þú hugað
að folunum þínum nýlega?“ Sigurður kvað nei við og sagði
þess mundi varla þurfa. — „Viltu samt ekki huga að þeim.
Óljós grunur segir mér, að þess muni þurfa.“ Varð það úr,
að þeir fóru báðir að vitja um folana. Vantaði þá einn þeirra,
og fundu þeir hann á kafi í jarðfalli svo þröngu og djúpu, að
víkka varð glufuna og ná folanum upp með böndum.
Drukknun í Berghyl.
Eftir að Sigmundur var fluttur að Geitdal, var það ein-
hverju sinni snemma vetrar, að honum varð gengið niður
með Geitdalsá að svonefndum Berghyl. Mun hann hafa verið
að gæta að hestum. Þegar hann er kominn heim og hefur
setið á rúmi sínu um stund þegjandi, segir hann: „Bráðum
drukknar einhver í honum Berghyl.“ — „Hvernig veiztu
það?“ spyr kona hans. Því vildi Sigmundur ekki svara, og
féll niður talið.
Þrem vikum síðar drukknaði í Berghyl ofan um ís ungur
maður, Þorkell Eyjólfsson frá Borg. Var slóð hans rakin að
hylnum. Var slætt eftir líkinu í tvo daga, en fannst eigi. Þá
réði Sigmundur til að brjóta ísinn ofar frá vökinni. Var svo
gert á hinum þriðja degi, og fannst þá líkið.