Morgunn - 01.06.1967, Qupperneq 73
MORGUNN 67
á erfitt með að lýsa í orðum hinni hæstu hrifning sinnar sér-
stæðu reynslu.
,,Ef til vill hefur Shakespeare rétt fyrir sér,“ segir hann
að endingu, ,,þegar hann heldur því fram, að okkar innsta
eðli sé í ætt við drauminn. Ef til vill heyrir kjami veru okkar
til þeirri veröld þekkingar og tilfinninga, sem hin kalda
skynsemi er að mestu leyti blind á og veit ekkert um, —
veröld, sem börnin eiga auðveldara að ímynda sér og fá að-
gang að, en við, sem fullorðnir erum og lokaðir inni í skel
orðhengilsháttarins og smámunaseminnar.“
Árásimar á Sir
William Crookes.
Sir William Crookes, einn af fremstu
efnafræðingum Englands á öldinni sem
leið, var fæddur 17. úní 1832 og andað-
ist 4. apríl 1919. Hann var, eins og kunnugt er, einn af braut-
ryðendum sálarrannsóknanna í heimalandi sínu. Á árunum
1873—74 rannsakaði hann miðilshæfileika ungrar stúlku,
að nafni Florenze Cook, og birtust skýrslur hans um þessar
rannsóknir jafnóðum í blaðinu The Spiritualist og síðar í
sérstakri bók. Sir Crookes lýsti
því yfir, að rannsóknir hans
hefðu leitt í ljós, að ungfrú
Cook hefði stórkostlega miðils-
hæfileika, einkum sem líkamn-
ingamiðill. — Vöktu skýrslur
þessa mikilhæfa vísindamanns
að vonum afarmikla athygli, og
þó einkum lýsingar hans og
ljósmyndir af líkamningnum
Katie King.
Samtímamaður hans, pró-
fessor Charles Richet, sem á
sínum tíma hlaut Nobelsverð-
laun fyrir framúrskarandi vís-
indaafrek, kemst svo að orði,
þegar hann ræðir um rann-
Sir William Crookes