Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Side 76

Morgunn - 01.06.1967, Side 76
70 MORGUNN Enginn heilvita maður trúir því, að hún hafi fengið þess- um unga manni í hendur slík vopn á mannorð systra sinna, og því síður slík vopn á sjálfa sig og hinn mikilsvirta vís- indamann, sem þá stóð einmitt á hátindi frægðar sinnar. En hafi hún gert þetta í raun og veru, hvemig stóð þá á því, að þessi mikli sómamaður og örugga vitni í ellinni, skyldi gerast sekur um það, að hilma yfir þessi ægilegu svik í 55 ár og afsala sér þeirri heimsfrægð, sem það hefði skapað honum, að sanna vísvitandi falsanir og svik á svo víðfræg- an mann, sem Sir Crookes var? Samkvæmt þvi, sem Traver Hall skýrir frá í bók sinni, er að sjá, að þau Florence Cook, sem þá var tekið að bera mjög á miðilsgáfu hjá, og Sir William Crookes hafi hitzt í fyrsta sinn 28. október á heimili J. C. Luxmoore. Þetta leiddi til þess, að hún fór og hélt fund á heimili Crookes 9. desember 1873. Eftir það hófust rannsóknir hans á miðilshæfileikum hennar, sem lauk um vorið, og munu því hafa staðið yfir í um það bil fjóra mánuði. Engum kemur til hugar að ætla, að Sir Crookes, sem þá var kvæntur maður á fimmtugsaldri og frægur orðinn fyrir vís- indastörf sín, hafi tekið þennan 17 ára ungling til rannsókn- ar í öðrum tilgangi en þeim, að ganga úr skugga um miðils- hæfileika hennar. Ekki er heldur sennilegt, að þessi vísinda- maður, sem hafði betri og fullkomnari tæki til rannsókn- anna en aðrir, hafi látið þessa barnungu stúlku leika lengi á sig, ef miðilshæfileikar hennar voru engir og hún aðeins ótíndur svikari. Ef hann komst að svikum, var það heilög skylda hans, sem vísindamanns, að gefa um það rétta skýrslu. Og varla hefur ást við fyrstu sýn blindað svo þenn- an reynda og ráðsetta mann, að hann hafi ekki aðeins gleymt skyldum sínum, heldur stofnað vísindaheiðri sínum og mann- orði í bráða hættu með því að gefa vísvitandi rangar og upp- lognar skýrslur um rannsóknir sínar, ekki eina, heldur marg- ar, um þriggja til f jögurra mánaða skeið. Óneitanlega hefði það verið mannúðlegra, að reiða ekki höggið að hinum látna manni hærra en svo, að láta sér nægja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.