Morgunn - 01.12.1973, Page 83
Hæfileikar
Hafsteins
rannsakaðir
vísindalega.
Um það leyti sem Morgunn fór í prentun
barst okkiu- fyrsta skýrslan frá New York um
rannsóknir þær, sem þar hafa verið gerðar á
hæfileikum Hafsteins Bjömssonar miðils á
vegum Ameriska sálarrannsóknafélagsins. —
Þessi skýrsla fjallar um tilraunir, sem gerðar voru með Haf-
steini 1972 og dulsálarfræðingunum dr. Erlendi Haraldssyni
og dr. Ian Stevenson. Sá síðarnefndi hefur komið hingað til
lands til rannsókna á sýnum við dánarbeði og miðilshæfileik-
um ýmissa miðla. Hann er nú orðinn sérstaklega frægur fyrir
rannsóknir víða um heim á endurholdgunarkenningunni og
hefur fyrsta bók hans um þau efni vakið gífurlega athygli með-
al visindamanna, því rannsóknir hans eru byggðar á hárná-
kvæmum vísindalegum aðferðum, sem ekki verða véfengdar.
Þessi bók heitir Thirty cases suggestive of Reincarnation eða
þrjátiu dæmi sem benda til endurholdgunar.
Sökum þess hve skýrslan barst seint er ekki hægt að gera
henni nein viðhlítandi skil að þessu sinni.
Tilraunin, sem í skýrslunni er lýst fór fram með þeim hætti,
að valdir voru tíu fundarmenn eða sitjarar, eins og þeir eru
kallaðir. Hafsteinn vissi ekkert hverjir þeir voru. Aðeins einn
sitjari kom inn í tilraunaherbergið i einu. I öðrum enda her-
bergisins sat Hafsteinn bak við ógagnsætt tjald, þannig að sitj-
ari gat ekki séð hann. Sitjari var hljóðeinangraður, svo hann
mætti ekki heyra það sem Hafsteinn sagði þegar hann lýsti
hinmn ósýnilegu verum kring um hann. En það sem Hafsteinn
sagði var hljóðritað jafnóðum og síðar þýtt á ensku. Sitjari hafði
eyrnatappa og var auk þess með heyrnartæki fyrir eyrmn og
var tónlist útvarpað gegn um það. Sérstakur maður var svo
látinn fylgjast með þvi að sitjari tæki ekki af sér heyrnartækið.
Eftir skyggnilýsingafundinn fékk hver sitjari allar tíu skýrsl-
11