19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 5

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 5
íslenskar konur brjóta sér leið í gegnum glerþakið Sá sögulegi atburður varð í alþingiskosningunum í vor að konur brutu sér leið í gegnum glerþakið, skrifar Arna Schram, en þær náðu með öðrum orðum þvf marki að eiga yfir 30% hlut- deild í þingmannahópnum. Af sextíu og þremur þingmönnum eru nú tuttugu og tvær konur en eftir alþingiskosn- ingarnar árið 1995 voru þingkonurnar sext- án. Undir lok síðasta kjörtímabils voru þær hins vegar orðnar nítján þar sem þrjár vara- þingkonur tóku fast sæti á Alþingi á tímabil- inu eftir að aðalmenn höfðu afsalað sér þingmennsku. Frá árinu 1995 hefur hlutur kvenna á Alþingi því aukist úr 25% í 35%. Flestar konur eru í þingflokki Samfylkingar- innar eða níu af 1 sautján sem er 58%. Næst- hæst hlutfall er í þingflokki Vinstri hreyfing- arinnar græns framboðs, en þar eru þær tvær af sex eða um 33%. I þingflokki Sjálf- stæðisflokksins er hlutfallið rúm 30% eða átta af tuttugu og sex og hjá Framsóknar- flokknum er hlutfallið 25%, þar sem þær eru þrjár af tólf. Engin kona er í tveggja manna þingflokki Frjálslynda flokksins. Að sögn Unu Maríu Óskarsdóttur, starfs- manns stjórnskipaðrar nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, hefur það skipt sköpum að fleiri konur skipuðu efstu sæti framboðslista stjórnmálaflokkanna fyrir þessar alþingiskosningar en áður. Fjórðung- ur þeirra sem skipuðu efstu sætin nú voru konur. „Það skiptir máli að konum sé raðað í fyrstu sætin þvi það eru yfirleitt bara fyrstu sætin sem eru örugg þingsæti," segir hún. ( þessu sambandi er vert að hafa í huga að kosningafyrirkomulagið á Islandi er talið eiga stóran þátt í því hve fáar konur hafa í gegn um tíðina verið kjörnar á Alþingi. I landsbyggðakjördæmunum kemst yfirleitt bara einn maður inn á þing úr hverjum flokki, stundum tveir, og þeir menn eru yfir- leitt karlmenn þar sem tilhneiging er til þess að raða þeim eða velja þá í efstu sætin. Þess vegna er það ekki óvenjulegt að allir fimm þingmenn kjördæmisins séu karlmenn. Breytt kjördæmaskipan með færri og stærri kjördæmum, sem gera má ráð fyrir að nýtt Alþingi samþykki í sumar, er hins vegar talin breyta þessu og auðvelda þar með konum að komast inn á þing. En það er önnur saga sem ekki verður farið nánar út í hér. Sigríður Lillý Baldursdóttir, fráfarandi for- maður Kvenréttindafélags Islands, segir í for- mála að bókinni Gegnum glerþakið - valda- handbók fyrir konur, að haft hafi verið á orði að til þess að hópur nái áhrifum á tilteknu sviði þurfi hann að ná að minnsta kosti 30% hlutdeild og að 30% markið hafi oft verið kallað glerþakið. „Lengi var stefna kvenna á Norðurlöndunum að ná þessu marki - að rjúfa glerþakið - og trúðu því margir að þá væri björninn unninn, konur og karlar myndu að því búnu deila með sér völdum og áhrif- um í stjórnmálum. Helmingshlutdeild kæmi þá nánast af sjálfu sér og kvennabaráttan væri á enda með fullum sigri." Hvort íslenskar konur hafi nú unnið björn- inn eða ekki skal ósagt látið á þessari stundu en Ijóst er að aukinn hlutur kvenna í stjórn- málum er mikilvægur þáttur í kvenréttinda- baráttunni. Sigríður Lillý segir í þessu sam- bandi að rödd kvenna þurfi að hafa góðan styrk á fulltrúasamkundum þjóðarinnar og að annað sé ekki lýðræði. „Konur þurfa þó ekki að vera sammála um það sem þar er fjallað um. " En hvers vegna krefst lýðræðið jafnrar þátttöku karla og kvenna? Jú, vegna þess að samfélag okkar samanstendur af báðum kynjum. Á ráðstefnu um konur og stjórnmál, sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur í vetur, benti Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Skrifstofu janfréttismála, m.a. á að vert væri að hafa í huga, þegar rætt væri um þessi mál, að líf karla og kvenna væri ólíkt. „Konur velja sér til dæmis aðra menntun en karlar. Þær starfa á öðrum sviðum, lifa lengur, fá aðra sjúkdóma og möguleikar kvenna og karla til þátttöku í atvinnulífi og fjölskyldulífi eru ólík- ir. Allt þetta kallar á að opinberar ákvarðanir og opinber stefnumótun taki mið af ólíkum þörfum kynjanna," sagði hún. Auður Styrkársdóttir, kennari í stjórnmála- fræði við Háskóla (slands, segir sömuleiðis í samtali við Morgunblaðið í lok janúar sl. að rannsóknir staðfesti að konur í stjórnmálum einbeiti sér fremur að félags- og velferðar- málum en karlar. „Þær virðast taka upp mál sem karlmenn veigra sér við að fjalla um eins og nauðganir, kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og jafnréttti," segir hún. Höfundar bókarinnar Gegnum glerþakið, þær Maria Herngren, Eva Swedenmark og Annica Wennström taka í sama streng: „Auðvitað hefur aukin þátttaka kvenna í stjórnmálum breytt miklu. Það eru konur sem hafa barist í málaflokkum eins og heilsugæslu og umönn- un, málefnum barna, menntunar- og um- hverfismálum og jafnréttismálum." Auður Styrkársdóttir tók þó fram í erindi, sem hún flutti á fyrrgreindri ráðstefnu um konur og stjórnmál í vetur, að hægar miðaði hér á landi í því að skilgreina og vernda sér- stakar þarfir kvenna og hagsmuni þeirra en í þeim nágrannalöndum okkar sem lengst hafa náð í þessum efnum og við miðum okk- ur gjarnan við. Auður segir það reyndar enga furðu þar sem konur séu og hafi verið „of fá- ar í stjórnmálum þessa lands," eins og hún orða það. „íslenskar konur, bæði stjórnmála- konur og aðrar konur sem hafa látið sig sam- félagsmál varða, hafa þó unnið mörg afrek og þokað mörgu áleiðis. Ég nefni sem dæmi, af handahófi úr sögunni, byggingu Landspitalans, ýmiss konar tryggingarlög, fæðingarorlof, bæði kvenna og karla, jafn- réttislög, nýja sýn á afbrotið nauðgun og meðferð slíkra mála." Þannig, sagði Auður, mætti lengi áfram telja. Krafa um gæði stjórnmálanna Auður benti enn fremur á í fyrrnefndum fyrir- lestri að stjórnmálakonur væru auðvitað eng- inn einsleitur hópur sem ynni að hagsmuna- málum kvenna eingöngu og ekki öðru. „Við eigum heldur ekki að gera þá kröfu," sagði hún. „En staðreyndir tala sínu máli. Það þarf konur á þjóðþingin til þess að vinna ákveðn- um málum brautargengi - og þær þarf í nokkru magni. Þetta er því ekki aðeins lýð- ræðiskrafa heldur kannski fyrst og fremst krafa um gæði stjórnmálanna. Krafa um gæði þeirra málefna sem um er rætt og hvernig er rætt um þau. Og krafa um að til- tekin mál komist á dagskrá yfir höfuð." Hlutur kvenna á þjóðþingum hinna Norð- urlandanna jókst verulega í byrjun áttunda áratugarins, en á Alþingi (slendinga voru þær ýmist ein, tvær, þrjár eða engin á árun- um 1923 til 1979, samkvæmt yfirliti frá Hag- stofu (slands. ( alþingiskosningunum 1983, þegar Samtök um kvennalista buðu fram í fyrsta sinn til Alþingis, fjölgaði konum hins vegar úr þremur í níu. Þar af voru þrjár frá Kvennalistanum. Eftir kosningarnar árið 1987 urðu þær 13 en eftir kosningarnar árið 1991 urðu þær 15 og sextán eftir kosningarnar 1997, eins og fyrr var greint frá. ( bókinni Gegnum glerþakið kemur fram að hlutfall kvenna á þjóðþingi hafi verið lægst á Islandi árið 1997 eða 27%, en á sama tíma var hlut- fallið annars staðar á Norðurlöndunum 33 til 44%. Eftir alþingiskosningarnar í vor tókst ís- lenskum konum þó að teygja sig yfir gler- þakið, eins og fyrr segir, og ná 35% hlut á Al- þingi. Þessi aukni hlutur kvenna hefur þó ekki skilað sér inn í ríkisstjórn Islands en sem komið er, en þar eru 3 konur af tólf ráðherr- um. Hugsanlega verða þær 4 af 12 áður en kjörtímabilinu lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.