19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 66
Um þrjátíu einstaklingar eru í senn kenndir til móður og föður í Þjóðskrá Börn beggja foreldra í íslenskum lögum um mannanöfn segir að fullt nafn manns sé „eiginnafn hans eða eig- innöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenni- nafn. Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals." Kenninafn hét í eina tíð föðurnafn, en eins og kunnugt er hefur það aukist í seinni tíð að börn séu kennd til mæðra sinna í stað feðra. Mannanafnalögum var síðast breytt árið 1996 og í endurskoðuðum lögum, sem gildi tóku 1. janúar 1997, var í fyrsta sinn heimilt að kenna barn í senn til móður og föður. í 8. gr. IV. kafla laganna segir: „Kenninöfn eru tvenns konar, fööur- eða móðurnöfn og ættar- nöfn. Hver maður skal kenna sig til föður eða móður nema hann eigi rétt á að bera ættar- nafn og kjósi að gera svo, sbr. 5. mgr. Manni er enn fremur heimilt að kenna sig til beggja foreldra sinna eða bera ættarnafn sem hann á rétt á til viðbótar því að kenna sig til föður eða móður. Föður- og móðurnöfn eru mynduð þannig að á eftir eiginnafni eða eiginnöfnum og millinafni, ef því er að skipta, kemur nafn föður eða móður í eignarfalli, að viðbættu son ef karlmaður er en dóttír ef kvenmaður er. “ Ef hjónin Laufey og Þór eignast stúlkubarn gætu þau þannig látið skíra það Söru og kennt það við þau bæði með eftirfarandi hætti: Sara Laufeyjardóttir Þórsdóttir. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands voru 25 börn kennd við báða foreldra í Þjóð- skrá árið 1997, þar af 18 með nafn móður á undan nafni föður. Áriðl998 voru hins veg- ar aðeins fimm börn skráð með þessum hætti. Fjöldinn árið 1997 skýrist líklega af því að þeir sem beðið höfðu eftir nýja ákvæðinu nýttu sér það um leið og það tók gildi. Einstaklingur sem er þegar skírður en vill verða kenndur til móður og föður í senn þarf að sækja um það á sérstöku eyðublaði hjá Hagstofu íslands. I mannanafnalögum er einnig heimild til þess að búa til millinafn úr eignarfallsmynd eiginnafns foreldris, en þá er barnið skírt því nafni og tekur síðan kenninafn með hefð- bundnum hætti. Dæmi: Jón Vilhjálms Vil- hjálmsson eða Jón Maríu Vilhjálmsson. Hann eldar, hún keyrir, hann greiðir, hún neglir ... Við reynum að skipta öllu jafnt ívar Ölmu Hlynsson er lítill patti sem býr í hjarta höfuðborgar- innar ásamt foreldrum sínum og systur. Nafn hans vísar til beggja foreldra af þeirri einföldu ástæðu að faðir hans og móð- ir eiga jafn stóran hlut í honum. Sigurbjörg Þrastardóttir heim- sótti hina frísklegu foreldra, Hlyn Helgason listmálara og Her- vöru Ölmu Árnadóttur félagsráðgjafa, sem hafa ekki aðeins ákveðnar skoðanir á jöfnum skyldum heldur sanna þær vasklega í verki. Það er Ijóst frá upphafi að ég hef ekki farið húsavillt því heimilisfaðirinn fer strax í að útbúa kaffi. Ljúffengt kaffi með froðumjólk og súkkulaðimola til hliðar. Mér hafði verið tjáð að Hlynur og Alma skiptu jafnt með sér húsverkunum og þetta fyrsta atriði heimsóknarinnar bendir til þess að svo sé. Eftir því sem á líður fæst grunur minn endanlega staðfestur, en samtalið hefst á fáeinum spurningum um jafnrétti í nafngiftum. Við eigum hann bæði Þegar Hlyni og Ölmu fæddist sonur haustið 1997 vildu þau að hann yrði kenndur við báða foreldrana í samræmi við ný og breytt nafnalög sem tekið höfðu gildi í janúar sama ár. Þeim fannst hins vegar ekki nógu fallegt að skrifa hann ívar Ölmuson Hlynsson og brúkuðu því 6. grein III. kafla þar sem segir að „eiginnafn foreldris í eignarfalli [séj heimilt sem millinafn." Drengurinn heitir þannig (var Ölmu Hlynsson og vekur nafn hans oftar en ekki athygli. Sumir furða sig á uppátækinu og spyrja foreldrana: Til hvers? Alma: „Fyrst og fremst vegna þess að við eigum hann bæði. Við höfum alltaf reynt að skipta öllu jafnt á milli okkar í fjölskyldulífinu og þetta er einfaldlega hluti af því." Hlynur: „Já, okkur þótti alveg sjálfsagt að gera þetta svona, það hefði í raun verið fáránlegt að gera það ekki. Okkur langaði að gera hið sama þegar dóttir okkar, Hrund, fæddist fyrir rúmum átta árum en þá var ekki heimild til þess í lögum. Til þess að sýna samt hug okkar gagnvart gildandi hefð ákváðum við að kenna hana við móður sína. Hún heitir því Hrund Ölmudóttir." Þegar Hlynur og Alma hugðust fá nafni Hrundar breytt til samræmis við milli- og kenninafn sonar síns eftir lagabreytinguna árið 1997 kom í Ijós að slíkt var aðeins hægt gegn fjögur þúsund króna gjaldi. „Við máttum breyta í Ölmudóttir Hlynsdóttir án gjaldtöku en við vildum það ekki. Við vildum hafa seinni nöfn systkinanna eins en tókum ekki í mál að borga fyrir breytinguna. Þess vegna er Hrund ennþá Ölmudóttir í þjóðskrá, eða þar til við höfum okkur í formlegar bréfaskriftir um jafnræði og fordæmi," segja hjónin og geta ekki að sér gert að yppta öxlum yfir reglunum. f þeirra huga heitir telpan Hrund Ölmu Hlynsdóttir og hún skrifar nafnið sitt á þann veg sjálf. „Hún er mjög ánægð með nafnið, sérstaklega vegna þess að það er ólíkt nöfnum skólafélaganna. Reyndar kom hún einu sinni heim úr skóla og tilkynnti að henni þætti nafnið sitt ömurlegt og þá héldum við að hrakspár fólks væru að rætast — að við hefðum ekki átt að „gera barninu þetta" eins og sumir hafa komist að orði. En þá kom í Ijós að henni fannst ekkert að foreldranöfnunum, það var fornafnið sem var ómögulegt. „Mér finnst glatað að heita Hrund. Það er ekki hægt að kalla mig neitt," upplýsti hún, en sú óánægja gekk þó fljótt yfir," segja foreldrarnir hlæjandi. Örugglega einstæð móðir Fólk á förnum vegi hefur tekið nafngiftinni misjafnlega og sumir hneykslast. Alma: „í fyrsta lagi gengur fólk út frá því sem vísu að ég sé einstæð móðir þegar það sér að Hrund er skráð Ölmudóttir. Það getur í það minnsta ekki verið að ég búi með föðurnum fyrst hans er hvergi getið. Hann hlýtur I versta falli að vera óttaleg gunga, að láta þetta yfir sig ganga!" Hlynur: „Það er litið á þetta sem ákveðna höfnun, fólki finnst eins og faðerni barnsins sé afneitað með því að kenna það við móður sína. En hvað má þá segja um móðerni barna í gegnum tíðina? Það er ekkert annað en kerfisbundið misrétti í tungumálinu að kenna börn við feður sem stundum koma ekki einu sinni nálægt uppeldinu. Það sem við erum að gera er samt ekkert nýtt, hér áður fyrr var fólk gjarnan kennt við það foreldri sem var þekktara, eins og Hervör Þorgerðardóttir og fleiri dæmi úr fornsögunum vitna um. Og 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.