19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 7
verið sinnt til þessa, hvorki af íslensku fræðafólki né af íslenskum kvennahreyfing- um, þótt minna megi á að KRFÍ gekkst fyrir fundi um nýbúakonur fyrir nokkrum árum. Við höfum tilhneigingu til að fjalla um allar konur í sömu andránni, eins og þær séu all- ar eins og eigi allar sömu hagsmuna að gæta. Staðreyndin er sú að konur á íslandi eru margbreytilegur hópur sem býr við mjög ólíkar aðstæður. Konur í minnihluta- hópum hafa hins vegar verið ósýnilegar, lítill skilningur og þekking ríkt á þeirra aðstæð- um og þær yfirleitt ekki teknar með í um- ræðuna þegar fjallað er um konur almennt. Ég get nefnt að athygli mína vakti að á al- þjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars var fólki tíðrætt um mannréttindabrot gegn konum í útlöndum. Ekki var minnst á að sumar konur í minnihlutahópum á íslandi byggju ekki við full mannréttindi." Lífið á jaðrinum Rannsóknin nær til 30 kvenna úr hverjum hópi og er beitt svokölluðum eigindlegum rannsóknaraðferðum. Þessar aðferðir ein- kennast af því að rannsakendur fara á vett- vang, hitta konurnar í sínu venjulega um- hverfi, dvelja meðal þeirra og taka þátt í daglegu lífi með þeim til að öðlast skilning á aðstæðum þeirra. Annar liður í ferlinu felst í því að tekin eru opin viðtöl við konurnar. „Markmiðið er að skilja, frá þeirra sjónar- horni, hver staða þeirra er í íslensku samfé- lagi og hvaða skilning þær sjálfar leggja í líf sitt og aðstæður. Á sama tíma erum við að reyna að skilja hvernig samfélagið bregst við þessum konum. Við höldum því alls ekki fram að hóparnir þrír séu eins. Þvert á móti þá eru margir þættir sem þessir hópar kvenna eiga ekki sameiginlega. Að auki er að sjálfsögðu mikill fjölbreytileiki innan hvers hóps. Hóparnir þrír deila hins vegar þeirri reynslu að vera á jaðri samfélagsins og skapar sú reynsla aðstæður sem valda því að ákveðnir þættir eða mynstur koma fram í lífi þeirra. Það er útskúfunin og lífið á jaðr- inum sem konurnar í hópunum þremur eiga sameiginlega. Við höfum verið að skoða þessa sameiginlegu reynslu. Vandamálið er ekki fötlunin, kynhneigðin Alltof hæg þróun „Þótt þróunin hafi verið allt of hæg hefur ýmislegt breyst til batnaðar á síðustu árum. Enn er hins vegar af nægum verkefnum að taka fyrir félagið. Réttindamálum þroska- heftra verður seint nægilega vel sinnt," segir María Hreiðarsdóttir, formaður Átaks — félags þroskaheftra. Marla, 28 ára, býr ein og vinnur á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Utan vinnutíma fer tals- verður tími í að sinna trúnaðarstörfum á vegum Átaks. Inn á milli gefst góður tími til að spjalla við vinkonurnar. María segir að stundum berist talið að rétti þroskaheftra til að eignast börn og lifa eðlilegu fjöl- skyldulífi. „Við vitum að þroskaheftir hafa án eigin vitundar verið teknir úr sambandi og alveg sérstaklega hér áður fyrr. Oft fór aðgerðin fram I tengslum við aðrar aðgerð- ir á sjúkrahúsi. Nú heyrist minna af svona sögum. Hins vegar eru þroskaheftir beittir þrýstingi til að fara í ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðingar þegar konur hafa orðið óléttar. Sumar konur hafa átt við andlega erfiðleika að striða lengi á eftir," segir Mar- ía. Maríu þykir eðlilegt að fullt tillit sé tekið til óska þroskaheftra í tengslum við stofnun fjölskyldu. „Þroskaheftir eru fullfærir um að taka sjálfstæða ákvörðun um stofnun fjöl- skyldu og barneignir. Hvað barneignir varð- ar finnst mér að veita eigi foreldrum sér- stakan stuðning í kringum fæðinguna og greiðan aðgang að stuðningi við barnaupp- eldið síðar meir. Ég þekki sjálf dæmi um að þroskaheftir séu að ala upp börn og veit hversu nauðsynlegt er að eiga kost á stuðn- ingi hvenær sem er. Stuðningur foreldra þroskaheftra er heldur ekki lítils virði þegar litill einstaklingur bæt/'st í fjölskylduna. Afar mismunandi er hvort fólk á hann vísan eða ekki." En hvernig gengur börnum þroskaheftra þegar út í lifið er komið? „Hérna er svo lítil reynsla komin á fjöl- skyldulíf þroskaheftra að börnin eru ennþá mjög ung. Ég þekki ekki dæmi um nein full- orðin börn þroskaheftra hér á landi. Erlend- is þekki ég dæmi um konu, barn þroska- heftrar konu, sem fór í háskóla og gekk mjög vel í lífinu." Maria segir misjafnt hvort þroskaheftir finni fyrir fordómum og áreitni í sinn garð. „Ég verð persónulega ekki vör við fordóma. Hvorki almennt eða þegar við förum saman að skemmta okkur vinkonurnar á almenna skemmtistaði. Annars veit ég að sumir vilja af biturri reynslu ekki fara út á lífið í mið- borginni," segir hún og er spurð út í kyn- ferðislega áreitni. „Eins og kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar eru því miður alltof mörg dæmi um kynferðislega áreitni í garð þroskaheftra kvenna. Á landsþingi Þroskahjálpar var m.a. fjallað um kynferðis- lega áreitni og til stendur að halda nám- skeið til að bregðast við þessum vanda." Félagsleg einangrun alltof algeng „Ég fór með vinkonu minni frá Indónesíu á Astró eina helgina eftir jól. I röðinni fór karl- maður að spjalla við okkur. Hann spurði hvort okkur væri kalt og lét í Ijós undrun sína yfir því að við skyldum hafa flutt til íslands. Ég sagði honum að ég væri flóttamaður frá Víetnam. Eins og fleiri hefði ég neyðst til að flýja undan ógnarstjórn kommúnista í land- inu. Fleiri heyrðu á samtalið og ein kona sneri sér við í röðinni og sagði alveg gáttuð: "Hvað segir þú! Ég sem hélt að nánast allar Asíukonur á íslandi hefðu verið keyptar hingað af íslenskum karlmönnum. Vinkona mín hnippti i mig og sagði: “Hættu. Við skul- um ekki tala við svona fólk," segir Katrín Thuy Ngo, 36 ára, túlkur Víetnama í Nýbúa- miðstöðinni í Skerjafirði. Katrín kom hingað til lands í hópi flótta- manna frá Víetnam úr flóttamannabúðum í Hong Kong í júlí árið 1991. „Aðeins 10 dög- um eftir komuna barst okkur sóðalegt bréf. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.