19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 72

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 72
Skýrsla formanns Kvenréttindafélags íslands Skýrsla formanns Kvenréttindafélags Islands Lögð fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var 26. mars 1998 í fundarsal Hallveigarstaða Aðalfundur 1997 Á aðalfundi 1997 fór fram stjórnarkjör og urðu þær breytingar á stjórninni að Sigríður Lillý Baldursdóttir tók við formennsku í fé- laginu í stað Bryndísar Hlöðversdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hólmfríður Sveinsdóttir og Guðný Hallgrímsdóttir voru kjörnar í aðalstjórn og í varastjórn var kjörin Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Nýja framkvæmdastjórnin skipti með sér verkum að loknum aðalfundi og var þá þannig skipuð: Sigríður Lillý Baldursdóttir, formaður Hansína B. Einarsdóttir, varaformaður Hulda Karen Ólafsdóttir, gjaldkeri Guðný Hallgrímsdóttir, ritari Hómfríður Sveinsdóttir, meðstjórnandi Kristín Einarsdóttir, Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir og Ólafía B Rafnsdóttir skipa vara- stjórn. Fundir stjórnar og fram- kvæmdastjórnar Síðastliðið sumar og fram eftir hausti voru framkvæmdastjórnarfundir haldnir vikulega en á fundi framkvæmdastjórnar 11. septem- ber var ákveðið að halda fundi fram- kvæmdastjórnar aðra hverja viku á fimmtu- dögum en nýta þá fimmtudagshádegið hina vikuna til vinnufunda framkvæmdastjórnar eða annarra hópa vegna verkefna sem væru i vinnslu. Síðan þá hafa fundir framkvæmda- stjórnar að jafnaði verið hálfsmánaðarlega. Haldnir hafa verið tuttugu og sjö fram- kvæmdastjórnarfundir og hátt í það jafn margir óformlegir vinnufundir. Stórustjórnarfundir hafa verið haldnir mánaðarlega yfir vetrarmánuðina, þó þannig að þegar félagið hefur staðið fyrir opnum fundi hefur stórustjórnarfundur verið felldur niður. Haldnir hafa verið sex stóru- stjórnarfundir. Fjórir hefðbundnir hér í þess- um sal eða á skrifstofu okkar uppi, en tveir með nokkuð öðru sniði heima hjá formanni. Stjórnarkonur komu þar saman í júní til að Ijúka vetrarstarfinu, kveðja fráfarandi for- mann og þakka ritstjórn 19. júní fyrirframúr- skarandi gott blað. ( því hófi nutum við góðra veitinga sem SS, Hagkaup og ÁTVR höfðu sent okkur í afmælisgjöf í skreyttum húsakynnum með blómum frá Blómastofu Friðfinns. ( síðustu viku hélt stórastjórnin aft- ur fund á heimili formanns og var til þess fundar einnig boðið heiðursfélögum KRFl og fyrrum formönnum. Framkvæmdastjóraskipti í september síðastliðnum hætti Edda Hrönn Steingrímsdóttir störfum sem framkvæmda- stjóri félagsins og við störfum framkvæmda- stjóra tók Sigrún Edda Jónsdóttir. Fram- kvæmdastjórn kvaddi Eddu Hrönn í hófi heima hjá formanni og var formönnum sem unnið höfðu með henni einnig boðið til veisl- unnar. Ég vil þó nota þetta tækifæri til að þakka Eddu enn á ný mikið og gott starf hennar fyrir félagið. Sigrún Edda hefur, auk þess að sinna framkvæmdastjórn félagsins, umsjón með Hallveigarstöðum. Kvenrétt- indafélagið mun sjá um rekstur hússins til hausts 1999. Opnir fundir félagsins „Heimilið — griðarstaður gerenda" Kvenréttindafélagið stóð fyrir fagumræðu um heimilisofbeldi undir yfirskriftinni „Heim- ilið — griðarstaður gerenda" — fagumræða um heimilisofbeldi. Fundurinn var haldinn 8. apríl 1997 í Borgartúni 6. Undirbúningur fundarins var í höndum Ólafíu B. Rafnsdóttur fyrir hönd félagsins en kveikjan að fundinum var skýrsla dómsmála- ráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum. Fundurinn var mjög vel sóttur. Flutt voru fræðandi erindi og eftir framsögur spunnust góðar umræður. Sjötíu manns skráðu sig í gestabók félagsins, en búast má við að fundargestir hafi verið nokk- uð fleiri. Til fundarins var boðið fagfólki af ýmsum toga og félögum í KRF(. Formaður KRF( setti fundinn en síðan fluttu frummælendur erindi sín. Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur, og Þórdís Sig- urðardóttir, félagsfræðingur, kynntu skýrslu dómsmálaráðuneytisins um heimilisofbeldi. Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur, og Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, fjölluðu um leiðir til úrbóta; Ingólfur um meðferð ofbeldismanna en Guðrún um kostnað þjóðfélagsins. Svavar Gestsson al- þingismaður stjórnaði fundi fram að matar- hléi. Eftir mat stjórnaði Hansína B. Einars- dóttir, afbrotafræðingur, pallborðsumræðum með þátttöku þeirra sem flutt höfðu fram- sögu. Fundinum voru gerð ágæt skil í fjölmiðl- um, en því miður sá dómsmálaráðuneytið sér ekki fært að styrkja KRF( vegna fundarins eins og þó hafði komið til tals við undirbún- ing hans. Dómsmálaráðherra var sérstaklega boðið að ávarpa fundinn en hann þekktist ekki boðið. Kvennamessa 19. júní 1997 Kvenréttindafélagið stóð ásamt Kvennakirkj- unni og Kvenfélagasambandinu fyrir messu við Þvottalaugarnar í Laugardal hinn 19. júní. Guðný Hallgrímsdóttir og Kristín Einarsdótt- ir voru fulltrúar okkar í undirbúningsnefnd vegna messunnar sem fór fram með miklum ágætum í fjölmenni og yndislegu veðri á frá- bærum stað. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikaði, séra Guðný Hallgrímsdóttir leiddi bæn, formaður KRF( flutti ávarp við upphaf messunnar og Kristín Einarsdóttir las ritning- arorð. Fulltrúar frá Kvenfélagasambandinu og Kvennakirkjunni tóku einnig virkan þátt í messugjörðinni. Stelpur í stjórnmálum Miðvikudaginn 12. nóvember stóð KRFÍ fyrir opnum fundi á Kornhlöðuloftinu. Yfirskrift fundarins var: „Stelpur í stjórnmálum — Hvað vilja þær, hvernig vegnar þeim?" Um- fjöllunarefnið var staða kvenna í stjórnmál- um, ímynd kvenna og hvernig hún samræm- ist ímynd stjórnmálamannsins sem er hlut- verk sem sagan hefur skrifað fyrir karlmenn. Að ávarpi formanns loknu fluttu fjórir fram- sögumenn erindi, en að loknu sérhverju er- indi aðstoðuðu rýnar fundargesti við að spyrja þá spjörunum úr. Erindi fluttu: Helgi H. Jónsson, fréttastjóri, en rýnar hans voru: Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Ásdís Halla Bragadóttir, for- maður SUS, rýnar hennar voru: Margréti K. Sigurðardóttir, Svala Jónsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Soffía Guðmundsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, rýnar hennar voru Aðalheiður Sigursveinsdóttir, Hreinn Hreinsson og Kristjana Bergsdóttir. Og að lokum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir andspænis rýnunum Árna Mathiesen og Ingu Jónu Þórðardóttur, en Sigurður G. Tómasson hafði átt að vera í þeim hóp en komst ekki til fundar. I stuttu máli má segja að fundurinn hafi verið bæði gagnlegur og skemmtilegur. Hann var vel sóttur; þegar best lét voru fund- argestir um eitt hundrað talsins. Umræður voru fjörugar og sitt sýndist hverjum um að- gerðir til að fjölga konum í stjórnmálum og styrkja þær þegar þangað er komið. Sumum þótti rétt að taka ekki fram fyrir hendur á ríkj- andi viðhorfum í samfélaginu sem birtust þá í vali fólks í prófkjörum, aðrir töldu að til rót- tækra aðgerða þyrfti að grípa. Sumir töluðu af langri reynslu en aðrir af nokkuð styttri veru í stjórnmálum. Að undirbúningi fundarins unnu Soffía Guðmundsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.