19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 24
Lifandi, djörf og framsækin Helga Soffía Konráðsdóttir markaði framfaraspor f sögu íslensku þjóðkirkjunn- ar fyrir ári þegar hún var kosin formaður Prestafé- lags íslands fyrst íslenskra kvenna. Kristfn Heiða Krist- insdóttir fékk smugu f þétt- setinni dagskrá formanns- ins til að spjalla um konur og kirkjuna. Þessi kraftmikla kona með eplakinnarnar fór um eins og stormsveipur í kirkjunni sinni við Háteigsveg þennan sólbjarta apr- ílmorgun. Hún rifjaði upp stóru stundina í Dómkirkjunni fyrir 13 árum, þegar hún tók vígslu sem kirkjunnar þjónn: „Ég man mjög sterkt eftir minni prestsvígslu, þá var ég bara 25 ára stelpa. Þetta var mjög hátíðleg stund og afar heilög. Athöfnin var svo sterk að það var eins og tíminn stæði í stað. Og svo voru ótal hendur sem komu og lögðu lófann sinn yfir höfuðið á mér til þess að biðja mér blessunar. Ég man svo vel eftir þessum höndum, mér fannst þær tákna alla þessa hlýju og blessun, en mikið voru þær líka þungar. Mér fannst þær ýta höfðinu á mér alveg niður! En það er einmitt svo tákn- rænt fyrir alla þá ábyrgð sem fylgir því hlut- verki að vera prestur." Aldamótin, sem við sjáum handan við hornið, fá okkur til að líta til baka og við veltum því fyrir okkur hvernig konum hafi vegnað innan íslensku kirkjunnar. Er kirkj- an það íhaldssama karlaveldi sem sumir vilja meina? „f þessu sambandi hef ég oft velt því fyrir mér hvers konar stofnun kirkjan er. Kirkjan er stofnun sem hefur verið við lýði í 2000 ár og þessi gamli mergur sem hún stendur á er vissulega íhaldssamur. Það er fyrst og fremst vegna þess að kirkjunni hefur verið svo um- hugað um það frá örófi alda að varðveita boðskapinn um Krist og verjast villukenning- um. Af þessum sökum hefur hún líka haldið fast í hefðirnar. En þoðskapur Krists, sem kirkjan flytur, er ekki íhaldssamur. Eftir því sem ég skil kristna guðfræði, þá er hún svo sérstaklega mikið í núinu: f dag árið 1600 og í dag árið 2000. Og þegar við förum að gefa gaum að konum og körlum í kirkjunni þá verðum við að skoða það allt í sögulegu samhengi. Það sem kvennaguðfræðin gerir er að beina Ijósinu að og reyna að rannsaka hver staða kvenna í kirkjunni er á öllum öld- um. Þá er líka skoðað hvernig Jesús um- gekkst konur, hvað hann sagði um konur og hver staða kvenna var í frumkristni. Þá kemur ýmislegt mjög spennandi í Ijós. Ég get nefnt sem dæmi orð sem höfð eru eftir Páli post- ula: „Hér er hvorki gyðingur né grískur, karl né kona, af því að við erum öll eitt í Kristi." Eitt af mörgum verkefnum kirkjunnar er einmitt að útfæra þennan veruleika á sem farsælastan veg. Við þurfum að skapa í kirkj- unni samfélag þar sem allir njóta sín, og það á líka við um konur jafnt sem karla í prests- embættum." Réttlæti hér og nú Hvernig hefur ykkur konunum gengið að feta ykkur áfram innan kirkjunnar? „Það hefur hlutfallslega tekið jafnlangan tíma eins og kirkjan sem stofnun er f eðli sínu íhaldssöm. Þannig er það og við þurfum að horfast í augu við það. Ég er oft mjög óþol- inmóð manneskja og ég vil fá réttlæti hér og nú. Ég vil kærleika hér og nú af því að ég verð kannski ekki nema sjötug eða áttræð! En ég veit líka að þetta gerist ekki á einum degi. Við megum þó aldrei verða of værukær og segja bara: „Þetta tekur nú svo langan tíma, kirkjan er svo gömul stofnun." Við eig- um ekki að skýla okkur á bak við það. Við eigum að vera virk í dag og berjast gegn ranglæti, hvort sem það er ranglæti gagnvart konum, körlum eða einhverjum öðrum. Meiri kröfur til kvenpresta Helga Soffía segir að konum hafi til langs tíma fundist að þeim gangi illa að komast inn í stjórnunarstöður ínnan kirkjunnar. Það eru þrjár konur í stjórn prestafélagsins en séra Dalla Þórðardóttir prófastur er eina konan í kirkjuráði: „Og þar af leiðandi situr séra Dalla ein með 24 körlum á kirkjuþingi! Þessi ójöfnu hlutföll kynjanna hrópa auðvitað á mann. Þetta er ekki eins og það á að vera. Það eru til tölu- legar upplýsingar um hversu kvenprestunum hefur gengið illa að komast í áhrifastöður. Og það virðist líka vera sem konum gangi illa að fá prestsembætti. Þó það séu 13 ár síðan ég vígðist til prests er ég ennþá að heyra fólk segja: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri konu tóna." Þetta sýnir vel hvað við erum fáar. En það sýnir líka hvað fólk fer sjaldan í kirkju því fyrsti kvenpresturinn var vígður fyrir 25 árum! En það er margfalt þyngri byrði á kven- prestunum heldur en jafnöldrum þeirra í hópi karlpresta því kröfurnar eru meiri til kvennanna og allra augu og eyru beinast að þeim: „Það erfylgst afskaplega vel með því hverjar við erum, fyrir hvað við stöndum og hvernig við komum fram. Af þessum sökum passa kvenprestarnir vel upp á sig. Þær eru meðvit- aðar, mæta vel á fundi, fylgjast vel með og eru samviskusamar. Og svo þurfum við líka hver fyrir sig oft og tíðum að standa fyrir allt kyn okkar á meðan karlmenn fá að standa og falla sem einstaklingar. Ef einni okkar verður á, þá er það stundum túlkað þannig að öllum kvenprestum hafi mistekist. En auðvitað megum við hvorki láta þetta stjórna okkur né hræða. Við eigum ekki að vera í vörn, heldur halda ótrauðar áfram. Sjálfstæð í hópi kvenna Getur verið að konurnar innan kirkjunnar hafi ekki staðið nógu vel saman, að ykkur skorti málefnalega einingu og það sé ykk- ur fjötur um fót? „Það er stefna okkar og hugsjón að við stöndum saman. Systrahugsjónin felst í því að styðja hver aðra og hvetja til dáða: „Sæktu nú um og stattu þig nú stelpa", klapp á bakið og allt þetta. Þessi hvatning er svo óumræðilega þýðingarmikil fyrir konur. Mér er svo umhugað um að konur standi saman, hvort sem þær eru í kirkjunni eða annars staðar. En það má þó ekki þýða það 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.