19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 39
Kynjakvóti vandmeðfarinn Einar Skúlason segist fylgjandi því markmiði að jafna hlut kynjanna í stjórnmálum en seg- ir að fara verði varlega í þá átt að ná þessu marki þannig að það komi ekki niður á öðru jafnrétti; jafnrétti milli einstaklinga. Hann segist til að mynda vera hlynntur þeirri áætl- un innan Framsóknarflokksins að ekki skuli vera minni en 40% þátttaka hvors kyns, hvort sem er á framboðslistum eða í trúnað- arstörfum fyrir flokkinn. Hins vegar sé vand- meðfarið að ná þessu markmiði og vara- samt að fylgja þessu eftir alveg út í ystu æst- ar. „Ég er fylgjandi markmiðunum sem slík- um en mér finnst samt að það beri að fara varlega svo það komi ekki niður á jafnréttinu milli einstaklinga," segir hann. Einar nefnir sem dæmi lokað prófkjör sem félagsmenn í Framsóknarflokknum héldu í einu kjör- dæmanna í vetur. „Kosið var um fjögur sæti og bundið fyrirfram að tvö yrðu að vera skipuð körlum en hin tvö konum. Sem betur fer kom hins vegar ekki upp sú staða að ein- staklinga af öðru hvoru kyninu þyrfti að færa neðar til þess að ná þessu setta marki. Það hefði verið afar hæpið og að því leytinu finnst mér slíkur kynjakvóti vandmeðfarinn." Erfitt að fá konu \ annað hvert sæti Margrét Sverrisdóttir segist hlynnt kynja- kvóta í stjórnmálum því mikið vanti upp á að konur taki jafnmikinn þátt á vettvangi stjórn- málanna og karlar. „Ein ástæðan fyrir því að ég er fylgjandi kynjakvóta er sú að fyrir tíu ár- um hitti ég roskinn svertingja sem varyfirfé- lagsmálastofnun í erfiðu hverfi í Chicago. Hann sagði mér að hann hefði aldrei átt möguleika á því starfi nema vegna laga um kynþáttakvóta. Og það þrátt fyrir að hann væri vel lesinn og hefði mjög góða mennt- un," segir Margrét og telur auðvelt að heim- færa þetta dæmi yfir á íslensk stjórnmál. Það þurfi einfaldlega sértækar aðgerðir til þess að koma konum að. „Ég hef oft heyrt karl- menn segja eitthvað í þá áttina að við eigum nú ekki að láta hormónana ráða öllu. En það er nú einu sinni þannig að karlarnir eru miklu sjálfsöruggari og trana sér miklu frekar fram. Á meðan einhverjir karlar eru að slást um efstu sætin eru þeir ekkert að hleypa konum að." Margrét bendir á í þessu sambandi að fyr- ir kosningarnar í vor hafi stefna Frjálslynda flokksins verið sú að stilla upp svokölluðum fléttulistum, þ.e. að hafa konu í öðru hverju sæti á framboðslistum flokksins. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir þar sem erfitt hafi verið að fá konur til að gefa kost á sér. „Frjálslyndi flokkurinn átti þó sennilega erf- iðara með að fá konur á lista en aðrir flokkar vegna málefnisins sem hann setti á oddinn, þ.e. vegna þess að hann lagði mesta áherslu á sjávarútvegsmál. Rannsóknir sýna líka að karlar hafi meiri áhuga á sjávarútvegsmálum en konur enda eru það karlar sem stjórna þeim geira að miklum meirihluta enn sem komið er. Hefðum við hins vegar sett fjöl- skyldumál á oddinn er ég ekki í vafa um að konur hefðu í meiri mæli fylgt sér um okkur." Margrét ítrekar að flokkurinn hafi lagt mikla áherslu á fléttulista en það hafi ekki gengið eftir. Þá væri það staðreynd líka að konur hefðu veigrað sér við að vera ofarlega á framboðslistum flokksins í alþingiskosning- unum í vor. Kynjakvóti ekki vænlegur til lengri tíma litið „Ég er á móti kynjakvóta í pólitík en ég skil vel rök þeirra sem eru hlynntir slíkum kvóta. Ég trúi því reyndar líka að hann skili okkur ár- angri til skemmri tíma en til lengri tíma litið held ég að kynjakvóti sé ekki af hinu góða vegna þess að með honum er gefið í skyn að konur geti ekki náð árangri nema með því að þeim sé úthlutað valdi," segir Ásdís Halla Bragadóttir og bætir því við að það eigi frek- ar að kenna konum að sækjast eftir valdinu sjálfar hafi þær áhuga á því. „Þannig náum við meiri árangri í jafnréttisbaráttunni til lengri tíma litið." Þó að mikill árangur hafi náðst á undanförnum árum segist Ásdís Halla ekki ánægð með stöðuna eins og hún sé í dag og telur að margt þurfi að breytast til að konur fái sömu tækifæri og karlar. En í því skiptir viðhorfsbreyting mestu máli, til dæmis að því leyti að karlar fái að axla ábyrgð á heimili og barnauppeldi. „Sömuleiðis eigum við að líta á konur sem sjálfstæða einstak- linga og meta þá miklu hæfileika sem í þeim búa." Með kynjakvóta sé hins vegar verið að viðhalda þeirri hugmynd að það þurfi að hjálpa konum til að komast áfram. „Ef ég sem kona ætla út í pólitík þá vil ég ekki að fólk geti sagt að ég hafi komist áfram, fengið kvótasæti, af því að ég er kona. Ég vil hafa unnið til þess af því að ég er verðugur keppi- nautur," útskýrir hún. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.