19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 22

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 22
þær konur hornauga sem ganga á svig við hefðina, og viðhorfið er jafnvel íhaldssam- ara hjá konum en körlum," segir hún og kennir þar um fáfræði. „Þegar maður fer út í sveitirnar og reynir að segja konunum að þær hafi rétt til þess að sæta ekki barsmíð- um, að þær hafi rétt til þess að stýra barn- eignum sínum sjálfar, þá horfa þær á mann tómum augum. Þær vita bara það sem ömmur þeirra og mömmur hafa kennt þeim og hafa ekki áhuga á öðrum sannindum." Kona þarf alltaf á karlmanni að halda Amal bendir á að þær konur sem kjósa að mennta sig verði að velja framhaldsnám sem kennt er á heimaslóð því þeim sé ekki hleypt einum til Evrópu. „Því minna sem við sjáum af heiminum, þvi minni hætta á að hugur okkar „spillist" af upplýsingum og víðsýni," segir hún og hlær. Sjálf olli hún mikilli hneykslan er hún sendi dóttur sína í sumarskóla til Grikklands og kveðst endanlega hafa fyrirgert rétti sínum í palestínsku samfélagi með því að hlaupast á brott til Evrópulands. „Svo kórónaði ég allt saman með því að eignast barn með kristn- um manni," segir hún og brosir í kampinn. „Fjölskylda mín talar ekki við mig eftir að ég hóf sambúð á íslandi. Brotthvarf mitt var að vísu strax illa séð en þótti minni glæpur en ella úr því að ég leitaði verndar hjá bróður mínum hér á íslandi. Kona er nefnilega aldrei nógu gömul til þess að sjá um sig sjálf; hún verður alltaf að búa undir verndarvæng eiginmanns, bróður eða föður," útskýrir Amal og örlar á kaldhæðni í röddinni. „Samband mitt við núverandi sambýlismann minn varð hins vegar til þess að ég missti alla samúð. Arabískur maður má ganga að eiga kristna konu en arabísk kona má ekki fara að dæmi hans ... Á þetta hlustaði ég ekki — ég fann góðan mann sem ég er ham- ingjusöm með og hvers vegna ætti það þá að skipta máli hverrar trúar hann er?" spyr hún og kveðst alls ekki sjá eftir að hafa fylgt hjartanu. Það sé mikils virði að geta ráðið sér sjálf. „Ég sá það sérstaklega vel, eftir að ég flutti hingað, hversu þröngsýnir landar mínir eru. Hér get ég hagað mér að vild og verið ég sjálf án þess að blygðast mín. Palestínsk- ar konur alast hins vegar upp við það að kona megi ekki reykja, ekki ganga í buxum og varla vinna úti. Þeim er til skýringar sagt að vel stæðar konur þurfi ekki að vinna, en enginn virðist hugsa út í að vinnan er konum lífsnauðsynleg til þess að komast út á meðal fólks og hugsa um eitthvað annað en elda- mennsku og börn." Dauðasök að missa mey- dóminn fyrir giftingu Og kúgunin nær að sögn Amal enn lengra. „Eins og margir vita á arabísk kona að vera hrein mey er hún giftist. Hún veit því ekkert um samlífi karls og konu þegar að brúð- kaupsnóttinni kemur og þaðan í frá fær hún þau skilaboð að kynlíf sé aðeins fyrir karl- manninn. Margar konur leiða aldrei að þvi hugann að þær geti eða megi njóta kynlífs og þeim er aldrei sagt það því hugtakið „kynlíf" og öll orð sem því tengjast eru bannorð í mæltu og rituðu máli. Ástaratlot eru einnig klippt út úr kvikmyndum og það getur þess vegna hent konu að eignast 10- 15 börn án þess að vita hvernig það er að vera kysst." Amal hristir höfuðið og bendir á hversu mikið áfall brúðkaupsnóttin sé fyrir flestar ungar stúlkur. „Öll æskuárin er okkur kennt að óttast karlmenn. Við megum ekki leyfa þeim að nálgast okkur, ekki kyssa okkur, jafn- vel ekki tala við okkur, því meydóminn verð- ur að vernda. Þegar við hins vegar giftumst er okkur skyndilega fleygt inn í hjónaher- bergi með karlmanni og við eigum að beygja okkur algerlega undir hans vilja. Þetta er stórkostlegt áfall," útskýrir Amal. Þegar spurt er hvort allar konur séu í raun óspjallaðar við giftingu grípur hún andann á lofti. „Auðvitað, það er ekki annað ráðlegt! Ef upp kemst að kona er ekki hrein mey á brúðkaupsnóttina er henni umsvifalaust skil- að til föðurhúsanna daginn eftir. Og þar lýk- ur ekki sögunni, heldur er það látið óátalið í arabískum lögum ef bróðir konu drepur hana fyrir að vera ekki jómfrú. Hún hefur sett svart- an blett á fjölskylduna og er því réttdræp að mati samfélagsins." Amal skýrir frá þessu öllu með samblandi af fyrirlitningu og depurð, þetta er hennar eigin þjóð en augljóslega ekki hennar eigin hugsunarháttur. Hún þegir eitt augnablik og bætir svo við: „Það er sama þótt þér hafi ver- ið nauðgað. Enginn trúir öðru en að það hafi hvort eð er verið þér að kenna. Ógift kona sem missir meydóminn á þannig aðeins um tvennt að velja, að pipra eða hætta lífi sínu." íslenskar konur standa framarlega Amal snýr senn talinu að stöðu kvenna hér- lendis og dylur ekki hrifningu sína. „Ég held að réttur kvenna sé hvergi í veröldinni eins viðurkenndur og hér. Ég hef hitt konur frá Frakklandi, Bandaríkjunum og fleiri löndum og þar er enn verið að berjast fyrir lögleið- ingu fóstureyðinga. Á íslandi verða konur því aðeins mæður að þær vilji það sjálfar og þannig á það einmitt að vera. Þær mega jafnvel eignast börn utan hjónabands, og þótt ég sé ekki endilega að mæla því bót þá samræmist það þeirri hugsjón minni að kon- um skuli ávallt tryggður sjálfsákvörðunarrétt- ur." Amal fylgist með stjórnmálaþátttöku kvenna á íslandi og finnst þær hafa náð afar langt. „Þótt ég skilji ekki alltaf allar umræð- urnar þá sé ég að konum á Alþingi tekst að standa uppi i hárinu á ráðherrum og öðrum embættismönnum. Þær berjast fyrir gildum sem þær trúa sjálfar á og það finnst mér virð- ingarvert," segir hún. „Hér koma samkyn- hneigðir líka opinberlega fram og eru frjálsir að skoðunum sínum. ( heimalandi mínu væri slíkt óhugsandi því jafnvel hugtakið „samkyn- hneigð" er bannorð. Þetta er að mínu viti óréttlátt því fólk á auðvitað að hafa frelsi til þess að haga lífi sínu eins og það vill, svo lengi sem það skaðar ekki aðra." Þegar talið berst að unglingum og frelsi finnst Amal þó í lagi að hemja frjálsræði þeirra örlítið, ekki megi leyfa þeim allt. Sjálf leggur hún áherslu á að vera heima þegar börnin koma úr skóla og veitir þeim aðhald með skýrum reglum. „Ef ég gef börnunum fyrirmæli um að koma heim á ákveðnum tíma, þá er ég heima á þeim tíma og fylgist með. Það þýðir ekki að setja reglur og sjá svo ekki um að þeim sé framfylgt," segir hún, en til þess að geta sinnt börnunum sem mest vinnur hún á nóttunni, sefur þegar börnin eru í skólanum og er svo með þeim seinni part dags og á kvöldin. Frjálsu vali fylgir ábyrgð Hún er sátt við tilveruna, er ástfangin, á vini og á ánægð börn sem gengur vel í skóla. „Heiðar var eiginlega sá eini sem gaf sig að mér þegar ég var nýflutt til landsins og þekkti ekki neinn. Svo féllum við hvort fyrir öðru og mynduðum saman fjölskyldu," segir hún sæl á svip og dregur fram fallegar fjölskyldu- myndir. Ekki er annað að merkja en að börn- in séu jafnsátt við nýja lífið og Amal sjálf. „Skilaboðin sem ég færi börnunum mínum eru einföld. Ég vil að þau læri að taka ákvarð- anir samkvæmt eigin sannfæringu en taki um leið ábyrgð á vali sínu. Sérstaklega finnst mér mikilvægt að dætur mínar kunni að segja nei ef þeim mislíkar, svo þær lendi ekki í sama fari og móðir þeirra og ömmur," segir Amal. „Reyndar hef ég af því dálitlar áhyggjur hversu þjálfuð börnin eru orðin í að neita," bætir hún kímin við og vísar í íslensku fram- hleypnina sem börnin hafa tileinkað sér. „Ég hef aldrei séð eftir því að hafa flust að heiman, jafnvel þótt ég hafi ekki slitið hjóna- bandinu á palestínska vísu. Það dugar mér að hafa fengið skilnað samkvæmt íslenskum lögum því ég hef ekki hugsað mér að snúa aftur. Börnin tala stundum um að fara til Palestínu í heimsókn en þau tala aldrei um að setjast þar að," segir hún. Á heimilinu sjást nokkrar arabískar sjónvarpsrásir með hjálp móttökudisks og Amal segist sjá það best þegar börnin horfa á sjónvarpið hversu erfitt þau eiga með að skilja hugsunarháttinn í heimalandi sínu. „En ég legg áherslu á að þau velji sjálf hvað þau gera þegar fram líða stundir. Ég valdi sjálf að breyta lífi mínu um síðir. Ég vildi ekki verða eins og formæður mínar sem allar gengu undir eiginmönnum sínum og voru alltaf öðrum háðar. Þetta er mitt líf og þess vegna má ég taka mínar eigin ákvarðanir, hvort sem þær eru réttar eða rangar. Slíkur réttur ætti að vera tryggður öllum einstak- lingum, óháð trú, menntun eða kynferði." 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.