19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 68

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 68
Skýrsla formanns Kvenréttindafélags íslands Lögð fram á landsfundi félagsins 6. mars 1999 í Ráðhúsi Reykjavíkur Aðalfundur 1998 Á aðalfundi 1998 fórfram stjórnarkjör. Hans- ína B. Einarsdóttir og Hulda Karen Ólafs- dóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. í aðalstjórn voru kjörnar Ólafía B. Rafnsdóttir, til tveggja ára og Kristín Ein- arsdóttir, til eins árs. f varastjórn voru kjörnar Ragnhildur Guðmundsdóttir og Elín Sigurð- ardóttir, báðar til tveggja ára. Nýja framkvæmdastjórnin skipti með sér verkum að loknum aðalfundi og var þá þannig skipuð: Sigríður Lillý Baldursdóttir, formaður Hómfríður Sveinsdóttir, varaformaður Ólafía B. Rafnsdóttir, gjaldkeri Guðný Hallgrímsdóttir, ritari Kristín Einarsdóttir, meðstjórnandi Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttirog Elín Sigurðardóttir skipa varastjórn. Fundir stjórnar og fram- kvæmdastjórnar Framkvæmdastjórn hafði sama hátt á og áð- ur varðandi fundatíðni. Yfir sumarið voru reglulegir fundir mun færri en yfir vetrartím- ann. Fundir réðust af verkefnum og voru nokkuð tíðir þegar mikið stóð til en strjálli þess á milli. Hins vegarféllu samskipti fram- kvæmdastjórnarinnar ekki niður milli funda þar sem félagið hefur net-tengst og allar framkvæmdastjórnarkonurnar hafa tölvu- póstfang. Sparaði það okkur mörg sporin að ræða málin með tölvupósti. Framkvæmda- stjórnin hefur einnig haldið fjölmarga óform- lega vinnufundi. Á árinu hafa verið haldnir fjórtán framkvæmdastjórnarfundir og óform- legir vinnufundir framkvæmdastjórnar hafa verið um tuttugu talsins. Stórustjórnarfundir hafa verið haldnir mánaðarlega yfir vetrarmánuðina, þó þannig að þegar félagið hefur staðið fyrir opnum fundi hefur stórustjórnarfundur verið felldur niður. Haldnir hafa verið fimm stóru- stjórnarfundir. Á afmæli félagsins 27. janúar sl. var hald- inn opinn félagsfundur sem auglýstur var í fjölmiðlum. Opnir fundir og samkomur félagsins „Konurnar í húsinu - til styrktar konum í Bosníu" Kvenréttindafélagið, ásamt Kvenfélagasam- Sigríður Lillý Baldursdóttir fráfarandi formaður KRFl. bandinu og Bandalagi kvenna í Reykjavík stóð fyrir fundi um stöðu kvenna í Bosníu hinn 25. október í fundarsal Hallveigarstaða. Á fundinn kom Vilborg Auður ísleifsdóttir sagnfræðingur sem hefur búið í Þýskalandi um árabil og staðið þar að stofnun kvenna- hreyfingarinnar BISER. BISER hefur m.a. stað- ið fyrir kaupum á húsnæði þar sem starfrækt hefur verið miðstöð fyrir konur, þeim til upp- byggingar, og eins er stefnt að þvf að koma á laggirnar einhverri starfsemi og framleiðslu þar sem konurnar geta fengið vinnu. Ástand- ið í Bosníu er afar slæmt og hefur það bitnað illa á konum. Skrifstofa BISER í Sarajevo býð- ur upp á stuðning við konur sem hafa orðið fórnarlömb ofbeldis og nauðgana. Einnig fá konur sem hafa slasast og örkumlast í stríðinu og ekkjur aðstoð BISER. Miðstöðvar hafa einnig verið opnaðar í Zagreb, Tuzla og Travnik. Vilborg gerði grein fyrir sögu lands- ins og þeim þjóðernishópum sem þar búa og takast nú á með hörmulegum afleiðingum. Félagið stóð að fundinum ásamt hinum „konunum í húsinu" og er það, eftir því sem við best vitum, í fyrsta sinn sem þessar kvennahreyfingar vinna saman að verkefni. Félögin standa fyrir ólíkri starfsemi og við- hafa mismunandi vinnubrögð og þess vegna er samstarf þeirra að verkefni sem þessu svo mikilvægt því styrkurinn býr þar í margbreyti- leikanum. KRFÍ tók að sér að auglýsa fundinn í fréttabréfinu og hvetja félaga að leggja inn á reikning BISER. Kvenfélagasambandið, sem er samband kvenfélaga þúsunda kvenna um allt land, gerði slíkt hið sama og Bandalagið safnaði fyrir saumavélum sem verða sendar til Tuzla. Kvennamessa 19. júní 1998 Kvenréttindafélagið stóð ásamt Kvennakirkj- unni og Kvenfélagasambandinu fyrir messu við Þvottalaugarnar í Laugardal hinn 19. júní. Sigríður Lillý Baldursdóttir og Guðný Hall- grímsdóttir voru fulltrúar okkar í undirbún- ingsnefnd vegna messunnar sem fór fram með miklum ágætum í fjölmenni og ágætu veðri. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédik- aði, séra Guðný Hallgrímsdóttir leiddi bæn og formaður KRFÍ flutti ávarp við upphaf messunnar. Fulltrúar frá Kvenfélagasam- bandinu og Kvennakirkjunni tóku einnig virk- an þátt í messugjörðinni. Er það von fram- kvæmdastjórnarinnar að kvennamessa 19. júní verði árviss atburður hjá félaginu. Jólafundurinn KRFl hélt jólafund sinn hinn 4. desember í kjallara Hallveigarstaða. Fundurinn var með svipuðu sniði og árið áður. Skáldkonur voru fengnar til að lesa upp úr bókum sínum, að þessu sinni komu Silja Aðalsteinsdóttir, sem las upp úr Ijóðabókinni Perlur úr Ijóðum ís- lenskra kvenna, Gerður Kristný sem las úr bók sinni Eitruð epli, Guðrún Helgadóttir sem las úr barnabókinni Aldrei að vita og Guðrún Eva Mínervudóttir sem las úr smá- sagnasafni sínu Á meðan hann horfir á þig ertu María Mey. Wilma Young spilaði á fiðlu á fundinum. Að upplestri loknum flutti séra Guðný Hallgrímsdóttir jólahugvekju. Menntunin; mátturinn og dýrðin? Kvenréttindafélagið stóð fyrir ráðstefnu um menntun kvenna og stöðu þeirra á vinnu- markaði fyrr í dag hér í ráðhúsinu. Flutt voru erindi um menntun og menntunarmöguleika kvenna og að þeim loknum voru pall- borðsumræður um stöðu kvenna á vinnu- markaðinum. Á ráðstefnunni voru eftirfar- andi erindi flutt: Menntun, máttur og dýrð kvenna, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Hlutur kvenna í skólastarfi, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Er kynjamunur horfinn úr menntakerfinu? Jón Torfi Jónasson, pró- fessorvið Háskóla (slands, Skapandi nám, að skapi kvenna, Valgerður Bjarnadóttir, 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.