19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 60

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 60
Hvað ertu gamall? [ upphafi skyldi endinn skoða. En hversu mörg okkar veltu því fyrir sér á barnsaldri hvernig yrði að ná háum aldri? Samt þekktum við eldri kynslóðina, kynntumst og þótti vænt um eldri einstaklinga í fjölskyldu okkar, nágrenni eða raunar hvar sem við fórum. En þessi tími ævinnar var okkur fjarlægur. Ég man eftir vangaveltum um árið 2000 sem var einhvers staðar í fjarska en er núna ekki langt undan. Lífshringurinn Lífinu er stundum líkt við hring sem á sér upphaf og endi. Á leiðinni upplifum við fæðingu, uppvöxt, nám, fjölskyldulíf, makaval, starfsval, barneignir, áföll, gleði og sorg, starfslok, veikindi og dauða. Þetta er í ýmsum litbrigðum í ævi hvers og eins. I huga margra tengjast saman ellin og dauðinn. Sumir ganga svo langt að segja að ellin sé ekkert annað en bið eftir dauðanum. Og til að gera biðina angistarminni þá sé mikilvægt að búa öldruðum einstaklingum öryggi og sjá þeim fyrir afþreyingu, m.ö.o. að búa öldruðum einstaklingum áhyggjulaust ævikvöld. Einhvers staðar í mínu hugskoti varð til myndin af gömlum hjónum sem sitja í ruggustólum á veröndinni og horfa á sólsetur lífs síns. Ég held raunar að hún hafi orðið til upp úr auglýsingu í sjónvarpinu frá happdrætti DAS. Ég hef séð það síðan að þessi mynd hefur ýmsa annmarka. Fyrir það fyrsta er mér ekki kunnugt um neinn tíma ævinnar sem ætti að vera áhyggjulaus. Mér liggur við að segja að það ætti að flokkast undir mannréttindi að fá að hafa áhyggjur því annars mætti ætla að ég væri búinn að gefast upp eða væri alveg sama. Ég vil tala um ellina sem tfma viskunnar og reynslunnar og sem upphafið að einhverju nýju. Ég vil tala um ellina sem morgun og sem vor, fremur en sem kvöld og vetur. Æskudýrkun okkar er löngu gengin út í öfgar og núið sem viðmiðun alls gengur hreint ekki upp! Ef svo væri, þá gætum við ekkert lært af reynslu annarra. Að kyssa frosk Ég dáðist að frönsku konunni sem lést nýlega 120 ára að aldri og hélt léttlyndi sínu og kímni nánast til hinstu stundar. Hún sagði að hún væri bara með eina hrukku og hún sæti á henni. Þessi kona minnti mig á annan aldraðan einstakling sem er þekktur í Þegar Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur var nýorðinn stúdent átti hann einu sinni leið fram hjá barnaleikvelli. Lítill strákur benti á hann og sagði hátt við vin sinn: Hvað ætli kallinn sé gamall? ævintýrunum og gekk í hjónaband á svipuðum aldri og hún var. Einu sinni var ... Þyrnirós sem svaf í heila öld og hefur því verið um 120 ára þegar prinsinn vakti hana með kossi. Hann heillaðist af fegurð hennar þrátt fyrir háan aldur og gat ekki hugsað sér aðra konu. Nútímaleg útgáfa af þessu ævintýri gæti verið á þá lund að Þyrnirós kysi að sofa áfram af því að henni litist ekki á prinsinn og léti því tilfinningar sínar ráða. Eða að prinsinn segði: Þessi kona er allt of gömul fyrir mig og sleppti kossinum. Eða þá að þetta væri eins og hjá vinkonu minni einni sem varð ástfangin fyrir tvítugt og varð síðan viðskila við prinsinn sinn í yfir 50 ár. Og þegar þau hittust aftur, þá var hún ekkja og löngu orðin amma og hann ekkill og löngu orðinn afi. Þau ákváðu að gifta sig með pompi og prakt. En hjónabandið entist ekki árið og skýringin sem konan gaf var þessi: „Draumaprinsinn minn reyndist vera froskur." Ég veit ekki hvort það er tengt þessu, en upp á síðkastið hef ég heyrt nokkrar konur tala um að það borgi sig ekki að eltast við eða bíða eftir prinsinum á hvíta hestinum því hann breytist alltaf í frosk, en það borgi sig að kyssa froskana! Og hvar finnum við þá á Islandi? Vinna Kona um nírætt, sem hafði dvalið á elliheimili í fjölda ára, benti dóttur sinni á að hún hefði komið í heimsókn til sín a.m.k. einu sinni í viku næstum allt árið (í 41 viku). Hún taldi sem sé heimsóknirnar og henni þóttu vikurnar betri þegar dóttirin kom í heimsókn! Hvernig skyldu tölurnar vera hjá okkur, þessum yngri, gagnvart okkar foreldrum? Hvað hefði þessi dóttir átt að fá í laun, ef þessi vinna hennar hefði verið metin til fjár? Eða er það kannski svo að heimsóknir séu ekki taldar vinna og það að sýna fjölskyldu sinni ræktarsemi? Og ef það er ekki vinna, hvað er það þá? Vandi okkar er sá að við höfum lagt of mikla áherslu á launavinnuna. Og það er skiljanlegt hvers vegna, því það var nauðsynlegt til að brauðfæða fjölskylduna. En nú erum við að sjá að aðrar þarfir hafa 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.