19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 4

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 4
Tökum höndum saman Loksins, loksins — hefur glerþakið á hinu háa Alþingi íslendinga verið rofið. Þingkonurnar okkar eru orðnar 22 eða yfir 30% þingmanna. Nú kann að vera spurt hverju skipti að því marki hafi verið náð og svarið er einfalt. Reynslan hefur kennt okkur að til að hafa áhrif þurfi a.m.k. 30% hlut- deild innan staerri hóps. Enn kynni að vera spurt hverju sæti að konur hafi með þverpólitískum hætti áhrif í eina átt. Eru kon- ur ekki kosnartil áhrifa með pólitískum hætti eins og karlar? Jú mikið rétt. Engu að síður efast orðið fáir um — og þar hefur reynslan verið okkur ólatur kennari — að kynin eru ólík, með ólíkar þarfir og langanir. Ein af grundvallarreglunum í mannlegu samfélagi hlýtur því að vera að bæði kynin komi jafnt að stjórnartaumunum. Öðruvísi er ekki hægt að tryggja eðlilegt jafnræði og jafnvægi í þjóðfélaginu. Samvinna kynjanna þarf að ná lengra — inn í atvinnulífið og heim til fjölskyldnanna í landinu. Ungar konur eiga ekki að þurfa að búa við að vera álitnar óstöðugra vinnuafl en karlar vegna barneigna eins og kemur fram í viðtali við Ólaf Þ. Stephensen, formann Karlanefndar Jafnréttisráðs, hér aftar í tíma- ritinu. Karlar eiga heldur ekki að reka sig á hindranir við að gæta bús og barna til jafns við konur. Með jafnréttisbaráttuna að vopni verður hægt að ryðja hindrunum beggja kynja til hliðar, báðum til hagsbóta, svo ekki sé talað um þjóðfélagsins í heild. Greinar í 19. júní bera þess merki að báð- um kynjum þyki tími til kominn að taka höndum saman við verkefnið. Ritnefndin er heldur ekki aðeins skipuð konum. Skeggj- aða konan í hópnum eins og Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, kaus að kynna sig velti ósjaldan upp nýjum flötum á jafnréttisbarátt- unni á ritnefndarfundum. Með innleggi Braga og okkar hinna hefur tekist að gera efni 19. júní óvenju fjölbreytt að þessu sinni, m.a. með því að leitast við að varpa sérstak- lega Ijósi á sjónarhorn karla í nokkrum grein- um. Lítum okkur nær Bríet Bjarnhéðinsdóttir gerði meira en að hvetja konur til að gera lögformleg réttindi sín að veruleika í leiðara síðasta Kvenna- blaðsins þann 31. desember árið 1919. Hún minnti lesendur sína á að gleyma ekki minni máttar. Konur „verða að finna til hver með annari, þótt nokkrum þeirra líði vel, má eng- in þola að öðrum þeirra sé misboðið eða séu beittar ranglæti. Þær virtustu og sterk- ustu eiga að taka upp hanskann fyrir þær, sem eru minni máttar. " Víst er að víða í öðrum löndum eiga kon- ur um sárt að binda eins og kemur fram í áhugaverðu viðtali við palestínsku kvenrétt- indakonuna Amal Tamimi og skemmst er að minnast atburða liðinna ára í lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu, ástandsins í Rúss- landi og áfram væri hægt að telja. Við meg- um samt ekki gleyma okkar eigin löndum. Ekki búa allar konur á íslandi við full mann- réttindi. Konum er með formlegum og óformlegum hætti ýtt út á jaðar samfélagsins að því er fram kemur í rannsókn undir stjórn Rannveigar Traustadóttur dósents við HÍ. Við skulum ekki falla í þá gryfju að líta svo á að öllum grundvallarréttindum sé náð. Enn er þónokkuð í land og full ástæða til að herða róðurinn „bindast saman með blöðum, rit- gerðum, fyrirlestrum og fundum," svo aftur sé vitnað í sporgöngukonuna Bríeti. Ráðstefna undir yfirskriftinni Konurog lýð- ræði við árþúsundamót verður haldin hér á landi í haust. Ráðstefnan miðar að því að gera fleira en að tala um vandamál. „Við er- um búin að gera það nokkuð lengi," er haft eftir dr. Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðingi og formanni undirbúnings- og framkvæmdanefndar ráðstefnunnar. Hvern- ig væri að við tækjum undir með henni og enn er vitnað til Bríetar. „Það er kvennanna eigið hlutverk að vaka yfir sínum hagsmun- um. Enginn er annars bróðir í leik, og hafi þær ekki vit og manndáð til að láta þessi réttindi verða þá lyftistöng fyrir konur og þar með alla þjóðina á komandi öldum sem þau eiga að geta verið, þá mega þær sjálfar sér um kenna." Með vinsemd og virðingu fyrir hönd ritnefndar, Anna Gunnnhildur Ólafsdóttir. Ritnefnd 19 júní 1999 skipa (f.v. í kringum borðið): Sigurbjörg Þrastardóttir, blaðamaður, sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, Áslaug Skúladóttir, verslunarmaður og nemi, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, blaðamaður og ritstjóri 19. júní, Arna Schram, blaðamaður, Hrafnhildur Halldórsdóttir, blaða- og dagskrárgerðarmaður, Kristín Heiða Kristinsdóttir, blaðamaður, og Gunnhildur Hrólfsdóttir, rithöfundur. ( kjöltu Sigurbjargar situr Halldóra Ana Purusic og systir hennar óskírð Purusic hjá móðir þeirra Önnu Gunnhildi. Áslaug situr undir dóttur sinni Emilíu Ósk Bjarnadóttur. Níunda ritnefndarfulltrúann Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, bókmenntafræðing, vantar á myndina. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.