19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 53

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 53
Fyrsta íslenska kvenfélagið Húsið í Ási hefur verið gefið Byggðasafni Skagafjarðar og flutt í Glaumbæ. Hinn 7. júlí 1869 hóaði húsfreyj- an í Ási í Hegranesi, frú Sigurlaug Gunnarsdóttir, nágrannakonum sínum saman í kaffi. Frú Sigur- laugu lá mikið á hjarta en hún hafði nýlokið lestri á grein sem nefndist „Nokkur orð um hrein- læti" og vildi nú hvetja stallsyst- ur sfnar til aðgerða f hreinlætis- málum. Þær tóku vel í málaleitan Sigurlaugar og þetta júlíkvöld var stofnað til formlegra kvenna- samtaka sem fengu síðar nafnið Kvenfélag Rípurhrepps. Þar með leit fyrsta kvenfélag landsins dagsins Ijós. Meira en bara „pilsafundur" Einhverjir munu hafa fussað yfir þessu tiltæki kvennanna og talað um pilsafund. Sam- koma sem þessi þótti raunar slík nýlunda að konurnar fundu sig knúnar til þess að gera grein fyrir sínum málum eins og sjá má í tímaritinu Norðanfara árið 1869. Orðrétt segir í þessari grein: Af því menn eiga ekki að venjast því að konur í sveit eigi fundi eða samkomur með sjer, þá má búast við, að ýmislega sje dæmt um þessa fundartilraun vora afþeim, sem til spyrja eptir sögusögnum, og fyrir þá sök þótti mjer eigi ónauðsynlegt að skýra frá fundinum opinberlega; eigi til þess, að setja hann jafnhliða fundum heldri manna, heldur einungis til að sýna tilgang hans, sem jeg vona verði virtur á betra veg af þeim, sem íhuga búnaðar ástand almennings og hversu miklu konur koma til leiðar, bændum sínum og búi til falls eða viðreisnar. . En það er von mín, að viðleitni vor beri einhvern ávöxt, og það því fremur, að konur í öðrum sveitum vildu gjöra hið sama; sem finna til þess með oss, hvað mörgu er ábótavant, . . Við erum líka fæstar menntaðar sveitakon- urnar, og þurfum því fremur að læra hver af annari; Undir þetta skrifar "e/'n af fundarkonun- um“. Meðal þess sem formlega var samþykkt á þessum fyrsta kvenfélagsfundi var að senda einungis hreina ull í kaupstaðinn og koma upp vefstólum á öllum bæjum og kenna fleiri konum vefnað. Næsti fundur samþykkti svo nauðsyn þess að kenna öllum börnum að lesa og skrifa, matjurtagarðar ættu að vera á hverjum bæ og viðhalda bæri íslensku þjóðerni og þá var ekki síst verið að horfa til fatnaðar og nafngifta. Kvennaskóli stofnaður Kvenfélagskonur voru ötular að vinna að um- bótum í málefnum kvenna og heimilanna al- mennt, þeim var snemma Ijóst að þar gegndi aukin menntun lykilhlutverki og á fundi í Ási árið 1876 ákváðu félagskonur að stofna skyldi kvennaskóla í héraðinu og varð það úr ári síðar. Skólinn hafði gðsetur í Ási undir handarjaðri frú Sigurlaugar og eiginmanns hennar, Ólafs Sigurðssonar alþingsmanns. Skólinn hafði reyndar ekki langa viðdvöl f Ási heldur flakkaði nokkuð um Skagafjörðinn næstu árin eða þar til ákveðið var að koma á sameiginlegum kvennaskóla fyrir Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu sem stofnaður var að Ytri-Ey í Húnavatnssýslu árið 1883. „Pilsa- fundurinn" í Ási á björtu júlíkvöldi árið 1869 var því sannarlega lítil þúfa sem átti eftir að velta þungu hlassi í framfaramálum skag- firskra kvenna næstu áratugina. Heimild: Sigríður Sigurðardóttir: Nánd nýrra tíma. Ópr. BA-ritgerð í sögu, 1985. Frítt kaffi fyrir konur í íslenskum búningi Byggðasafn Skagafjarðar býður öllum kvenfélagskonum í Skagafirði til kaffisamsætis í Áshúsi, Glaumbæ og sérstaklega eru þær velkomnar sem mæta í þjóðbúningum. Klukkan tvö hinn 19. júní verður safninu formlega afhentur hátíðarbúningur Sigurlaugar í Ási til eignar og varðveislu. Búningurinn var saumaður á árunum 1865-66 að fyrirsögn Sigurðar Guðmundssonar málara. Hlutverk kvenfélaganna árið 1999 í tilefni þess að 130 ár eru liðin frá því að fyrsta kvenfélagið var stofnað á íslandi ákvað Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagafjarðar, að efna til könnunar á hlutverki og markmiði kvenfélaganna árið 1999. Sigríður sendi spurningalista til forsvarskvenna allra kvenfélaga landsins en þau eru á þriðja hundrað talsins. Könnunin er tvíþætt; annars vegar er Sigríður að rannsaka markmið hvers og eins félags og hvort þau hafi eitthvað breyst í tímans rás. Hins vegar er spurt um þau atriði sem félagið hefur sinnt undanfarin ár og hvaða breytingar blasi við starfi kvenfélaganna á nýrri öld. Af þeim svörum sem þegar hafa borist segir Sigríður það ljóst vera að kvenfélögin séu stödd á tímamótum og mörg þeirra hafi breytt mjög um hlutverk frá því sem var. Sýningar sem tengjast húsmóðurhlutverkinu í Áshúsinu í Glaumbæ, Skagafirði hefur Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri sett upp sérsýningar sem beinast meira eða minna að húsmóðurhlutverkinu: 1) Heimili frá miðri 20. öld, þar sem uppalandinn og afdalabóndinn Monika á Merkigili er í aðalhlutverki. 2) Nytjalist. Útskurður og skreytilist á nytjahlutum hversdagsins. 3) “Matur og kaffi". Fjallað um matartilbúning í torfbæjum og kaffineyslu íslendinga fyrr og nú. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.