19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 73

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 73
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Bessí Jó- hannsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir og Sigrún Edda Jónsdóttir. Jólafundurinn KRFÍ hélt hefðbundinn jólafund sinn hinn 7. desember í kjallara Hallveigarstaða. Að lok- inni jólahugvekju séra Guðnýar Hallgríms- dóttur var upplestur úr nýútkomnum bókum. Þórunn Valdimarsdóttir las úr skáldsögu sinni „Alveg nóg", Kristín Ómarsdóttir las úr skáldsögu sinni „Elskan mín ég dey", Anna Valdimarsdóttir las úr Ijóðabók sinni „Úlfa- bros" og Jón Viðar Jónsson las úr bók sinni „Leyndarmál frú Stefaníu". Tvær ungar tón- listarkonurfluttu tónlistaratriði og voru bæk- urnar sem lesið var upp úr vinningar í happ- drætti kvöldsins. KRFÍ gaf upplesurum og tónlistarflytjendum bókina Veröld sem ég vil, sögu félagsins, fyrir framlag þeirra. Fréttabréfið Fréttabréf félagsins hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem áður var. Fram- kvæmdastjórn ákvað að gera það að vett- vangi skoðanaskipta og upplýsinga, jafn- framt því sem þar yrði starfsemi félagsins kynnt og einnig störf þeirra nefnda og stjórna sem félagið á aðild að. Þessi breyting hefur hlotið góðan hljómgrunn meðal fé- lagsmanna sem aldrei þessu vant hafa tekið upp símtól og lýst yfir ánægju sinni með nýtt fréttabréf og félagið sitt. Þegar hafa verið gefin út fimm fréttabréf frá því á síðasta aðalfundi og gert er ráð fyr- ir að enn eigi eftir að koma út tvö fréttabréf á þessum vetri. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir hefur séð um fréttabréfið í breyttum búningi ásamt með Sigrúnu Eddu Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra félagsins. Netfang Á haustdögum ákvað framkvæmdastjórn fyr- ir hönd félagsins að tengja það umheimin- um á nútíma hátt. Félagið fékk netfang og hefur það einfaldað mjög samskiptin innan stjórnar sem og við aðra. Við söknum þess helst að fá ekki fleiri kveðjurfrá félagsmönn- um með tölvupóstinum. Vefsíðan Nú í byrjun árs hyggstfélagið ganga skrefinu lengra og opna vefsíðu félagsins. Undirbún- ingur er langt kominn og væntum við þess að síðan verði opnuð eigi síðar en í næsta mánuði. Ráðgert er að kalla þá til blaða- mannafundar. Á vefsíðu KRFÍ eru ýmsar gagnlegar og fróðlegar upplýsingar um félagið, boðið er upp á tengingar við vefsíður annarra kvennahreyfinga og stjórnmálaflokka og upplýsingar veittar um það sem er á döfinni hverju sinni hjá félaginu eða upplýsingar um það sem áhuga kann að vekja og aðrir standa fyrir. Vegna sveitarstjórnarkosning- anna sem fram undan eru verður safnað í sérstakan sveitarstjórnarbanka. Þar verður m.a. að finna lög og frumvörp sem liggja fyr- ir Alþingi og varða sérstaklega sveitarstjórn- arstigið, tölulegar upplýsingar um konur í sveitarstjórnum fyrr og nú, opnað verður inn á heimasíður stjórnmálaflokkanna og boðið verður upp á greinar um fundarsköp og ann- að hagnýtt sem gott er að kunna skil á í hita leiksins. Félagið hefur fengið styrki frá Akureyrar- bæ, félagsmálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kvennalistanum til að vinna vefsíðuna og ráðgert er að ráða starfsmann í 25% starf í tvo mánuði til að færa inn upplýsingar á síð- una. Framkvæmdastjóri félagsins mun síðan þjónusta síðuna. Kristín Einarsdóttir, Hólm- fríður Sveinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Sigríður Lillý Baldursdóttir hafa unnið að gerð síðunnar og uppbyggingu með tækni- legri og faglegri aðstoð Þorkels, Péturs og Dóru Kristínar. Þorkell hefur unnið tölvunar- fræðivinnuna, en Pétur og Dóra Kristín hafa haft hönd í bagga með útliti. Soffía Guðmundsdóttir og Björg Einars- dóttir, báðar fulltrúar í stjórn félagsins, hafa tekið að sér að taka saman ýmislegt sem gagn og/eða gaman gæti verið að hafa í um- fjöllun um félagið. Sigríður Erlendsdóttir hef- ur veitt félaginu fullt frelsi til að færa hvað- eina sem er úr bókinni Veröld sem ég vil inn á vefsíðu félagsins. Þjóðfundur á netinu Ákveðið hefur verið að bjóða til þjóðfundar á vefnum um konur og sveitarstjórnarkosn- ingar þar sem m.a. verða leiddar saman reyndar konur og óreyndar. Bréf hafa verið send til kjörinna stjórnmálakvenna, í sveitar- stjórnum og á Alþingi, og þær beðnar um að deila með nýjum konum á vettvangi stjórn- málanna reynslu og hollum ráðum með því að senda inn frásagnir sem birtar verða á vefsíðu félagsins. Allt er þegið, nýtt og gam- alt, alvara og gamanmál, að ekki sé talað um viðeigandi tilsvör við óviðeigandi athuga- semdum. Það er mitt mat að reyndar stjórn- málakonur hafi ýmsu að miðla sem gæti styrkt konur í störfum þeirra á vettvangi stjórnmálanna og ef til vill orðið til þess að koma í veg fyrir ótímabært brottfall þeirra úr sveitarstjórnum. NIKK Kvenréttindafélagið hefur tekið að sér gerð gagnagrunnar um kvennahreyfinguna á (s- landi fyrir NIKK (Nordisk institutt för kvinne- och könnsforskning) og mun þannig taka þátt í að byggja upp net kvennahreyfinga á öllum Norðurlöndunum. Mikils er vænst af verkefninu sem Norræna ráðherranefndin styrkir. Hún greiðir þann kostnað sem fellur til sameiginlega hjá öllum löndunum en gert er ráð fyrir að þátttökuaðilar greiði þann kostnað sem hlýst af verkefninu í hverju landi. Kristín Einarsdóttir hefur séð um aðild okkar að þessu starfi. Nefndir og stjórnir sem Kvenrétt- indafélagið á fulltrúa í Eins og fram hefur komið, m.a. í fréttabréfi félagsins, þá á félagið fulltrúa í ýmsum nefndum, stjórnum og ráðum. Ég mun ekki gera í þessari skýrslu minni grein fyrir því sem á daga þeirra hefur drifið á árinu en vísa í skýrslur fulltrúa okkar, en þær liggja frammi á fundinum. Landsfundur Á landsfundi félagsins sem haldinn var haust- ið 1996 var lögum félagsins breytt m.a. þannig að halda skuli landsfundi í mars ann- að hvert ár en ekki að hausti á fjögurra ára fresti. Ráðgert var að fyrsti landsfundur að vori skyldi haldinn nú í vor. Það var niður- staða stjórnarinnar að fresta þeim fundi um eitt ár þar sem undirbúningur hefði þurft að hefjast þegar í haust með vali á landsfundar- fulltrúum. Þá þótti nokkuð krappt að hverfa frá því að hafa fund á fjögurra ára fresti til þess að hafa hann með eins og hálfs árs milli- bili. Félagið hefur einnig staðið fyrir um- fangsmiklum og mikilvægum verkefnum í vor með gerð vefsíðunnar sem tengist m.a. sveit- arstjórnarkosningunum. Þá gæti landsfundur að ári haft áhrif á umræðuna fyrir Alþingis- kosningar sem yrði vel. 19 júní Ásdís Olsen, kennari og fjölmiðlafræðingur, hefur verið ráðin ritstjóri 19. júní. Ásdís hefur kallað sér til samstarfs í ritstjórn þær Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, alþingiskonu og fulltrúa í stórustjórn félagsins, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur, blaðakonu, Hrafnhildi Hall- dórsdóttur útvarpskonu, Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, starfsmann Rannsóknar- stofu í kvennafræðum, Lindu Blöndal, verk- efnaráðinn starfsmann með aðsetur á skrif- stofu jafnréttismála og Ólöfu Snæhólm Bald- ursdóttur, fjölmiðlafræðing og heimavinn- andi, fjögurra barna móður. Ritnefndinni til halds og trausts eru Erna Indriðadóttir, Hans- ína B. Einarsdóttir og Sigríður Lillý Baldurs- dóttir. Starfið fram undan Að lokum langar mig til að fjalla um starfið fram undan. Framkvæmdastjórnin hefur ekki ákveðið hvaða verkefni skuli einhenda sér í á næstu mánuðum, enda verður nokkur breyting á stjórninni nú á þessum aðalfundi og okkur þótti rétt að fullskipuð ný framkvæmdastjórn fjallaði um framtíðarverkefnin með stóru- stjórninni. Hins vegar þykir okkur rétt að nefna það hér að við höfum áhuga á að end- urtaka velheppnaða kvennamessu hinn 19. júní og eins þætti okkur ástæða til að fara ferð í reitinn okkar í Heiðmörkinni einhvern góðan sólardag í sumar. Þá hljóta kosningar til Alþingis að marka félaginu nokkur verkefni á komandi vetri. Framkvæmdastjórnin hefur þó einnig áhuga á að taka fyrir þátttöku kvenna á öðrum sviðum þjóðlífsins jafnhliða umfjöllun um konur í stjórnmálum en ákvörð- un um hvar gripið verður niður býður nýrrar framkvæmdastjórnar í samráði við félags- menn og stórustjórnina. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.