19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 52

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 52
Björg Einarsdóttir, rithöfundur og dagskrármaður mat stöðuna í fortíð, nútíð og framtíð svona: Sýnilegri en veikar á vinnumarkaði Fortíðin: „Aðgerðir sem beindu íslensk- um konum af hliðarbraut á aðalveg í þjóð- félaginu. Konur voru útilokaðar frá skóla- göngu, höfðu hvorki fjárforræði né kosn- ingarétt og kjörgengi og áttu takmarkað- an aðgang að vinnumarkaðinum. Hafa má í heiðri 11. júlí 1911 er samþykkt voru lög um jafnan rétt kynjanna til skóla- göngu, námsstyrkja og allra embætta; þar er lagður grunnur að stöðu kvenna í nútíma. Ennfremur 19. júní 1915 þegar konur fengu, með stjórnarskrárbreytingu, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Nú sést að forystukonur hefðu þurft þá þeg- ar að leggja niður fyrir sér hvernig sá réttur yrði raungerður því réttur sem ekki er notaður feilur sjálfkrafa öðrum til handa. “ Samtíðin: „Margt hefur áunnist og konur eru sýnilegar en staða þeirra á vinnu- markaðinum er veik. Tilgangur Kvenna- frísins 24. október 1975, samkvæmt til- lögunni sem hratt aðgerðinni af stað, var að sýna hlut kvenna í rekstri samfélags- ins. Hann reyndist sá að daglegt líf lam- aðist þegar konur voru ekki á sínum vinnustað, heima eða heiman. Með þetta sönnunargagn hafa konur sótt tii betri kjara á vinnumarkaðinum og félagslegrar stöðu. En betur má ef duga skal og stjórn- málaflokkar, aðilar vinnumarkaðarins og ýmis félagasamtök verða að leggjast á þær árar. Hjá konunum er mikill ónotaður forði: menntunar, þekkingar, verkkunn- áttu og orku er leitar fram. Framtíðin: „Markmiðið er full og hnökra- laus samskipan kvenna og karla í þjóðfé- laginu. Konur líti á sig sem einstaklinga er í krafti eigin atgervis og áræðni marki sér stöðu þar sem þeim sjálfum hentar að bera niður. Konur bindi sig ekki sem hóp- ur við tiltekna málaflokka. Konur sinni málefnum á eigin forsendum en ekki sem tegund. Konur taki óskoraðan þátt í, á vettvangi sveitarstjórna og landsmála, að móta almenn skilyrði daglegs lífs sem all- ir geti síðan notið eftir eigin vali og að- stæðum. “ : Guðni Elísson lektor í almennri bókmenntafræði mat stöðuna í fortíð, nútíð og framtíð svona: Ö) O *o +j *o ^íHI O Þh Áfangahugsun er gamaldags Fortíðin: „Áfangar tilheyra fortíðinni og áfangahugsun er gamaldags. Lagalegt jafnrétti er í höfn, - kosningaréttur, fyrsti þingmaður, ráðherra, forseti, o.s.frv. Raun- verulegt jafnrétti er erfiðara viðfangs. Næstu sigrar í jafnréttisbaráttunni verða ekki eins mælanlegir, þar sem ekki er hægt að mæla viðhorfsbreytingu. Ég held að áfangahugsunin sé enn til staðar vegna þess að hún gefur tilfinningu fyrir árangri, en hún er ekki endilega trygging fyrir hon- um.“ Nútíðin: „í fljótu bragði sýnist mér ekki mikið vera að gerast í jafnréttisbaráttunni. Femínismi á ekki að vera tískusveifla, en á íslandi er hann það. Af þeim sökum skipt- ir máli að sporgöngukonur jafnréttishugs- unar tolli í tískunni." Framtíðin: „Fyrir nokkrum árum kom hingað frægur enskur bókmenntafræð- ingur sem sagði að femínisminn næði tak- marki sínu þegar femínistar væru orðnir óþarfir. Og það mætti í fljótu bragði sam- sinna því að í samfélagi algjörs jafnréttis sé jafnréttisbarátta óþörf. En þetta er auðvitað algjör firra. Allt sem unnist hef- ur getur jafn auðveldlega tapast og jafn- réttið verður aldrei skilið frá baráttunni. Stöðug umræða er vænlegust til árang- urs.“ 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.