19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 26
i.. Árið í ár er ár aldraðra. Kynslóðin sem með nýtni, sparsemi og útsjónarsemi fetaði erfiða slóð lífsins er sest í helgan stein. Raddir eldri borgara og frásagnir þeirra af lífsbaráttunni á fyrri áratugum aldarinnar mættu vera okkur áminning um að velmegun nútímans eigum við að stórum hluta þeim að þakka. Gunnhildur Hrólfsdóttir heimsótti Sig- urveigu Jónsdóttur, vist- mann á DAS til tólf ára. Sigurveig, eða Veiga eins og hún er kölluð, fæddist árið 1912 í baðstofu á bænum Foss- gerði á Berufjarðarströnd en það var heimili móðurforeldra hennar. „Þau voru í vinnu- mennsku," segir Veiga um foreldra sína. „Pabbi var vinnumaður en mamma var út af fyrir sig, eins og kallað var. Þau voru mjög fá- tæk og unnu hjá öðrum. Frá því ég var tveggja ára til tíu ára aldurs var ég í fóstri hjá vandalausum. Þannig stóð á því að foreldrar mínir voru þar í vist, en þegar þau skiptu um vist var ég skilin eftir. Fljónin kallaði ég fóstra og fóstru. Þau voru mér góð og fóstra min var kát. Ég man svo vel hvernig maturinn kraumaði í pottinum á hlóðunum hjá henni. Tíu ára í Ég sá ekki mömmu aftur fyrr en ég var níu ára en pabbi heimsótti mig á hverju ári og færði mér gjafir, rósaleppa eða svuntu, eitt- hvað sem mamma hafði unnið í höndunum. „Þegarfóstri minn dó flutti fóstra mín ann- að og ég var um tíma hjá mömmu og pabba," heldur Veiga áfram. „Ég veiktist mikið. Mamma vakti yfir mér og hafði á mér heita bakstra, sem var ullarstykki sem hélt vel i sér hita. Eina nóttina var ég hætt kom- in. Þá nótt dreymdi mig fóstra minn og hann sagði við mig: „Flér er himnaríki og hér á ég heima." Ég sé ekkert fólk nema hann. Fyrst fer hann með mig inn í hús þar sem er mikil birta sem virðist koma að ofan. Ég spyr hann hvaðan þessi mikla birta komi? Hann segir mér að birtan sé vegna þess að Jesús sitji í sæti sínu og við það vaknaði ég og þá fór að minnka hitinn. Ég segi það alltafað þeirsem eru dánir, þeir hjálpa fólki. Tíu ára fór ég svo í vist og sá fyrir mér sjálf upp frá því. Fyrstu launin voru föt og fæði og ég svaf í eldhúsinu. Þannig var það þang- að til ég fermdist. Ég skúraði gólf upp úr sandi, skolaði þvott og þvoði leir. Ég steikti parta upp úr lýsi. Aldrei voru frídagar. Ég var hluta úr vetri í farskóla meðan ég var í vist- inni tíu ára." Einn stóll fyrir báðar „Árið 1931 var ég í vist í Vestmannaeyjum. Ég var þar vinnukona hjá lækni. Þar var held- ur aldrei frídagur. Ég þvoði þvott á bretti og fórá fæturklukkan hálf sjö. Þvoði líka rúmföt sjúklinga sem læknirinn hafði á neðstu hæð- inni. Léreftið var svo hart að það var erfitt að vinda það. Frúin kenndi mér að hengja upp þvott þannig að hann þornaði sem fyrst. Ég sá um innkaup og bar á sjálfri mér. Krakkarn- ir gerðu ekki nokkurn hlut. Fjölskyldan borð- aði saman. Við vorum tvær vinnukonur, hin vann í eldhúsinu.Við borðuðum í eldhúsinu og þar var einn stóll fyrir okkur báðar. Þegar við vorum búnar að vinna á kvöldin köstuðum við okkur á kviðinn í rúmin og lág- um þar í klukkutíma áður en við megnuðum að hátta okkur. Einu sinni, eftirjólin, man ég að klukkan níu um kvöld, þegar ég átti eftir mikinn þvott, kom frúin til mín og sagðist ætla að fá konu til að hjálpa mér. Annars hefði ég verið langt fram á nótt að þvo þvottinn. Ég hafði 45 krónur á mánuði. Hjónin voru ósköp góð og þakklát mér fyrir vinnuna. Ég gat ekki lagt fyrir en hjónin gáfu mér fallegan kjól, efnið var dökkgrátt með rauðum rósum og hvítum kraga sem var tekinn upp með böndum. Þau gáfu mér líka innpakkað sápustykki. Þetta var jólagjöf. Ég var þá átján ára. Svo fengum við sumar- gjöf. Ég fékk gráa sokka og steinpúðurdós." vist Ein með sex börn „Ég gifti mig í Vestmannaeyjum. Svo byrjuð- um við að búa á Stöðvarfirði í skúr sem var eitt herbergi og eldhús. Kjallari undir. Ég kynti alltaf vel, sparaði aldrei eldivið. Ég sparaði heldur aldrei sápu. Við keyptum hjónarúm sem frændi minn smíðaði. Á því hafði ég hvftt teppi. Það var ekki hægt að kaupa húsgögn í búð. Ég eignaðist sex börn á tíu árum. Mér gekk illa að fæða því ég var með svo þrönga grind. Það var hægt að kaupa efni og ég átti saumavél. Ég saumaði allt á börnin og bjó sjálf til sniðin. Ég fór alltaf á fætur upp úr sex og var búin að koma mörgu í verk þegar hinir vöknuðu. Oftast fór ég að sofa klukkan tíu á kvöldin ef ég var bú- in að öllu. Maðurinn minn var svo góður smiður og smíðaði flest sem við þurftum á að halda. Hann smíðaði okkur hús og hann var líka góður í hugarreikningi. Hann var dálítið mislukkaður, veikur á geðsmunum og ekki góður við okkur. Hann fór alltaf suður á ver- tíð. Hann drukknaði þegar yngsta barnið var níu mánaða, það elsta tíu ára. Þá var ég þrí- tug. Ég þurfti að koma stúlkunni minni (fóst- ur þegar hún var tveggja ára. Mér þótti það sárt en það var þannig að ég þurfti í burtu og skildi hana eftir hjá hjónum sem vildu vel. Þegar ég kom aftur sóttu þau fast að fá að halda henni og ég hafði ekki aðstæður til að neita því. Seinna fékk ég peninga úr trygg- ingunum og ég eignaðist útvarp. Við pabbi fórum að búa saman. Ég hafði kú og hænsni, hann hafði kindur. Pabbi lét mig hafa ull af kindunum sem var send í verk- smiðju og úr ullinni vann ég föt á börnin. Þel- ið fékk ég vélprjónað í nærföt á þau. Stund- um keypti ég fínt band til að prjóna úr. Svo fékk ég örorkubætur af því ég var svo heilsu- lítil og gat ekki unnið í frystihúsinu. Ég átti svo vont með að standa, gat það ekki. Hjartamæði og lungnamæði hafði ég þá, nú er ég með krabbamein í maga. Einn sona minna réð sig á bát. Það lagðist illa í mig og mig langaði til að biðja hann að fara ekki, en ég gerði það ekki. Hann fékk berkla. Ég sagði við dótturson hans að hann skyldi aldrei láta neinn koma sér til að gera neitt Ijótt og segja alltaf sannleikann." Þvottavél fyrsta heimilis- tækið „Ef ég væri að byrja að búa í dag yrði þvottavél fyrsta tækið sem ég fengi mér," segir Veiga og kímir. „Mér leiddust ekki störfin, en það var erfitt að þvo þvotta á bretti. Fyrst var þvotturinn lagður í bleyti í sódavatni, þá þveginn á bretti með Sólskins- sápu." Veiga neitar því ekki að erfitt hafi stundum 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.