19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 9
að þær séu álitnar „ýktar" sem konur því fólk telur að margar þeirra hafi verið fengnar til landsins til að sinna hinum hefðbundnustu kvenhlutverkum og til kyniífsbrúks. Þær eru ekki álitnar „venjulegar" íslenskar konur. ( upphafi vorum við í vandræðum með hvernig við ættum að nefna þessa erfiðleika kvennanna sem stafa af því að þeim er hafn- að sem venjulegum konum og meinaður að- gangur að hinum viðurkennda kvenleika. Við smíðuðum hugtakið „ó-konur" til að nefna hina óvenjulegu stöðu þessara kvenna í samfélagi okkar." Líffræðilegar og félagslegar konur Rannveig bendir á að eitt af þvi sem rann- sóknin hafi varpað nýju Ijósi á séu tengslin milli hins líffræðilega og félagslega/menn- ingalega kyns. „Allar konurnar eru líffræði- lega konur. Um það er ekki ágreiningur. En það eru fleiri þættir en hinir líffræðilegu sem skapa og móta kynferði og kvenleika. Rann- sóknin hjálpar okkur að skilja hvernig við sköpum kynferði - í þessu tilviki kvenleika - en það á líka við um karlmannleika. Við tök- um öll þátt í þessari félagslegu og menning- arlegu sköpun og sá félagslega viðurkenndi kvenleiki sem við höfum mótað útskúfar kon- unum í minnihlutahópunum þremur eða ger- ir þeim erfitt fyrir með aðgang að hefð- bundnum hlutverkum kvenna. Með því að skoða hvaða konum er ýtt út á jaðarinn kemur í Ijós hverjar fá aðgang að hinum viðurkennda kvenleika á miðju samfé- lagsins. Með því að skoða jaðarinn verðum við því talsvert vísari um miðjuna. Hin félags- lega viðurkennda kona á (slandi er ófötluð, hvít og gagnkynhneigð, svo mikið treystum við okkur til að fullyrða á þessu stigi rann- sóknarinnar," segir Rannveig. Konurnar leggja línurnar Áherslurnar I rannsókninni hafa mótast í sam- vinnu við konurnar sem hafa tekið þátt í henni. Rannveig segir að áhersla á fjölskyldu- líf hafi orðið meiri en ætlað var í upphafi. „Þegar rannsóknin var komin af stað kom í Ijós að það sem brann mjög á mörgum kvennanna var hversu erfitt þær eiga með að fá sama rétt og aðrar konur til eignast börn og lifa fjölskyldulífi. Lesbíur og þroskaheftar konur eiga í mestum erfiðleikum með að fá aðgang að móðurhlutverkinu. Lesbíurnar leggja mikla áherslu á að fá sömu réttindi til barneigna og gagnkynhneigðar konur og að fjölskyldulíf, sem ekki fellur undir hinar hefð- bundnu skilgreiningar, verði viðurkennt sem jafnrétthátt. En allir hóparnir verða varir við tilhneigingu samfélagsins til að virða ekki fjölskyldulíf þeirra og að fólk vantreysti þeim til að ala upp börn. Fólk virðist til dæmis vantreysta asísku konunum til að ala upp „sanna" (slendinga og hefur áhyggjur af því að börnunum þeirra farnist ekki nógu vel vegna þess að þær séu ekki vel að sér í ís- lenskri menningu, tungu, siðum og matar- gerð." Vandamáiið er ekki fötlunin, kynhneigðin eða kyn- þátturinn heldur viðbrögð samfélagsins við þeim sem skilgreindir eru öðruvísi. í hverju felst útskúfun jaðarhópa? Rannsóknarhópurinn hefur áhuga á að skilja betur þau ferli útskúfunar sem ýta ákveðnum hópum samfélagsins út á jaðarinn. „Hvernig gerum við þetta? Hvernig jöðrum við fólk?," spyr Rannveig. „Fyrri rannsóknir hafa fyrst og fremst beinst að hinni formlegu útskúfun minnihlutahópa frá stofnunum samfélagsins og beint athyglinni að misrétti sem felst I ójöfnum tækifærum og mismunandi að- gengi að ýmsum samfélagslegum stofnun- um og gæðum svo sem á sviði menntunar, efnahags og atvinnu. Okkar rannsókn hefur kennt okkur að útskúfun og mismunun er ekki bara stofnanabundin heldur er hún líka á hinu persónulega sviði. Útskúfun kvenn- anna í rannsókn okkar einkennist að miklu leyti af útilokun frá þeim imyndum og hlut- verkum sem venjulegt og velmetið fólk telur sig eiga sjálfkrafa rétt á, t.d. móðurhlutverk- inu og hreinlega því að vera álitin fullgild kona. Jaðartilvera kvennanna einkennist því af útilokun frá lykilhlutverkum á persónulega sviðinu. Þetta er mun ósýnilegri og erfiðari mismunun enda er miklu erfiðara að berjast gegn henni en áþreifanlegri útilokun frá kvennanna er nýkomið hingað til lands og vill ekki móðga heimafólk. Lesbíurnar voru lengi vel ósýnilegar I ís- lensku samfélagi en eljusemi Samtakanna 78 við að kynna aðstæður samkynhneigðra hefur breytt miklu. Það skiptir líka máli að lesbíur hafa átt mjög sterka leiðtoga og góð- ar talskonur sem hefur gengið vel að koma baráttumálum þeirra á framfæri síðustu ár. Barátta Samtakanna hefur leitt til aukinnar þekkingar á aðstæðum samkynhneigðra og bættrar réttarstöðu þeirra og sýnir hversu miklu baráttusamtök minnihlutahópa geta áorkað. Þótt ástandið hafi lagast eru enn for- dómar gagnvart samkynhneigðum hér á landi. Með því að lifa opinberlega sem lesb- íur eiga konurnar á hættu að verða fyrir út- skúfun, fyrirlitningu og árásum. Ekki er endi- lega víst að þær verði fyrir þessari neikvæðu reynslu. Óttinn er hins vegar alltaf fyrir hendi því grunnt er á fordómum hjá mörgum." Hvernig samfélag viljum við skapa? I lokin segist Rannveig vilja benda á að jað- artilvera væri flókin. „Enginn er alltaf eða í öllum skilningi á jaðrinum og margar þeirra kvenna sem taka þátt í rannsókninni eiga sér Útskúfun kvennanna í rannsókn okkar einkennist að miklu leyti af útilokun frá þeim ímyndum og hlut- verkum sem venjulegt og velmetið fólk telur sig eiga sjálfkrafa rétt á, t.d. móðurhlutverkinu og hreinlega því að vera álitin fullgild kona. stofnunum samfélagsins. Hins vegar er út- skúfun frá persónulegum hlutverkum sárari og djúpstæðari." Barátta minnihlutahópa Rannveig segist vonast til að rannsóknin veki athygli á aðstæðum kvenna í minnihlutahóp- um og margbreytileika kvenna á (slandi. „Eins og áður sagði hafa hópar minnihluta- kvenna verið lítt sýnilegir í íslensku þjóðfé- lagi. Að hluta til er ástæðan innbyggð í að- stæður kvennanna. Vegna fötlunar sinnar geta þroskaheftu konurnar átt erfitt með að berjast fyrir réttindum sínum. Sumar þeirra eru þó virkir þátttakendur í Átaki, sem eru til- tölulega ung hagsmunasamtök fatlaðra og þroskaheftra, þar sem þær hafa verið meðal öflugustu leiðtoganna. Svipaða sögu er að segja af asísku konunum, þær eru oft heft- ar vegna málerfiðleika. Annað getur komið til, svo sem kurteisi. Asíubúar er almennt mun kurteisari en (slendingar. Stórt hlutfall staði í tilverunni þar sem þær upplifa sig alls ekki sem jaðarkonur. En of margir þættir í lífi þeirra einkennast af því að samfélagið van- metur þær, hefur fordóma gagnvart þeim og mismunar þeim. Þær eiga því erfitt með að fá viðurkenningu sem fullgildir aðilar að ís- lensku samfélagi. Þetta þarf að breytast og við vonum að rannsóknin verði liður í því. Með vaxandi margbreytileika stöndum við frammi fyrir því að ákveða hvernig samfélag við viljum skapa hér á fslandi. Viljum við skapa samfélag þar sem jaðarhópar halda áfram að vera ósýnilegir, valdalausir og búa við mismunun? Eða viljum við skapa samfé- lag þar sem reynt er að skapa andrúmsloft sem fagnar margbreytileikanum og býður alla velkomna burtséð frá kyni, kynþætti, kynhneigð eða fötlun? Lykillinn að friðsam- legri sambúð ólikra hópa felst í gagnkvæmri virðingu og tillitssemi. Það er mikilvægt að við horfumst í augu við þann mannlega margbreytileika sem hér er og lærum að lifa með sjálfum okkur eins og við erum." 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.