19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 27

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 27
verið að láta enda ná saman. „Ég notaði aldrei flot út á fisk, ég bjó til sápu úr allri tólg. Ég notaði hrossafitu út á fisk af því hún var ekki nothæf í sápu." Veiga snýr prjóninum en hún er að prjóna rauða átta blaða rós í skólepp. „Drengurinn minn sem var þriðji í röðinni drukknaði með Eddu 1953. Hann ætlaði að kaupa handa mér þvottavél. Það komu peningar með kistunni og ég keypti þvottavél. Gunnar sonur minn var slegin í höfuðið á balli og slasaðist svo mikið að hann varð aldrei sam- ur. Hann var vistaður á Kleppi af því hann fékk æðisköst." Hvenær fluttir þú til Reykjavíkur? „Það var árið 1966 og pabbi flutti líka. Þeg- ar hann dó og börnin voru farin fór ég að vinna í heimilishjálp og vann ég við það í nokkur ár. Þá borgaði ég í fyrsta sinn í lífeyr- issjóð og nú fæ ég úr þeim sjóði." Veiga hlær þegar spurt er hvort aldrei hafi gefist tími til dægrastyttingar. „Ég hafði gaman af að fara í bíó meðan ég var fyrir sunnan. Fyrir austan var sá háttur á að ann- an veturinn var sett upp leikrit og hitt árið var grímuball. Ég saumaði á drengina bún- inga, en mér þótti það leiðinlegt af því mér fannst ég ekkert kunna að sníða búninga. Maðurinn minn hafði gaman af grímuböllun- um, en ekki ég. Við fórum líka oft í berjamó, en mér þótti aldrei skemmtilegt að tína ber." Hafðir þú tíma til að sinna sjálfri þér, vin- um eða áhugamálum? „Ég átti eina vinkonu sem ég kynntist þegar ég var sjö ára. Hún er dáin núna. Ég hef alltaf tekið fólki eins og það er. Ef ég væri ung í dag myndi ég vilja fara á kvennaskóla." Allir óánægðir „Nú vinna allir úti, en það er ekki gott fyrir börnin að vera ein heima. Ég veit ekki hvað er til ráða. Nú hafa allir allt til alls en eru ekki hamingjusamir. Svo smakka hjónin bæði vín og lögreglan getur ekki komið heim með börnin af því bæði eru á fylliríi." Finnst þér að konan ætti að vera heima og vinna heimilisstörfin? „Mér finnst eðlilegt að hjónin vinni heimilis- störfin saman. Heima hjá mér unnu synir mínir og maðurinn minn öll verk ef þannig stóð á." Veiga verður hugsi á svip. „Allir hafa allt til alls en eru samt óánægðir. Ég held að fólk sé þreytt á velmegun. Unga fólk- ið hefur það svo gott. Það er erfitt að koma unga fólkinu í skilning um að það hefur ekki alltaf verið svona. Mér finnst ósköp að hugsa um það hvernig heimurinn er, alltaf verið að drepa fólk." Aldrei jafn mikið fyrir sjálfa mig „Þegar ég var ung var gamla fólkið inni á heimilunum. Gamlar konur sátu undir börn- um. Þær voru síprjónandi og gátu prjónað í myrkrinu og þótt þær væru orðnar blindar. Gamlir menn tóku í nefið og struku á sér hnén svo að buxurnar gatslitnuðu. Þeirtvinn- uðu og þæfðu voðir og fóru á milli bæja og þæfðu fyrir fólk. Núna fæ ég rúmar sjö þúsundir á mánuði úr lífeyrissjóði og hef aldrei haft svona mikla peninga fyrir sjálfa mig á ævinni," segir Veiga hróðug. „Svo fæ ég líka vasapeninga. Ég hef það gott og er búin að læra svo margt. Mér finnst vel gert við aldraða. Ég fór áður með fólkinu hérna í margar ferðir en er hætt því núna. Ég hef lært að mála og svo fékk ég litasjónvarp í afmælisgjöf frá barna- börnunum." Þetta voru lokaorð Sigurveigar sem fór í vist til vandalausra tíu ára gömul, vann fyrir fæði og húsnæði og átti aldrei frídag. SÆNGURLÍN - VÖGGUSETT - RÚMTEPI’I - GARDÍNUR - HANDKLÆÐI - BAÐMOTTUR - NÁTTFÖT - NÁTTKJÓLAR OG ALLS KYNS FÍNERÍ FYRIR VANDLÁTAR KONUR 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.