19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 61

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 61
liðið fyrir þetta. Þarfir sem ekki síður skilgreina okkur sem manneskjur. Er líf eftir launavinnuna? Er líf eftir þann tíma sem samfélagið segir að núna og ekki seinna sé rétti tíminn til að setjast í helgan stein, slappa af og njóta lífsins? Eins og við höfum aldrei notið þess áður. Við þurfum á vinnunni að halda til að samfélagið virki en sé verðmæti einstaklinga metið út frá launavinnuframlagi þeirra, í krónum og aurum, þá eru ýmsir annmarkar á slíku mati því vinna í okkar samfélagi er ekki einvörðungu launuð heldur líka af öðrum toga sem er þó ekki síður mikilvægur. Og svo er vinnan líka vettvangur fyrir félagsleg tengsl. Hvað verður um þau tengsl þegar vinnunni sleppir? Verður innihald félagslegra tengsla eftir að eftirlaunaaldri er náð mælt í fjölda þeirra sem þú fylgir til grafar? Og vissulega gerist það oftar með árunum. Slíkt er í samræmi við gang lífsins. Einu sinni, þegar ég bjó í Bandaríkjunum, rakst ég á auglýsingu frá fyrirtæki sem einstaklingar, sem allir voru komnir á eftirlaun, ráku. „Við framkvæmum hlutina betur því við höfum tíma." Lífið er ævintýri Ævintýrin fjalla oft á ýktan hátt um veruleikann eins og við skiljum hann. En oft er lífið sjálft ótrúlegra en ævintýrið. Þyrnirós þurfti á prinsinum að halda til að losna úr álögum. Prinsinn þurfti á Þyrnirósu að halda því hún var konan sem hann hafði leitað að og fundið. Lífið er ævintýri sem við verðum vonandi aldrei of gömul til að njóta. Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu. Þau áttu einn draum: Að afla börnum sínum menntunar og betri lífskjara en þau höfðu notið. Með mikilli vinnu tókst þetta. Þegar þau síðan voru komin á elliheimili og sátu í ruggustólunum sínum eitt kvöldið og horfðu á sólsetrið, þá sagði karlinn við kerlinguna: „Mér finnst ég aldrei hafa séð svona fallegt sólsetur." „Nei", sagði kerling „þú varst alltaf að vinna." „Sást þú sólsetrið?" spurði karlinn þá. „Já", svaraði kerling „ég horfði alltaf á það með börnunum á meðan ég sagði þeim sögur og sagði þeim frá draumnum okkar." „Já, draumurinn rættist," sagði karlinn, „Guði sé lof fyrir það." Og nýr morgunn fæddist og þau lifði hamingjusöm upp frá því. I aldarspegli Barnsmóður biskupsbróður drekkt Stúlku frá Þórisdal í Lóni, Helgu Magnús- dóttur, var drekkt á alþingi á dögunum fyrir þær sakir, að hún hafi alið barn í dul. Ekki var þess getið í dómsskjölum, hver átt hefði þetta barn með henni, þótt nafn barnsföðurins sé raunar á allra vörum. Það er nefnilega Þórður Þorkelsson Vídalín í Þórisdal, fyrrverandi rektor í Skálholti, bróðir Jóns Skálholtsbiskups, og munu valdsmennirnir hafa kveinkað sér við að nefna nafn hans, eins og á stóð, vegna þess skyldleika og annarrar frændsemi við fremstu menn. Júlí 1709, Öldin átjánda 1701-1760. Lyndiseinkunnir og venjur íslendinga Úr íslandsbók Andersons borg- meistara Matargerð þeirra er viðbjóðsleg, því að þeir bragða ekki annað en það, sem úldið er og skemmt. Brennivín er kjördrykkur þeirra, bæði karla og kvenna, og oft fara prestarnir drukknir í stólinn, og stundum er allur söfnuðurinn svo fullur, að messu- fall verður. Hjátrú er mikil, og margir eru svo léttúðugir í svardögum, að þá gildir einu, þótt þeir sverji ranga eiða gegn nánustu ættingjum. Saurlífi er magnað, deilur miklar og tíðar, svik og prettir vaða uppi og óhófsemi einkennir þetta fólk. 1747 Öldin átjánda 1701-1760. Drykkjusiðir íslendinga Það hef ég oft séð sjálfur, að kvenfólk sem kemur í kaupstað, vill ekki brennivín, þótt kaupmaðurinn bjóði því það, en biður þess í stað um messuvín og þó að maður gefi barni sínu, sem svo vill til, að farið hefur með honum í kaupstaðinn, ofurlítið af brennivíni, sem eftir er í pelanum, er hann hefur sjálfur fengið, þá er það af því, að hann vill, að barnið fái líka eitthvað gott að bragða. Og brennivín er hinn mætasti drykkur, sem hann þekkir, næst frönsku víni. Börn bragða mjög sjaldan brennivín að því undanskildu, er þau koma stöku sinnum í kaupstað með foreldrum sínum. 1751 Níels Horrebow Öldin átjánda 1701- 1760. Lærð nærkona í Reykjavík Dönsk nærkona, fyrsta lærða yfirsetukona, sem nokkurn tíma hefur verið hér á landi, - er komin að starfi í Reykjavík og hefur þeg- ar tekið á móti fyrsta barninu. Þessi yfir- setukona er dönsk, heitir Margrét ICatrín og er gift íslenzkum manni, Benedikt Magnússyni frá Bassastöðum í Steingríms- firði, sem numið hefur járnsmíði í Kaup- mannahöfn. Laun nærkonunnar verða sextán dalir á ári. Nærkonan lauk prófi í fræðum sínum í ár, og að því búnu sigldu þau til íslands. Það var hinn nýi landlækn- ir, Bjarni Pálsson, sem kom þessu til leið- ar. Október 1761 Öldin átjánda 1761-1800. Látra-Björg dáin á vergangi Nafnkunn kona, Björg Einarsdóttir, and- aðist á vergangi í Svarfaðardal í gær, ná- lega 77 ára gömul. Láta-Björg var skáld- mælt vel, og er það margra trú, að hún væri ákvæðaskáld. Faðir hennar var prest- ur í Stærra-Árskógi, en sjálf fór hún um öll sín efri ár og átti hvergi samastað, nema hvað hún var tíma og tíma á milli ferða í sjálfsmennsku á Látrum á Látraströnd. Hún var kvenna ferlegust ásýndum, afar hálslöng, hávaxin og sérlega há til hnés- ins. Hún var forn í skapi, stygglynd og einræn, atferli hennar harla ókvenlegt, og skraut allt og sundurgerð hataði hún. Á ferðum sínum bjóst hún sauðsvartri hempu og hafði mórauða hettu á höfði. 27. september 1784 Öldin átjánda 1761-1800. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.