19. júní


19. júní - 19.06.1998, Síða 65

19. júní - 19.06.1998, Síða 65
anna, vandasamt. Ég held henni hafi fundist ég koma of fljótt inn í myndina. Kannski hafði hún reiknað með að flytja sjálf inn á heimilið og hjálpa til með dótturbörn sín en svo var ég allt í einu komin til sögunnar. Ekki að hún hefði neitt á móti mér persónulega heldur var eins og samdráttur okkar neyddi hana til að viðurkenna þá staðreynd að maðurinn vildi nýjan maka. Ég lagði mig fram um að fullvissa hana um að ég ætlaði aldrei að taka börnin frá henni eða á nokkurn hátt skaða þeirra samband og hún væri alltaf velkomin á heim- ili okkar." Togstreita í byrjun Hefur fyrri reynsla þín úr stjúpfjölskyldu auð- veldað þér lífið? „( minningunni er æska min ágæt og ég hafði ekki neinar áhyggjur af því að mitt hjónaband myndi sigla í strand," svarar Elsa og brosir en heldur svo áfram: „I byrjun var dálítil togstreita milli minna barna og barna mannsins míns og þá þurftum við að einbeita okkur að því að ráða fram úr hverjum degi. Ég held það hafi markað tíma- mót í samskiptum okkar að við leituðum að- stoðar hjá fjölskylduráðgjafa kirkjunnar. Við höfðum gengið í gegnum erfitt tímabil sem kom niður á börnunum. Hjá ráðgjafanum fengum við þá staðreynd staðfesta að það getur enginn komið í staðinn fyrir móður eða föður og við ættum að gefa börnunum okkar tíma hvortfyrir sig og við ættum að vera frjáls að því að sýna þeim blíðu. Atlot barna okkar gefa okkur mikið og við verðum færari um að gefa af okkur þegar við erum hamingjusöm og sátt." Hjálp að handan Talið berst að trúmálum og Elsa svarar því ját- andi að hún trúi á framhaldslíf. „Á ákveðnu tímabili átti ein stjúpdóttir mín ákaflega erfitt. Ég var ráðalaus og fyrir tilviljun fór ég með hana til miðils. Mér til undrunar talaði miðill- inn til hennar á þann hátt að það gat verið móðir hennar. Röddin sefaði hana og í lokin sagði röddin að ég hefði verið valin til að verða stjúpmóðir þeirra systkinanna. Vissu- lega kom þetta miklu róti á mig. Kannski eru hinir látnu nær okkur en við vitum. Ég er ekki ósátt við þá tilhugsun því móðir barnanna var góð kona og móðir og öllum mikill harmdauði. Þessi upplifun hjálpaði bæði mér og stjúpdóttur minni gegnum ákveðna erfið- leika." Talar þú um móður barnanna við þau? „Já. Mér finnst gott þegar tilefni gefst til þess. Krakkarnir nefna hana sjaldan núorðið en töl- uðu meira um hana meðan þau voru yngri og ég átti trúnaðarstundir með þeim. Ég reyndi í þeim samtölum að leiða þeim fyrir sjónir að lífið heldur áfram og við verðum öll að takast á við daginn í dag, getum ekki fært tímann til baka þótt við fegin vildum. I upphafi sam- búðarinnar voru jólin erfiðust," segir hún svo. „Þegar tekið var upp allt jóladótið sem minnti á móðurina sem var horfin. Ég vildi leyfa börnunum að njóta þess sem þau vildu og nokkur jól vorum við með tvö jólatré, sitt á hvorri hæð í húsinu. Mér finnst eðlilegt og mjög æskilegt að þau haldi í allt sem minnir þau á mömmu sína." Elsa hikar við að svara spurningunni um það hvort einhver mál séu erfiðari en önnur. „Þegar ég hugsa um það finnst mér oft að þegar krakkarnir geta ekki höndlað eitthvað tilfinningalega verði gjarnan togstreita um hluti sem hægt er að meta til fjár." Gætirðu gefið ráð? „Ég veit það nú ekki. Ég hef lært að vinna úr málum hverju sinni, slaka á og veita skoðunum allra svigrúm." ið áður en kona hans dó og hélt heimili með börnunum eftir lát hennar og gerði það vel. Svo vel", bætir hún við og brosir, „að ég er stundum minnt á þá góðu tíma og saman- burðurinn er mér ekki í hag. Þá hafi verið eld- að það sem hver og einn vildi borða." Taugarnar slitni ekki Hefur þú hugsað um réttindi þín ef til skiln- aðar ykkar hjónanna kæmi? Ég hef hugsað út í það. En ég á fósturdóttur sem mér finnst vera sem mín dóttir. Hún á foreldra sem hún Ég vildi leyfa börnunum að njóta þess sem þau vildu og nokkur jól vorurm við með tvö jólatré, sitt á hvorri hæð í húsinu. Mér finnst eðlilegt og mjög æskilegt að þau haldi í allt sem minnir þau á mömmu sína." Hvað áttu við? „Sennilega er ég mótuð af uppeldi mínu. Þegar ég lít til baka þá urðu börn að hlýða og áttu að þakka fyrir um- hyggju og framfærslu foreldra. ( dag eru for- eldrar almennt útivinnandi og allir eru að leita leiða til að létta sér lífið og tilbúnir skyndiréttir eru hluti af því. Ég vil hafa reglur í sambandi við heimilishald og ég vil ákveða hvað á að vera í matinn. Matvendni líð ég illa því ég er að bjóða krökkunum upp á það sem ég tel þeim fyrir bestu, eitthvað sem er hollt og gott." Elsa segist ekki þekkja margar stjúpur og finnst þær ekki eiga annað sameiginlegt en erfiðleika sem tengjast nýjum samböndum. Svo hlær hún og bætir við: „Einhvern tíma veit alveg um. Sú staðreynd hefur aldrei varpað skugga á okkar samband og ég treysti því að þær taugar sem á milli okkar eru muni ekki rofna, það sama á við um stjúpbörn mín." Að vera stjúpmóðir er því hvorki létt né ein- falt. „Meðan maðurtrúir því að málstaðurinn sé góður og maður breyti rétt þá tekur mað- urframförum og nær árangri. Ef maður íhug- ar stöðuna reglulega og veltir fyrir sér hvað betur má fara þá er maður á réttri leið." Hvernig finnst þér að þér hafi tekist til í hlutverkinu? „Ætli væri ekki nær að spyrja börnin Sjálf er ég þakklát fyrir hvað allt hefur blessast. Sú yngsta er komin yfir fermingu. „Þegar ég hugsa um það finnst mér oft að þegar krakkarn- ir geta ekki höndlað eitthvað tilfinningalega verði gjarnan togstreita um hluti sem hægt er að meta til fjár." man ég eftir að hafa heyrt að banna ætti þetta mynstur, að setja saman tvö ólík fjöl- skyldubrot. Þar með væri náttúrlega engin stjúpa til. Fyrst og fremst eru það hjónin sem þurfa að sameinast og leita stuðnings hvort hjá öðru." Spurningunni um getu karla til að annast börnin svarar Elsa: „Karlar eru almennt skemur einir en konur eftir skilnað eða maka- missi. Þeir eru alveg jafnfærir og mæður að sjá um börnin. Maðurinn minn sá um heimil- Allt er miklu léttara í dag en það var í byrjun. Við erum heppin með börnin. Heimilið hefur verið þeirra fasti punktur. Ég held að staðan sé eins góð og hún getur verið." 65

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.