19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 38
Er kynjakvóti vænleg leið til þess að auka hlut kvenna í stjórnmálum? Kynjakvóti hefur oft verið nefndur og stundum reyndur sem leið til að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Arna Schram kannaði viðhorf ungs fólks í stjórnmálum til þess háttar aðgerða. Flestir eru sammála því markmiði núorðið að auka beri hlut kvenna í lýðræðislega kjörnum samkundum. Lýðræðið hreinlega krefjist þess að samkundan endurspegli hlutfall kynjanna í þjóðfélaginu. Út á það gangi jafnréttisbaráttan að jafna stöðu kynjanna, ekki bara til handa konum heldur líka körlum. Leiðirnarað þessum markmiðum hafa hins vegarverið umdeildar. Margir eru á því að fara verði í opinberar aðgerðir til þess að jafna hlut kynjanna en aðrir telja rétt að fara hægar í sakirnar og minna til dæmis á að það sem þurfi til sé viðhorfsbreyting til hlutverka- skiptingar kynjanna. ( umræðu um þessi mál hafa ýmsar leiðir ver- ið nefndar til þess að jafna stöðu kynjanna og er ein þeirra sú að- ferð að koma á svokölluðum kynjakvóta, þ.e. að ákveðið verði fyr- irfram að hlufall hvors kynsins skuli ekki verða undir ákveðnu marki. Til dæmis að í fjögurra manna ráði verði að vera tvær kon- ur og tveir karlar eða að á þrjátíu manna framboðslista verði að vera kona í öðru hverju sæti. Síðarnefnda leiðin hefur verið reynd í mörgum stjórnmálaflokkum annars staðar á Norðurlöndum. Jafn- aðarmenn í Svíþjóð tóku til dæmis upp kvótakerfi fyrir kosningarn- ar 1994 og varð það til þess að mikill fjöldi kvenna var kjörinn á þing og í héraðs- og sveitarstjórnir, auk þess sem konurnar yngdu upp framboðslista Jafnaðarmanna (Gegnum glerþakið, 1999). Á Islandi hefur á hinn bóginn lítið farið fyrir slíkum aðgerðum. En hvaða skoðanir skyldi ungt fólk í stjórnmálum hér á landi hafa á kynjakvóta? Fjórir einstaklingar voru inntir álits á þessu máli, þau Ásdís Halla Bragadóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna, Einar Skúlason, varaformaður Sambands ungra framsókn- armanna, Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýkjörinn alþingismaður fyrir Samfylkinguna á Reykjanesi. Kynjakvóti nauðsynlegur „Ég tel kynjakvóta nauðsynlegan, því miður, en best væri að allir væru meðvitaðir um nauðsyn þess að jafna stöðu kynjanna," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir og bendir á að kynjakvótar hafi aldrei verið notaðir á íslandi í neinum mæli, nema hvað einhverjir gömlu flokkanna hafi notað þá við val á mönnum í ráð eða nefndir innan sinna vébanda. „En ég tel víst að framgang kvenna, eða aukið hlutfall kvenna á framboðslistum stjórnmálaflokka, megi beinlínis rekja til uppgangs Kvennalistans hér á árum áður af því að það þurfti slíka ögrun, það þurfti slíkan þrýsting til þess að koma þessum málum á hreyfingu á Islandi." Þórunn tekur fram að fyrir 20 til 30 árum hafi meðvituð ákvörðun verið tekin um að hafa kynjakvóta í mörgum stjórnmálaflokkum í Skandinavíu til þess að jafna stöðu kynjanna. „Þetta hef- ur aldrei verið gert á fslandi og þess vegna held ég að við séum til dæmis mörgum árum, ef ekki áratugum, á eftir frændþjóðum okkar í þessum málum og séum núna loks- ins árið 1999 að ná hlutfalli kvenna upp yfir þriðjung á þingi, en þó ekki meir. Ég held að það sé tómt mál að tala um virkt lýðræði nema að hlutfall kvenna og karla í stjórn- málum sé sem jafnast." Aðspurð segist hún vera hugsi yfir því hvort að kynja- kvóti myndi virka á fslandi í dag eins og hann gerði á hin- um Norðurlöndunum fyrir tuttugu árum eða svo. „Að- stæður hafa sem betur fer breyst til batnaðar þótt enn eigi íslenskar konur nokkuð í land sem best sést á hlutfalli kvenna í ríkisstjórninni." Þórunn leggur hins vegar áherslu á að fólk verði að vera mjög meðvitað um að skipting milli kynja sé jöfn. „Og að sjálfsögðu á það bara að vera þannig að það þurfi ekki að niðurnjörfa slíkt. Þetta á bara að vera sjálfsagt mál, það er ekki enn þá orðið þannig, en ég held hins vegar að þróunin sé öll í áttina." 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.