19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 35

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 35
Ásta var uppreisnargjörn og sóttist eftir félagsskap róttækra. Hún vildi berjast fyrir jafnrétti og þoldi ekki hugmyndir um kven- legar dyggðir og þær kröfur sem gerðar voru til kvenna um lítillæti og tepruskap. Hún byrjaði ung að drekka og reykja og storkaði með því viðteknu siðgæði. Árið 1957 tóku þau Ásta og Þorsteinn frá Hamri saman og hófu sambúð í Kópavogi. Næstu sjö árin, frá 1958 til 1964, eignuðust þau fimm börn, þrjá drengi og tvær stúlkur, en fyrir átti Ásta einn son. Þrjátíu og fjögurra ára gömul hafði Ásta því eignast sex börn. Tíðar barneignir drógu úr henni máttinn; baslið og áhyggjurnar voru miklar og það var lítill tími aflögu til skrifta. Ásta flúði veruleikann með hjálp áfengis og byrjaði aftur að drekka ótæpilega eftir stutt hlé frá drykkjunni. Þegar drykkja Ástu, þunglyndi og skapofsi voru orðin yfirþyrm- andi flutti Þorsteinn að heiman. Ástandið hélt áfram að versna og barnaverndarnefnd tók börnin af Ástu og svipti hana forræði yf- ir þeim. Árið 1967 giftist Ásta Baldri Guðmunds- syni. Hún hélt áfram að drekka og missti að lokum algjörlega tökin á lífi sínu. Ásta Sig- urðardóttir dó langt um aldur fram 21. des- ember árið 1971, aðeins fjörtíu og eins árs gömul. Á vissan hátt endurspegla sögurnar líf rit- höfundarins Ástu Sigurðardóttur. Upp- spretta skrifanna var oftar en ekki hennar eigin lífsreynsla. Ásta var frábær listamaður bæði á sviði myndlistar og bókmennta en leið fyrir að lifa á þeim tímum þegar lítill skilningur var á kjörum kvenna. Hún tapaði baráttunni og fórst, en verk hennar lifa og bregða upp sterkri mynd af erfiðleikum og baráttu íslenskra kvenna fyrir jafnrétti og við- urkenningu. Innri togstreita ( bókinni Sögur og Ijóð, sem kom út árið 1985, er safnað saman flestum af sögum Ástu, m.a. smásagnasafni hennar Sunnu- dagskvöldi til mánudagsmorguns (1961), auk þess sem þar er að finna mörg af Ijóðum hennar. Sögur Ástu og hún sjálf vöktu sterk viðbrögð sem skiptust í tvö andstæð sjónar- mið; hneyksli og lof. Ásta var áberandi í bæj- arlífinu; hún drakk mikið og var gagnrýnd fyrir framferði sitt. Fólk hneykslaðist á líferni hennar sem álitið var mjög ókvenlegt. Sögur Ástu Sigurðardóttur fjalla einkum um konur sem eru utangátta. Þær eru á jaðri samfélagsins og eiga ekki samleið með öðru fólki. Sögupersónurnar skera sig úr fjöldan- um og þeim er mikið í mun að samfélagið taki þær í sátt. Konurnar eiga í innri baráttu vegna togstreitu, annars vegar á milli eigin langana og hins vegar krafna samfélagsins. Konurnar skilgreina sig út frá öðru fólki og leita að sjálfsmynd í tengslum við aðra. Þær upplifa sig dæmdar af samfélaginu, þær eru viðfang sem samfélagið gefur sjálfsmynd. Fyrsta saga Ástu, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, birtist fyrst í tímaritinu Lífi og List árið 1951. Sagan vakti mikla at- hygli og hneykslan sumra, m.a. fyrir ótrúlega berorða lýsingu á svallnótt og nauðgun í Reykjavík. Sagan fjallar um sögupersónuna Ástu. [ byrj- un sögunnar er hún drukkin í samkvæmi og vegna framkomu sinnar á að kasta henni út. Eftir að hafa yfirgefið samkvæmið ráfar Ásta um göturnar drukkin og sjúskuð. Hún leggst niður og lokar augunum. Það kemur að henni góðlegur maður sem tekur hana með sér heim; þar nauðgar hann henni. Ásta flýr út og sefur í bíl um nóttina; um morguninn mætir hún verkamönnum sem gefa henni að borða og drekka og veruleikinn verður bjart- ur og góður. Aðalpersónan, eins og rithöf- undurinn Ásta, er kjörkuð, kjaftfor og svöl, hún vill athafnir og hún vill sjást. Um augnaráðið Luce Irigaray fjallar í riti sínu Speculum de l'autre femme um það hvernig karlar hafa á flestum sviðum skilgreint konur með augna- ráðinu og markað þeim stað með glápi. Kon- ur eru speglun af ímyndun þeirra, eftirlíking af konum í stað þess að vera þær sjálfar, þær eru líkamar án sjálfsvitundar. Ef konur vilja ekki verða úr leik verða þær að sýna sig. Luce Irigaray talar í þessu sambandi um sýndarmennsku kvenna og sviðsetningu þeirra. Þær vilja hafa sig til, vera fallegar og vel útlítandi í samkeppni sinni við aðrar kon- ur um augnaráðið. Augnaráðið speglar þann kvenleika sem segir konum hvernig þær skuli vera og hvað þær skuli vilja. Þetta er aftur á móti í engu samræmi við þeirra eigin þrár sem fá aðeins að njóta sín í felum og leynd, með sektarkennd og kvíða. Konan horfir þannig til tveggja ósættanlegra líkama. Ann- ars vegar á sinn eigin náttúrulega líkama og hins vegar þann sem gengur kaupum og söl- um í þjóðfélaginu og er ekkert annað en eft- iröpun karllegra gilda er þar ráða. Nauðugar viljugar verða þær að ganga inn í sjónmálið ef þær eiga ekki að verða utanveltu og utan samfélagsins. Þetta hefur í för með sér óvirkni kvenna sem eiga allt sitt undir því að vera fallegur hlutur, eftirsóknarverður líkami. Þetta má tengja sjálfsmynd kvenna en þær skoða og sjá sig sjálfar með augum karla og alls samfélagsins. Sjálfsmynd kvenna mótast af því hvernig þær koma öðrum fyrir sjónir. Dómur samfélagsins ( sögunni Sunnudagskvöld til mánudags- morguns er augnaráð samfélagsins og dóm- ur þess áberandi. Augnaráð kvenna dæmir Ástu. Hún les úr augnaráðinu skilgreiningu á sjálfri sér, en einnig les hún dóm karlmanns- ins í augum sömu kvenna. Augnaráðið er dómhart og miskunnarlaust: Ef einhver hefði tekið eftir hvernig þær horfðu á mig, rétt áður en ég fór, hvernig þær litu hver á aðra, þegar þær gengu fram hjá mér, hefði hann ályktað: -Þarna er sú seka, -skækjan. Sýnin og augnaráðið er margfalt í tilvitn- aðri málsgrein og undirstrikar ofuráherslu persónunnar á augnaráðið og mikilvægi þess. Þetta margfalda augnaráð sýnir hversu áhrifaríkt og máttugt augnaráð er meðal fólks í dómum þess hvers á öðru. Augnaráð- ið er allsráðandi. Ásta sér sjálfa sig með aug- um annarra. Hún ímyndar sér öll augnaráðin; karlmann sem horfir á konur sem horfa á hana. [ augnaráðinu finnur hún sjálfsmynd sína; það segir henni hver hún er: Ég sem var morðingi, þjófur, skækja. Andspænis mér stóð fjöldi dóm ara. Þeir voru alvarlegir, strangir og ótrúlega vitrir. Ég stóð berskjölduð fyrir augnaráði þeirra, sem lýsti í gegnum mig. Öll mín afbrot voru þeim skráð á sál mína eins og opna bók. Dómararnir eru fulltrúar samfélagsins. Þeir dæma með augnaráðinu sem konur skil- greina sig út frá. Konan er berskjölduð, augnaráðið er gegnumlýsandi, skilgreinir og gefur henni að lokum sjálfsmynd. [ sögunni fellur sögupersónan Ásta ekki að hugmyndum karla og samfélagsins um hvernig konur eigi að haga sér. Fólkið hefur dæmt hana og það hvarflar að Ástu að biðj- ast miskunnar. Með því er hún að samþykkja dóma fólksins og um leið að gera sér vonir um að geta verið ein af þeim; eðlileg kona en ekki sú skækja sem hún ef til vill var. ( sög- unni er hvað eftir annað vísað til þess að að- al persónan muni farast vegna þess að hún er öðruvísi en gildi samfélagsins segja til um hvernig konur eigi að vera: Ég var að byrja að hrapa niður í þetta ægilega myrkur, -maður er langa ævi að hrapa, hrapa, og lengst á botninum er tjara, þar sem litlar mýs byltast og krafsa. Inni í mér var mér sagt að ég hefði átt skilið að sökkva í tjörudíkið og deyja með harmkvælum, ekki síður en litlu mýsnar, sem aldrei höfðu brotið neitt af sér. Tilvitnunin lýsir vel að án samþykkis og viðurkenningar samfélagsins eru konur ekki til. Það er karlmaður sem bjargarÁstu frá því að vera hent út og niður stigann, hann bjarg- ar henni frá því að hrapa "niður í þetta ægi- lega myrkur", þar sem enga sjálfsmynd er að finna. Hvergi óhult Sögupersónan ímyndar sér augnaráðið alls staðar, húsin og götuljósin lifna við til þess að geta horft á Ástu og til þess að hún geti hald- ið í skilgreiningu samfélagsins á sjálfri sér og þar með eigin sjálfsmynd. Ásta er ein og yf- irgefin á ráfi um göturnar, henni finnst sér hafa verið kastað út í ystu myrkur þar sem enga sjálfsmynd er að finna. Hún rígheldur í augnaráðið með því að persónugera bæði hús og götuljós: Göturnar voru auðar og undarlega þög- lar. Húsin höfðu lokað augunum og voru í fastasvefni. Götuljósin stóðu ein- mana vörð í myrkrinu, án þess að depla auga. Síðar segir hún: „Ég settist flötum beinum á götuna, gaf upp alla vörn og lokaði augun- um svo að ég sæi ekki það sem skelfdi mig." Ásta losnar ekki frá þeim augum sem hræða hana, götuljósin eru á verði þegar aðrir dóm- arar samfélagsins sofa. Eina leiðin til að sjá ekki það sem hræðir hana er að loka augun- um en með þeim sér hún sjálfa sig með aug- um annarra. Konurnar í sögum Ástu bæði hræðast og þrá augnaráðið vegna þess að án augnaráðs- ins væru þær ekki til. Karlmenn notfæra sér aðstöðuna. Þeir vita hve máttugt og mikil- vægt augnaráðið er konum. Karlmenn glápa á konur, dæma og jafnvel afklæða þær: 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.