19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 33

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 33
Bragi: Hefðirðu frekar viljað vera læknir? Jóhann: Nei, ég myndi velja það sama aftur. Bragi: Ef þú yrðir veikur og yrðir að leggj- ast á sjúkrahús, hvort myndirðu frekar vilja að karlkyns eða kvenkyns hjúkrunar- fræðingur hjúkraði þér? Jóhann: Alveg sama. Bragi: Hefur menntun þín og starf sem hjúkrunarfræðingur gagnast þér vel í líf- inu? Jóhann: Já, maður þroskast vel með þessu starfi. Mérfinnst ég alltaf vera að læra eitt- hvað nýtt og það er líka mikilvægt að fylgj- ast vel með nýjungum, sem eru örar. Mað- ur dregst fljótt aftur úr ef maður gerir það ekki. Bragi: Hvað myndir þú ráðleggja karl- mönnum sem nú eru að stefna að námi í hjúkrunarfræði? Myndirðu ráðleggja kon- um á sama hátt? Jóhann: Ég myndi ráðleggja báðum kynjum eins. Að hugsa sig vel um, enda er þetta ævistarf. Þetta er oft erfitt starf en maður fær svo mikið til baka frá sjúklingunum. Þetta starf gefur mikla möguleika. Maður getur líka auðveldlega breytt til og maður fær alls stað- ar vinnu. Náms- og húsnæðisstyrkir gætu skipt meginmáli Annadís Greta Rúdólfsdóttir félagssálfræðingur hefur verið að leggja lokahönd á rannsókn þar sem hún skoð- ar áhrif móðurímynda og móðurhlutverksins á sjálfs- mynd, líkamsmynd og fram- tíðarsýn ungra mæðra. Á hvers konar gögnum byggðir þú þessa rannsókn? „Ég lagði áherslu á að reyna að nálgast við- fangsefnið frá fleiri en einu sjónarhorni. Fræðsluefni og handbækur ætlaðar verð- andi mæðrum voru greind og þær hug- myndir um móður og barn sem lágu þar að baki. Til að meta reynslu ungra kvenna af móðurhlutverkinu voru tekin viðtöl við 10 ungar konur meðan á meðgöngu stóð. Af þeim var rætt við 8 aftur eftir að barnið var fætt. Yngsti þátttakandinn var 16 ára en ein stúlkan var nýorðin tvítug þegar fyrri við- tölin fóru fram. Auk einstaklingsviðtalanna voru svo tekin hópviðtöl við mæður sem átt höfðu börn ungar, og mæður ungra mæðra." I Rabbi hjá Rannsóknastofu í kvennafræð- um gagnrýndir þú fræðsluefnið sem beint er að verðandi mæðrum. I hverju fólst sú gagnrýni? „Gagnrýni mín beindist einkum að dýrari lit- prentuðum bæklingum s.s. Barn í vændum sem Heilsuverndarstöðin hefur dreift frá því 1988. Niðurstaðan úr þeirri greiningu var að umfjöllun um móðurhlutverkið væri þverstæðukennd. Annars vegar er lögð áhersla á að konur gangi inn í hlutverk sitt sem uppalendur verðandi þegna samfé- lagsins. Þar bera þær meginábyrgð á að barnið fái nóga ást og hlýju til að þroskast eðlilega. Hins vegar er líkami verðandi og nýbakaðra mæðra sjúkdómsgerður og skil- greindur sem hindrun að skynsamlegri hugsun. f fræðsluefninu var lögð áhersla á hinar miklu tilfinningasveiflur sem verðandi og nýbakaðar mæður finna fyrir og gefið í skyn að þær gætu ekki tekið rökrænar ákvarðanir fyrir sig sjálfar. Það bar einnig nokkuð á því að lesandinn væri barngerður. Ég dró þá ályktun m.a. af því að verið var að veita lesandanum fræðslu um lífstíl sem er hluti af lífi nær allra fullorðinna nútíma- kvenna, s.s. að þrífa sjálfan sig og tyggja matinn áður en honum er kyngt. í nýrri handbókum og ódýrara fræðsluefni mátti greina aðrar hugmyndir og þar m.a. lögð áhersla á ákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Ég ætla að taka það fram að fræðsluefnið sem ég greindi var i dreifingu 1997 og það hafa komið út nýrri og betri bæklingar síðan þá. Eftir að ég gagnrýndi þessa bæklinga á fundi með starfsfólki á Heilsuverndarstöðinni var ákveðið að taka þá úr dreifingu alfarið." En hvaða máli skiptu þessar hugmyndir fyrir reynslu þessara ungu kvenna af móðurhlutverkinu? „í einstaklings- og hópviðtölunum skil- greindu ungu konurnar sig bæði út frá þessum hugmyndum um móðurhlutverkið og í andstöðu við þær. Móðurhlutverkið töldu þær færa þeim eftirsóknarverðan þroska sem skapast af því að bera ábyrgð á og fylgjast með nýjum einstaklingi þroskast. Þær settu sig hins vegar gegn því að líkaminn væri sjúkdóms- og hlutgerður og lögðu áherslu á að ákvörðunarréttur þeirra yfir eigin líkama væri virtur." Hvers konar ímynd höfðu ungu konurnar af sjálfum sér sem mæðrum? „Ungu mæðurnar höfðu jákvæða ímynd af sjálfum sér sem mæðrum. Þeim fannst þær vera góðar mæður og sárnaði þegar verið var að taka framfyrir hendurnar á þeim eða þegar gefið var í skyn að þær réðu ekki við móðurhlutverkið. Það var helst í hópviðtöl- unum þar sem nokkur ár voru um liðin síðan barnið fæddist að kom fram eftirsjá. Nokkr- ar höfðu lokast í þeirra félagslegu stöðu sem þær voru í þegar þær eignuðust barnið og hafði skort stuðning til að ná að fylgja eftir framtíðardraumum sínum. Eins og ein orðaði það þá sá hún ekki eftir að hafa eign- ast barnið en hefði viljað stilla klukkuna þannig að hún hefði átt það seinna." Hvers konar stuðning reiddu ungu konurn- ar sig á? „Fyrir þær sem voru ekki í sambúð skipti stuðningur fjölskyldu, sérstaklega móður miklu máli. í því sambandi var athyglisvert hvernig fjölskyldan notaði stuðninginn til þess að hafa taumhald á ungu konunum. Þær fengu húsnæði endurgjaldslaust háð því að þær héldu áfram í námi, barnanna var gætt á meðan að þær voru að læra eða vinna o.s.frv. Fjárhagslegt bolmagn fjöl- skyldna hafði hér auðvitað áhrifá það hversu mikinn og hvers konar stuðning fjölskyld- unnar gátu veitt." Á hvaða hátt telur þú að best væri að koma til móts við ungar mæður? „Bætt fræðsla og aukið aðgengi að getnað- arvörnum skiptir auðvitað mestu máli til þess að koma í veg fyrir ótímabærar barn- eignir. Til að styðja við bakið á ungum mæðrum held ég hins vegar að það besta sem samfélagið gæti gert væri að hjálpa þeim að komast í þá stöðu að þær gætu staðið á eigin fótum. Náms- og húsnæðis- styrkir gætu hér skipt meginmáli." Hrafnhildur Halldórsdóttir 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.