19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 25
að þær fái ekki að koma fram með einkj- skoðanir sínar eða að þær fótum troði hver aðra. Við verðum að fá að vera einstaklingar, með okkar guðfræðiskoðanir, skoðanir á femínisma og skoðanir á málefnum samtím- ans eins og líftækni, samkynhneigð og hverju öðru. Ég á mjög erfitt með að þola ef ég fæ ekki að vera sjálfstæð i hópi kvenn- anna, þá finnst mér kvennahópurinn kúga mig." Skoðanir kvenna innan íslensku kirkjunnar eru það ólíkar í kvennaguðfræði og femín- isma, að þeim hefur ekki alveg auðnast að halda nógu fast hverri utan um aðra: „Við höfum því miður ekki tekið á þessu, en við erum að reyna það í litlum hópum. Það að vera ekki sammála á alls ekki að vera okk- ur fjötur um fót. En ef ég fæ ekki að vera ég sjálf innan um konur, þá líst mér bara ekki á blikuna!" Helgu hefur persónulega aldrei fundist að karlmenn kúgi hana. Hún hefur alltaf um- gengist stráka og karia og þurft að takast á við þá. Farið í slag við þá, bæði líkam- lega og andlega ef svo ber undir: „Ég hef ekki áhyggjur af karlmönnum í eina mínútu! Ég hef stundum haft meiri áhyggjur af konum. Mér þykir langskemmtilegast í líf- inu að vera með fólki af báðum kynjum, þessarar þjóðar og annarra þjóða. Hvort sem það er í umræðu eða öðru. Mér finnst það svo fjölskrúðugt, skemmtilegt og ögrandi. En að vera með fólki þar sem allir eru eins og allir segja það sama, það verður svo einsleitt, leiðinlegt og lítið skapandi. Ég flosna bara upp úr slíku." Hún leggur áherslu á að sjálfstæði og styrkur hverrar manneskju sé grundvöllur kvenfrelsis: „Ég held að ef konum á að farnast vel í jafn- réttisbaráttu sem og öðru, þá verði þær að huga að sér sjálfum sem manneskjum og einstaklingum. Þær þurfa að æfa sig í að spyrja: Hvað finnst mér? Þær mega ekki byrja alltaf á því að hugsa um leið og þær eru spurðar álits á einhverju: Stelpur, hvað finnst ykkur? Þær verða að þora að hafa eig- in skoðun og halda sínu striki. Öðruvísi verð- ur umræðan ekki til. Herra Karl Sigurbjörnsson hvatti konur sérstaklega til að sækja um auglýst prests- embætti í vor og vísaði í landslög um jafn- an rétt kynjanna. Er þessi hvatning hans meðvituð aðgerð innan kirkjunnar til að taka á jafnréttismálum? „Herra Karl hefur jafnréttishugsjónir í heiðri og lætur það koma fram á öllum stöðum. Honum er annt um það sem biskupi (slands að kirkjan sýni jafna stöðu karla og kvenna, í hvaða lífi kirkjunnar sem það birtist." Annt um kirkjuhefðina Nú heyrast stundum þær gagnrýnisraddir að kirkjan tróni uppi á einhverjum stalli og komi ekki nógu mikið niður til fólksins. Er Heima með börnunum, fsak og Önnu Maríu Toma. kirkjan að gera eitthvað í því að tengjst hinum almenna borgara? „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verð ég að segja að ég skil stundum ekki þessa kröfu um að „koma til fólksins" því mér finnst við alltaf vera að því. Við erum alltaf að tala um Guð og Jesús. Hér í Háteigskirkju er t.d. fjöl- margt í boði og svo hefur verið um langan tíma. En um Háteigskirkju hefur líka stundum verið sagt að hún sé íhaldssöm og kannski er hún það, a.m.k. er okkur mjög annt um að varðveita kirkjuhefðina eða ritúalið. Ég er sjálf af þessum meiði." Ertu þá kannski svartstakkur? „Ég vil helst ekki taka mér þetta orð í munn því mér finnst það svo neikvætt og stuðla að flokkadráttum í kirkjunni sem eru ekki fyrir hendi. Mér er mjög annt um messuna. Kirkj- an veit alveg hver hún er og hún á að varð- veita guðsorð og sakramentin. Hún á að vernda hag þeirra sem eru minnimáttar. Þetta finnst mér vera hlutverk kirkjunnar." í Háteigskirkju er ekki aðeins öldrunar- þjónusta og nýbúaþjónusta heldur hafa þar einnig verið haldin erindi um umdeild mál eins og siðferði í vísindum og læknis- fræði: „Mér finnst þetta afar spennandi viðfangs- efni sem ég tel að kirkjan eigi að skipta sér af. Ég tel að kirkjan eigi endilega að hafa skoðun á því sem er í umræðunni í samtím- anum. Hún á að láta að sér kveða og koma með yfirlýsingar um hvað henni finnst. Kirkj- an á aldrei að vera hrædd við að taka af- stöðu. Ég segi bara: Stattu fast á þínu, góða kirkja, og vertu óhrædd litla hjörð þótt ein- hver segi að þú sért ekki nógu góð. Láttu ekki hæðast að þér eða leggja þig í einelti." Helga vill að í barna- og æskulýðsstarfi fylgist kirkjan vel með því sem er nýtt á döfinni og sé með á nótunum. En það er ekki þar með sagt að kirkjan eigi að hlaupa á eftir öllum röddum sem segja: Ef þú ert ekki eins og við viljum hafa þig, þá ertu ekki nógu góð: „Ég er svo hrædd um að stundum séu prest- ar að rembast eins og rjúpur við staura að vera svo nútímalegir og sniðugir. Auðvitað er það af miklum velvilja gert en þeir geta orð- ið svo þreyttir og útbrenndir eða kulnaðir. Ég er ekkert að boða einhverja steinrunna, svarta steypukirkju, ég vil bara að kirkjan passi upp á ímynd sína og fyrir hvað hún stendur. Sérstaklega í heimi sem er jafn margbreytilegur og hann er í dag. Það er allt svo hverfult og auðvelt að týna sér. Og er þá ekki dálítið flott að eiga veruleika sem er traustur: Kirkju. En ég legg áherslu á að hún verður þó alltaf að vera í nútímanum." Hvernig sérð þú fyrir þér kirkjuna þróast á nýrri öld? „Ég sé hana þannig fyrir mér að hún hafi sterka sjálfsmynd og að hún komi til með að varðveita eiginleika sína vel. Ég vil að hún sé áræðin og taki þátt í umræðu samfélagsins og að fólk spyrji um skoðun kirkjunnar á álita- málum. Að fólk haldi fyrst og fremst áfram að leita til kirkjunnar á ögurstundum í lífi sínu, á stundum gleði og sorgar. Hún á að vera klett- ur í ólgusjó. En á sama tíma verður hún að vera lifandi, djörf og framsækin." Á hlutur kvenna eftir að aukast innan kirkj- unnar? „Já, ég er alveg sannfærð um það, bæði í prestsstöðum og í þeim stöðum þar sem ákvarðanir eru teknar. En við skulum ekki vera of bráðlát þegar við erum að reyna að breyta 2000 ára gamalli stofnun. Allar góðar breytingar taka langan tíma, en það er hægt að brjóta niður og eyðileggja á örskots- stundu. Það tekur langan tíma að byggja upp það sem er gott." 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.