19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 20
Þetta er mitt líf Fyrir fjórum árum ákvað Amal Tamimi að ganga á svig við öll þau viðmið sem hún hafði alist upp við í palest- ínsku samfélagi. Hún ákvað að hlaupast á brott frá eig- inmanni sínum og taka börnin þeirra fimm með sér. Alla leiðina frá heimilinu, út á flugvöll og yfir lönd og höf til íslands var hún með hjartað í buxunum — þó handviss um að hún væri að breyta rétt. Nú er Amal í hamingju- ríkri sambúð í Kópavoginum, hefur eignast sitt sjötta barn og sér ekki eftir neinu. Hún bauð Sigurbjörgu Þrastardóttur upp á íslenskt kaffi og ræddi um kúgun palestínskra kvenna, andspyrnuna, flóttann, viðbrögð fjölskyldunnar og jafnréttisboðskapinn sem hún miðlar börnunum sínum. Amal saknar átakanna. I úthverfi Jer- úsalem, þar sem hún bjó áður en hún fluttist til íslands, var hún pott- urinn og pannan í pólitísku starfi og félags- málum af ýmsum toga. Hún tók þátt í bar- áttufundum gegn hersetu (sraelsmanna, skipulagði aðstoð við eiginkonur fanga og beitti sér fyrir betri menntun kvenna. Hún var baráttukona og er enn. „Hér eru engar kröfugöngur eða átök á göt- unum," segir hún hlæjandi og lítur út um eldhúsgluggann sinn í Hjallahverfi í Kópa- vogi. Úti fyrir eru nokkrir nágrannar á vappi með ínnkaupapoka. „Mér þykir þetta fremur tíðindalítið þótt hér sé gott að búa," játar hún og bætir því við að (slendingar virðist uppteknari af hagsmunum einstaklingsins en heildarinnar. „Kannski er þetta öðruvísi í Palestínu vegna þess að þar er markmið heildarinnar svo brýnt og augljóst; baráttan fyrir sjálfstæði. Og það er einmitt vegna þessara sameiginlegu hagsmuna þjóðarinn- ar að kvenréttindabarátta í Palestínu er ekki sterkari en raun ber vitni. Við getum ekki staðið á móti karlmönnunum á meðan það er nauðsynlegra að standa með þeim gegn hersetu Israelsmanna." Hún bendir hins vegar á hvernig palest- ínskir karlmenn gera að jafnaði lítið úr hlut kvenna í sjálfstæðisbaráttunni. „Hlutverk kvenna í uppreisninni, „intifada", var hetju- legra en margur heldur. Við skipulögðum til dæmis sjálfar kennslu fyrir börnin þar sem allir skólar voru lokaðir á árunum 1987-89. Jafnframt sáu fjölmargar konur fyrir heimil- um sínum og börnum á meðan eiginmenn þeirra sátu í fangelsi," segir Amal sem sjálf tók þátt í að skipuleggja nokkurs konar sjálfsbjargarmarkað fyrir eiginkonur fanga. „Við útveguðum þeim hráefni svo þær gætu sjálfar útbúið varning og mat til þess að selja á basarnum. Viðskiptavinir greiddu ríflega fyrir vörurnar því þeir vissu hvernig ástatt var fyrir konunum, en aðalatriðið var að þetta var ekki betl," segir Amal og bendir á að vinnan við handverkið hafi hjálpað konunum að halda sjálfsvirðingu sinni. „Nú er hlutur kvennanna afturá móti öllum gleymdur. Það eina sem þykir skipta máli er að karlmennirn- ir sátu í fangelsi fyrir málstaðinn." Blönduð og lífsglöð fjölskylda Amal sækir meira kaffi og skiptist í leiðinni á orðum við Wala, fjórtán ára dóttur sína sem er á leiðinni út að hitta vini sína. Þær tala saman á arabísku en þegar síminn hringir kemur í Ijós að Wala talar nær óaðfinnanlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.