19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 63

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 63
Að mati Kötlu eru stjúpur eins misjafnar og þær eru margar og aðstæður þeirra afar ólíkar. „Orðið stjúpa hefur neikvæða merkingu og spurning hvort ætti að finna annað orð. Ég er búin að vera stjúpa í 10 ár. Dætur mannsins míns voru báðar hjá mömmu sinni þegar við hófum sambúð og ég kynntist þeim smám saman. Við vorum búin að búa saman í ár þegar sú yngri kom til okkartil að búa hjá okkur." Spurningunni um það hvort stjúpmæður sem hún þekkir upplifi hlutverk sitt á sama hátt og hún svarar hún neitandi. „I flestum tilfellum koma börn makans til dvalar á heimilinu aðra hverja helgi." Hún hugsar sig aðeins um áður en hún heldur áfram: „Ég held að það sé jafnvel erfiðara heldur en að hafa barnið alveg. Stjúpdóttir mín, sem nú er 14 ára, er hluti af mynstri okkar en systir hennar sem er 19 ára og var alltaf hjá okkur aðra hverja helgi, kom að sumu leyti eins og gestur og það setur ýmislegt úr skorðum. Þegar við byrjuðum að búa voru báðar telpurnar hjá mömmu sinni, eins og ég sagði áðan, og manninum mínum þótti mjög eðlilegt að þær væru hjá henni. Þegar við svo fengum þá yngri til okkar var það meiri háttar lukka fyrir hann og honum fannst sem hann hefði fengið happdrættisvinning." Að mati Kötlu eru mæður meiri uppalendur en feður. Hún er spurð að því hvort hún telji mun á að vera stjúpa barna fráskilins manns eða ekkils svarar hún: „Ég held að það sé ekki auðvelt að koma inn í heimili þar sem maðurinn er ekkjumaður. Að keppa við látna manneskju er erfitt. En þó held ég að möguleiki sé á að mynda betri fjölskylduheild þegar kynmóðirin er ekki nálæg." Um líðan stjúpdóttur sinnar segir Katla: „Henni líður vel og það er gott samband á milli okkar. Krakkarnir spyrja hana oft hvaða mömmu hún meini þegar hún talar um mömmu sína. Þá þarf hún að skilgreina það. Henni finnst þetta pirrandi hlutverk og erfitt að svara spurningum eins og þeirri hvor mamman sé betri. Henni þykir mjög vænt um báðar og við höfum frekar talað um að hún eigi tvær mömmur en ekki eina svona hinsegin eða að önnur sé eitthvað betri en hin. Skólafélögunum þykir staða hennar dálítið flókin og hún þarf oft að útskýra málið." Katla brosir þegar hún svarar spurningunni um það úr hvernig fjölskyldu hún komi. "Ég kem úr „eðlilegri fjölskyldu" og þekkti fáar samsettar fjölskyldur. Orðið stjúpa hefur alltaf haft neikvæða merkingu í huga mínum og tengst sögum æsku minnar af vondum stjúpum. „Mér hefur þótt ég höndla hlutverk stjúpunnar vel og ég hef ekki fundið annað frá umhverfinu en að ég hafi gert það ágætlega. Vinskapur minn við stjúpdætur mínar er mér mikils virði. Einstöku sinnum hef ég þó átt erfitt. Til dæmis var togstreita vegna stjúpdóttur minnar sem kom til okkar hálfsmánaðarlega. Pabbi hennar lét meira eftir henni en mér fannst hann eiga að gera, eins og til að bæta henni upp að hann var bara helgarpabbi, og það ruglaði kerfið sem í gangi var. Þá varð ég stundum verulega pirruð og hreytti jafnvel einhverju út úr mér en spurði svo sjálfaa mig á eftir hvort ég væri kannski ósanngjörn." Að mati Kötlu er viðhorf þjóðfélagsins til stjúpfeðra ólíkt því sem það er til stjúpmæðra: „Tveir einstaklingar sem eru í sambúð gera báðir sitt besta og vilja vera góðir en þá er viðhorfið gjarnan það að stjúpmóðirin sé að reyna að stela barninu frá kynmóður sinni en stjúpfaðirinn er yndislegur ef hann gengur inn í hlutverk föður og gjarnan sagt að hann taki barninu bara alveg eins og hann eigi það sjálfur. Aldrei er minnst á að hann sé í samkeppni eða að reyna að stela frá föður. „Umhverfið fylgist ofsalega vel með hvernig sambandið er milli okkar í fjölskyldunni. Hagsmunir togast oft á og alltaf hætta á að einhver verði sár þegar ákvarðanir eru teknar. Við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi þess að hafa festu og halda reglur sem við settum til að gera okkur færari um að byggja upp eðlilega kjarnafjölskyldu, hvort sem það var nú rétt hjá okkur eða rangt. Sonur minn fór til pabba síns aðra hverja helgi og stjúpdóttir mín til mömmu sinnar á sama tíma. Fyrir kom að mamma stjúpdóttur minnar hringdi og spurði hvort hún mætti vera einum degi lengur eða pabbi sonar míns. Því neituðum við því slíkt hefði sett okkar kerfi úr skorðum því þau komu heim á sama tíma og bjuggust þá við hinu heima. Neitunin kostaði sárindi en ef við hefðum leyft þetta þá hefði það líka haft í för með sér sárindi og rugling." Tveir heimar Bömum okkar kemur mjög vel saman. Þau tala sjaldan um dvölina hjá kynforeldrinu, svara bara að það hafi verið fínt ef þau eru spurð. Samt eru þau bæði í vörn og mjög viðkvæm fyrir því sem þau telja gagnrýni og verð ég sérstaklega að gæta mín. Ef ég sýni eitthvað sem þau telja ádeilu verja þau kynforeldrið. Stundum finnst mér sem þau búi í tveimur ólíkum heimum, "bætir hún við og verður angurvær á svip. Katla brosir þegar hún svarar því hvernig maður hennar upplifi samband hennar og dóttur sinnar. „Hann er ánægður með samband okkar. Hann gerir sér grein fyrir því að það er gott, en kannski ekki grein fyrir því hvað það er sjaldgæft að sambönd séu svona góð, hann tekur það meira sem sjálfsögðum hlut. Mér finnst þetta svo mikil heppni", bætir Katla við. „Það er svo sjálfgefin ást að elska börnin sem maður eignast. Ástin er til staðar. Ást til stjúpbarna þarf að byggja upp og þess vegna er hún svo dýrmæt. Ég var eitt sinn spurð að því hvort ég ætti öll þessi börn. Ég fór að skilgreina það svo stjúpdóttir mín heyrði og sagðist ekki eiga hana. Um kvöldið heyrði ég hana gráta undir sæng og var það vegna þess að henni fannst ég hafa hafnað sér. Síðan hef ég alltaf svarað því játandi að ég ætti hana. Það er líka það sem mér raunverulega finnst. Samsett hjónabönd eru alveg ofsalega tilfinningaþrungin," heldur Katla áfram. \M I KROSSINN Skínandi fögur tœkifœrisgjöf Tákn heilagrar þrenningar BLINDRAFELAGIÐ SAMTÖK BUNDRA OG SJÓNSKERTRA Á ÍSLANDI Hamrahlíð 17, Reykjavík S. 525-0000 Núfáanlegur sem bindisnœla. Til styrktar blindum Fœst um allt land. Dreifingaraðili: 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.