19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 49

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 49
Kynjahlutverk og karlremba í íslenskum dægurlagatextum - glænýjar rannsóknir á órum, ást og yfirgangi - Vert' ekki að horfa svona alltaf á mig ef þú meinar ekki neitt með því. Brot úr dægurlegatextum geta auðveldlega öðlast eilíft líf ef þau dynja nógu oft á hlust- um nógu margra. Litlu virðist skipta hvort brotin geymi dýpstu speki eða glærustu rökleysu - aðalatriðið er að laglínan sé gríp- andi. En á sama hátt og bækur, Ijóð og blaðagreinar hafa haft mótandi áhrif á við- horf og hugmyndir þjóðarinnar í þúsund ár, hljóta sönglagatextar að hafa menningar- hlutverki að gegna. í landinu býr nefnilega fólk sem tekur mark á orðum og ef það er satt að tilvera íslenskrar þjóðar sé texti þá er eins víst að daglegt líf yngri kynslóðanna sé dægurlagatexti. Útvarpsstöðvar eru í það minnsta fleiri en nokkru sinni fyrr, hljómtæki á hverju strái og tónlistin glymur daga og nætur. Af þessum sökum hlýtur að vera tíma- bært að athuga hvaða boðskap er að finna í íslenskum samtíðarsöngtextum. Hvaða skilaboð smjúga inn í vitund hlustenda úr hátölurunum? Hér fer á eftir lausleg saman- tekt á viðhorfum til kynhlutverka og pörun- ar í nokkrum lögum unga fólksins frá síðasta ári. Fáein dæmi gripin úr geisladiskasafni nágrannans segja þó vitanlega ekki hálfa sögu um viðkomandi hljómsveitir, hvað þá íslenska textasmíð í heild. Dæmin eru aðal- lega valin til gamans um leið og hlustendur eru hvattir til þess gaumgæfa ævinlega sjálfir það sem þeir leggja sér til eyrna. 1. Útlit Fyrst skal minnst á útlitskröfur sem gerðar eru til fólks í dægurlögum, ekki síður en í daglegu lífi. Titill lags Lands & sona, Vöðva- stæltur, segir allt sem þarf um draumaútlit karlmannsins en einblínt er á mýkri línur kvenna. Skítamórall gengur vasklega til verks og spyr: „Ertu með sílikon?/segðu mér satt" og Nýdönsk syngur um sama svæði í Hei þú: Hei þú viltu sýna hvað þú hefur þú ert með uppáhalds brjóstin mín að öðru leyti er ekkert við þig að sjá. Næsta stúlka sem söngvarinn ávarpar er „góð í húðinni", sú þriðja er með „flottustu varirnar" en af einhverjum orsökum er „engin þeirra fullkomin" og Ijóðmælandi reytir hár sitt. Karlrembunni eru þó takmörk sett því lagið endar á skemmtilegri sjálfs- gagnrýni: „Kannski er ég sjálfur eitthvað af- undinn" og kinka eflaust margar konur kolli yfir þeirri niðurstöðu. Unun vinnur nokkuð gegn ríkjandi við- horfi þegar hún syngur um frelsi kvenna til þess að líta út eins og þeim hugnast, jafnvel þótt slíkt felist kannski í því að ýkja staðal- kröfur samfélagsins. Stúlkan í laginu Geimryk er „aðeins of mikið máluð/hver sér það?" og ber „aðeins of þröngar buxur/ég veit það." Meginkosturinn hér er að stúlkan er meðvit- uð um stöðuna - hún dansar jafnvel drukkin uppi á borði og óttast ekki mannorðsmissi því „við erum það sem við þykjumst" eins og segir í viðlagi. 2. Hlutverk Kynjahlutverk eru gjarnan skörp í léttleikandi tónlistartextum. Ef það er satt að konur séu framtakslausar í flestu nema húsverkum en karlmenn ávallt gerendur, þá er sannleikann víða að finna í poppinu. „Lærin strjúka ég vil/en þú finnur ekki neitt/verð að koma við þig/og þú getur engu breytt" syngur karl- söngvari Skítamórals og í lagi Bellatrix, Sleeping Beuty, syngur „sætasta Þyrnirósin í veröldinni" um lífsitt þarsem hún liggurað- gerðarlaus, ástsjúk og falleg. „I lie here pret- ending to sleep/l'm still waiting for my kiss so sweet/When will you come and free me/from under your spell eternally." Söngvari Nýdanskrar ávarpar konu í laginu Þú ert svo: Ég kann vel við þig en ég kann betur við vinkonu þína Hún er fyrirmyndar eintak af góðum kvenmanni (..J og það er auðveldara að muna hvað hún heitir þegar ég kem þreyttur heim hún er ein af þeim sem vaskar upp og sofnar snemma. Raunar má greina hraustlega íróníu í þessum texta, en fyrir þá sem ekki koma auga á ann- að en alvöru má benda á lagið Húsmæðra- garðinn með sömu hljómsveit. Þar eru lögð drög að löngu tímabærri breytingu á við- teknum kynjamyndum með því að lauma síðklæddum karli inn í annars hefðbundna mynd: „Karlmaður í pilsi/kona að fæða börn/norn að selja epli..." ( Sumarstúlkublús Ununar kallar karlmaður í símtali kærustuna sína gælunöfnum eins og „beibí" og „elskan" i anda viðtekinnar Bar- bie-menningar. Ununarstúlkan klýfur sig hins vegar sem fyrr út úr mynstrinu og kallar hann á móti „fífl" og „kríp". Hún klykkir út með niðurrifi þeirrar karlmennsku sem Stuðmenn boðuðu um árið „(slenskir karlmenn þeir eru sko alls engar gungur" og hrópar „Karlmenn eru aumingjar/alltaf sama ruglið þar/enn og aftur, endalaust kjaftæði í þeim!" Niðurrif af þessum toga er að vísu undantekning í dæg- urlagaflórunni en konum til huggunar skal dregið fram annað fágætt dæmi þar sem karlmennskan bíður hnekki. Aftur Nýdönsk: Hún var ölvuð á almannafæri var föst uppi á húsþaki í fáförnu úthverfi. Ég ætlaði að reyna að hjálpa henni en festist líka á leiðinni og hékk í þakrennunni. 3. Yfirráð Drottnunargirni ungra poppgarpa ríður ekki við einteyming. Land & synir hafa illu heilli lent á miður leiðitamri stúlku í laginu Hver á að ráða? og kvarta: „Ég kann ekki að sýna þér/hver það er sem á að ráða hér" og Greifarnir gera svipaðar kröfur: „Ég vil ekki sjá þig/nema ég eigi þig alla." Flest er miðað út frá því fivað karlmennirn- ir vilja, og þeir vilja gjarnan aðeins eitt: „Ó, mig langar upp á þig/þú veist það er ekki illa meint/en mig langar upp á þig." Þannig söngla drengirnir í Á móti sól, en hið spaugi- lega innskot „þú veist það er ekki illa meint" dregur þó hörkuna úr hendingunum. Land & synir eru aftur á ferð í laginu Terlín og er þar að finna summu þess sem að framan hefur verið drepið á um útlit, hlutverk og yfirráð: Nei, komdu sæl, sæta litla stelpa Mikið ert þú falleg stúlka Húðin mjúka, stinna sæta fagra Leyfðu mér að leika do við þig. Sem fyrr hljóta þó að finnast undantekning- ar og það er að sjálfsögðu Bellatrix með konur í meirihluta sem lætur ekki koma fram við sig hvernig sem er: „You'll never catch me now/it's another world another way, hey!/l don't need you to tell me what to do/l found my voice and l'll follow it through." Þrátt fyrir að popplandið sé að mestu karl- miðað hafa konur fundið „sína eigin rödd" og segja aðrar sögur en strákarnir. 4. Samvistir En hvað sem líður karlmennsku og kvenleika má alltaf finna skurðpunkt í rómantíkinni. Ballaðan Dreymir með Landi & sonum er dæmigerð ástarjátning: „Það ert þú sem mig dreymir um/ég þig elska vil og þrá" og söngvari Sól Daggar fullyrðir i laginu Lifi áfram: „Án þín er ég/ekki neinn". Þessi dæmi eru fulltrúar óteljandi texta um náin kynni þar sem hjartablóðið streymir. Sambönd ganga hins vegar ekki alltaf eins og vonast er til og þá er vinsælt að leita skýr- inga, helst hjá mótspilaranum: Ég er kominn miklu neðar en þegar ég byrjaði í sambandi með þér 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.