19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 29
legan, hlédrægan Egil sem þekkti föðursinn takmarkað og var nánast alfarið alinn upp af konum? Umönnun, uppeldi og menntun eru jú mál kvenna í okkar samfélagi, er það ekki? Er þessi nútímalegi Egill með einhverja hug- mynd um makahlutverkið eða föðurhlutverk- ið? Af hverjum hefur hann lært þessi hlut- verk? Hverra manna ertu? Er þetta spurning sem við eigum að vera að spyrja? Er ekki nær að spyrja: Hver ertu? Hvernig gefum við okkur til kynna? Nú er það Ijóst að okkur getur hentað ágætlega að setja upp þægilega grímu og segja með stolti: Egill Skallagrímsson var forfaðir minn! Eins og það segi viðmælandanum eitthvað um mig. Var Egill Skallagrímsson kærleiksrík- ur faðir? Var hann sannur karlmaður? Er hann okkur fyrirmynd? Er það stórkostlegt afrek í nútímanum að yrkja Sonartorrek? Er okkur eins innanbrjósts og Agli þegar hann þrútn- aði svo í sorg sinni að hosurnar og kyrtillinn rifnuðu af honum? Beinum við reiðinni og vonbrigðunum að okkur sjálfum? Ég veit ekki hvort Egill Skallagrímsson var forfaðir minn, en hann er svo langt í burtu að mér finnst erfitt að miða við hann sem fyrirmynd. Á bak við spurninguna: Hver ertu? er önnur spurning: Hvar ertu? Hvaða hluta af sjálfum þér viltu gefa til kynna þar sem þú ert í líf- inu? Fjöl-skylda. Fjölskyldugerðir hafa verið að breytast og verða fjölbreyttari á 20. öldinni en nokkru sinni fyrr í íslandssögunni. Það er mikilvæg skilgreining sem kemur fram í orðinu fjöl- skylda. Og í nútimanum hafa sumar fjöl- skyldur orðið fá-skyldur, eða jafnvel ei-skyld- ur. Og mætti þá ekki segja að einstæðingar, sem bera alla ábyrgð á sjálfum sér, búi í al- skyldu? Breytingin úr stór-fjöl-skyldu yfir í kjarna-fjöl-skyldu, smá-fjöl-skyldu eða jafn- vel ör-fjöl-skyldu blasir við okkur. Því við bú- um í okkar samfélagi við framlengdar fjöl- skyldur. Ég man þegar ég tengdist þessari hugsun fyrst. Það var þegar ég heyrði viðtal við börn John Wayne, kvikmyndaleikarans fræga, fyr- irmyndar margra karlmanna af hans kynslóð. (Hann reykti Camel). Þau töluðu um hann sem framlengdan föður, þ.e. föður sem átti börn með fleiri en einni konu og hafði þess vegna skyldur, fjöl-skyldur, á fleiri en einum stað. Þetta verður stundum óendanlega flókið í öllum þeim hópi af gerviöfum og - ömmum, -pöbbum og -mömmum sem til verða vegna framlenginga og tenginga. Og svo eru ævilöng hjónabönd lengri en áður vegna lengri ævi og þess vegna samskipti á milli fleiri kynslóða. Þetta flækir hlutverkin innan fjölskyldnanna. Börnin fara að heiman, stofna fjölskyldu og flytja síðan aftur heim, stofna aðra fjölskyldu og ættarsagan tekur á sig síbreytilegar myndir. Það hver er ætt- móðir eða -faðir liggur jafnvel ekki Ijóst fyrir því það eru margir sem geta gert tilkall til þess. Kannski breytir nútímaleg erfðagrein- ing þessu? Sam Keen nefnir í bók sinni „Fire in the Belly" tvær meginspurningar sem við verð- um að spyrja okkur í lífinu: 1) Hvert liggur leið mín í lífinu? 2) Hver á að fara með mér? Það er mjög mikilvægt að spyrja þeirra í réttri röð. Ef ég læt makavalið ganga fyrir, hvaða sjálfstæðum markmiðum bý ég þá yf- ir í lífi mínu? Á maki minn að móta þau fyrir mig? Nei, ég hlýt að eiga að taka ábyrgð á mínum markmiðum áður en ég geng inn í langtímasamband, fjöl-skyldu. Ein af stóru skyldunum er að við karlmenn séum sjálfum okkur trúir og önnur er trúmennska gagnvart maka og börnum. Hvernig erum við ávarpaðir í okkar samfé- lagi sem kynverur, sem ástmenn? Hvernig viljum við láta ávarpa okkur? í auglýsingaiðn- aðinum snýst allt um að gera okkur óá- nægða með okkur eins og við erum. Skila- boðin eru: Meira er betra ... Það sem er sjaldgæfast er best. Það sem er ómögulegt að öðlast er eftirsóknarverðast. Það sem er gott þarf að gera betra. Það er ekkert til í frumstigi lengur, það er bara í miðstigi eða efsta stigi. Gott-betra-best. Mér finnst tími til kominn að við metum það sem við stöndum fyrir. Metum það að verðleikum. Hversu margar skyldur eru til skiptanna? ( umræðu um karl- mennsku á Vesturlöndum er skyldan slíkt lyk- ilatriði að fram hjá henni verður ekki horft. Karlmaður án skyldu er ekki stoð í samfélag- inu heldur einmitt ógn við það. Takið frá mér skyldurnar og ég verð ekki lengur fjöl- skyldu-faðir. Líklega er það enn fremur svo að eitt stærsta verkefnið í samskiptum kynj- anna nú sé að við þurfum að skilgreina landamærin upp á nýtt. Það er ekki farsælt til lengdar að reka stefnuna: Kyn gegn kyni! Það er stórpólitískt mál að vera karlmaður. Að maður tali nú ekki um að vera faðir. Á þessum tæknifrjóvgunartímum er það orðið að klisju að sæði sé ódýrt en egg sé dýrt. Ég er raunar orðinn mjög þreyttur á þeirri ofurá- herslu sem er í opinberri umræðu um karl- menn fyrir neðan beltisstað. En mér er líka orðið það Ijóst að enginn breytir því nema við gerum það sjálfir. Á Islandi er enginn feðradagur. Bónda- dagurinn er makadagur. En við erum með dag sem helgaður er mæðrum. Skyldi þetta vera tilviljun? Ætti þá ekki í nafni jafnréttis að taka upp einn fjölskyldudag? Eða hafa bæði mæðra- og feðradag? Okkur veitir alla vega ekki af feðradegi. Þótt það væri ekki nema bara fyrir það að við kæmum saman sem feður til að ræða það sem við stöndum fyrir og til að styrkja hver annan. Ungur faðir var upptekinn af próflestri. Litla dóttir hans reyndi að ná athygli hans og notaði ýmsar leiðir. En ekkert skilaði árangri. Þar kom, að hún tók sér stöðu fyrir framan föður sinn og sagði: „Pabbi. Ég vildi að ég væri bók." Ég hef oft fundið mig í sporum “þessa föður. Oft fundist ég vera fjarlægari en ég ætti að vera. Oft hefur vinnan haft meiri forgang en ástæða vartil. Ég spyr mig þess vegna nú: Hversu góður faðir er ég? Er ég eins góður faðir og ég get orðið? En þrátt fyrir alla mína annmarka finn ég samt að það sem mér hefur þó tekist að gefa, það hef ég fengið margfalt aftur. Ég fékk áletraða gjöf frá dóttur minni lítilli þar sem segir: „Hvaða karlmaður sem er getur orðið faðir, en það þarf einn sérstakan til að vera pabbi minn." Ég er oft búinn að lesa þessi orð til að minna mig á hversu miklu mér er trúað fyrir. Við búum við kvótakerfi í sambandi við tíma. Þetta kvótakerfi setur okkur hömlur á margvíslegan hátt. Hvenær ver ég þá nægi- legum tíma til að vera faðir? Kannski ekki fyrr en ég átta mig á því að það er ég sjálf- ur sem úthluta mér þeim tíma og skilgreini innihaldið og átta mig jafnframt á því að sá tími er ekki ótakmarkaður. Hann er ekki ótakmarkaður hjá neinum okkar. Jafnrétti hefst heima hjá okkur. í fjöl- skyldu okkar. Mín jafnréttisbarátta snýst um að uppfylla skyldur mínar og vera sannur karlmaður. Það er gaman að lesa um Egil Skalla- grímsson, en hann er ekki ég. En kannski get ég litið í spegil og séð hluta af Agli. Á einhvern hátt er hann tengdur mér og ég honum. Rætur mínar geta gefið mér styrk en þær geta líka eitrað fyrir mér. Ég get því ekki látið sem spurningin: Hverra manna ertu? skipti ekki máli. Hún gerir það. Og svarið við henni er mjög tengt því hvernig ég sé mig. Að vera karlmaður hvílík gjöf! Að lifa sem karlmaður. Að elska, næra, þrá, að biðja, efast, skilja heiminn sem karlmaður Að vera sonur, drengur, eiginmaður, faðir, afi, sannur karlmaður. Að syrgja, tapa, finna til, ferðast um dal dauðans sem karlmaður. Mennskan lifir ekki af í þessum heimi nema til séu karlmenn. Það er gott að vera karlmaður, það er framlag mitt til lífsins og ég elska lífið (B.S. Mbl. 16. júlí 1994) 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.