19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 31
Bandaríkjanna í framhaldsnám. Þar vorum við í tvö ár. Ég vann mikið með náminu m.a. við sjónvarpsþáttagerð, skrifaði mikið og um tíma vann ég á fréttastofu CNN. Ég man að eitt sinn var ég að vinna á fréttastofunni, þá hafði orðið sprenging í blokk í Harlem og ég var send með tökumanni og átti að ná tali af borgarstjóranum í New York. Eftir að hafa brotist í gegnum múg og margmenni, m.a. hóp fréttamanna, tókst mér að ná tali af borgarstjóranum, og fréttin var notuð, mértil mikillar ánægju," segir Áslaug. Eftir að þau fluttu heim hóf Áslaug störf hjá Sjónvarpinu. Þá var þátturinn Dagsljós að hefja göngu sína og Áslaug starfaði þar í 3 ár. Hún hefur undanfarið verið ritstjóri og kynn- ingarfulltrúi fyrir Listahátíð í Reykjavík og Norrænu barnamyndahátíðina og er nú framkvæmdastjóri Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar. „Við erum að undir- búa sýningu á Sölku Völku eftir Halldór Lax- ness fyrir næsta haust og mér finnst ákaflega gaman að tengjast leiksýningu um þessa frá- bæru kvenhetju." Áslaug og Sigurður eiga einn son. Hann heitir Jón og ereins og hálfs- árs gamall. Áhugi og eldmóður Hvernig kom það til að þú tókst við for- mennsku í Kvenréttindafélaginu? „( störfum, mínum bæði hjá útvarpi og sjónvarpi, hef ég tekið fyrir ýmislegt er snertir málefni kvenna og sennilega hefur það orðið til þess að ég var beðin um að gerast varamaður í stjórn KRFl. Svo í vetur, mér algerlega að óvörum, var ég beðin um að taka við sem formaður félagsins og eftir nokkra hvatningu þá ákvað ég að slá til. Hjá KRF( er mjög öflug stjórn. Þetta eru konur sem eru duglegar og fullar af áhuga og eldmóði þrátt fyrir að vera allar störfum hlaðnar. Verkefni Kvenréttindafé- lagsins er fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir það mikla starf sem víða er verið að vinna í þágu jafnréttis. KRFl hefur enn mikil- vægu hlutverki að gegna í að hvetja konur til stjórnmálaþátttöku. Kvenréttindafélagið gaf fyrir skömmu út valdahandbók fyrir kon- ur, „Gegnum glerþakið", en þar eru viðtöl sænskra blaðamanna við fjölda norrænna kvenna um reynslu þeirra af stjórnmálastörf- um. Höfundar bókarinnar segja að lýðræðis- kerfið sem við búum við útiloki konur frá þátttöku í stjórnmálum, ef ekki á formlegan hátt, þá á óformlegan, og þær vilji blása konum í brjóst kraft til að halda baráttu sinni áfram. Bókin hefur fengið afar góðar viðtök- ur og ég veit að nokkrar nýjar þingkonur keyptu bókina og töldu sig hafa lært mikið af henni, og nú eru konur í fyrsta sinn komnar f gegnum glerþakið á Alþingi. Það eru spenn- andi tímar framundan, aldarlok og KRFl er næstum jafngamalt öldinni. Við viljum halda merki þess hátt á lofti og reyna að ná til sem flestra. Kvennabarátta er í mínum huga jafnréttis- barátta, barátta um jafnrétti sem mannrétt- indi. Konur og karlar eiga að vinna að jafn- rétti á grundvelli hæfileika hvers og eins. Karlar í dag eru farnir að gera kröfur um að fá að lifa sem heilsteyptar manneskjur og fjölskyldumenn sem fá tækifæri til að annast börnin sín. Mér finnst jafnréttismál í dag snú- ast mikið til um samvinnu kynjanna og þessi samvinna leiðir vonandi til þess að þeirri kynjamismunun sem ótvírætt er til staðar verði útrýmt. Núna er undirbúningur 19. júní í fullum gangi og í sumar fara fulltrúar KRF( til Trom- sö á ráðstefnuna Womens World og þar á m.a. að stofna nokkurs konar regnhlífarsam- tök allra kvenréttindafélaga á Norðurlönd- um. ( framhaldi verður fyrsti fundur samtak- anna „Nordisk Kvinnerád" haldinn hér á landi í haust og við verðum einnig í samstarfi við framkvæmdanefnd ráðstefnunnar „Konur og lýðræði" sem haldin verður 8.-10. októ- ber. Launamisrétti, fæðingarorlof, jafnrétti inni á heimilum, menntun, atvinnumál; þetta eru allt málefni sem snerta starfsemi KRFl. Við viljum sjá jafnrétti á borði en ekki bara í orði," segir Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir að lok- um. Þannig notar bú endurvínnsiustöð Þú ferö meö forflokkaðan úrgang á rampa að gám sem merktur er úrganginum sem þú ætlar að losa. Ef þú ert með fleiri tegundir úrgangs losar þú hverja fyrir sig í gáma merkta þeim úrgangi. Atvinnulífið greiðir fyrir allan úrgang. Úrgangur frá almenningi er gjaldfrír með undantekningum af • úrgangi frá byggingu og breytingu húsa • úrgangi frá húsdýrahaldi • lagerum yfirteknum við húsakaup. Greiðsluskyldur úrgangur er mældur upp og þú greiðir fyrir þjónustuna að lokinni afgreiðslu. Opólitískt Þannig a ao 0 Timbur llokka úrgang Q Dagblöð,tímarit,skrifstofupappír O Bylgjupappi 0 Fernur 0 Málmar 0 Garðaúrgangur O Grjót, gler og burðarhæfur jarðvegur 0 Nytjahlutir 0 Hjólbarðar (J) Teppi, dýnur ® Grófur, óbagganlegur úrgangur © Annar bagganlegur heimilisúrgangur (£) Kælitæki ® Vörubretti ® Skilagjaldsumbúðir © Klæði © Skór © Spilliefnl tlokkakerfi Vissir þú að 70% af úrgangnum sem kemur inn á endurvinnslustöðvar SORPU fer til endurnotkunar og/eða endurvinnslu. Upplýsingar um afgreiðslutíma endurvinnslustöðvanna er að finna í símaskránni, dagbók Morgunblaðsins og Gulu Linunni. Upplýsingabæklingar SORPU liggja frammi á endurvinnslustöðvum. Hvenær er onið? Á veturna: 16. ág. -15. mai kl. 12:30 -19:30 Ásumrin: 16. maí -15. ág. kl. 12:30 - 21:00 Að auki eru stöðvarnar við Ánanaust, Sævarhöfða og í Garðabæ opnar frá kl. 08:00 á virkum dögum. S@RPA SORPEYÐING HÖFUOBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi • Box 12100 • 132 Reykjavík Sími 520 2200 • Bréfasími 520 2209 • www.sorpa.is 31 HÉk lr NÚ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.