19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 10
Ráðstefna um konur og lýðræði við árþúsundamót Gert er ráð fyrir að um 400 manns frá Norður- löndunum, Eystrasalts- löndunum, Rússlandi og Bandarfkjunum taki þátt í ráðstefnunni „Konur og lýðræði við árþúsunda- mót" sem haldin verður í Reykjavík á hausti kom- anda, 8. til 10. október. Af því tilefni ræddi Arna Schram við Dr. Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðing, formann undirbúnings- og fram- kvæmdanefndar ráðstefn- unnar. Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir formaður undirbúnings- og framkvæmdanefndar ráðstefnunnar. Markmið ráðstefnunnar er m.a. að vekja athygli á mikilvægi þess að konur taki virkan þátt í lýðræðinu og er hún haldin í boði ríkisstjórnar (slands, í samstarfi við ríkisstjóm Bandaríkjanna og Norrænu ráðherranefndina. Hillary Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, mun Ijúka ráðstefnunni á þriðja degi með því að fjalla um niðurstöður hennar, en enn er óljóst um aðra lykilræðumenn á ráðstefnunni. Að sögn Sigríðar Dúnu er undirbúningur ráðstefnunnar kominn vel á veg og hafa þegar verið send út um sjö hundruð bréf til fræðimanna, kvennasamtaka og fleiri aðila í þátttökulöndunum þar sem m.a. er óskað eftir hugmyndum um efnisþræði ráðstefn- unnar, hvernig þátttöku kvenna í lýðræðis- ferli ríkjanna sé háttað, hvaða vandamál séu uppi á því sviði og að lokum hverjar séu hugsanlegar lausnir og hverjir gætu unnið að þeim lausnum. Sigríður segir að svörin hafi smám saman verið að berast og að nú sé unnið að því að skipuleggja ráðstefnuna út frá þeim svörum. „Með því að fara yfir svörin fáum við yfirlit yfir hver þekkingin er á þessum málum í þátttökulöndunum, hvernig vandamálin eru skilgreind af þeim sem best þekkja til og hvernig best er að taka á þeim." Sigríður Dúna segir að fyrir liggi að setja saman vinnuhópa sem starfa eigi á ráðstefn- unni og að í þeim vinnuhópum taki þátt þeir aðilar sem þekki vandamálin sem og þeir sem hafa tök á því að leysa þau (viðkomandi löndum. „I vinnuhópunum stefnum við því Með Magneu Þ. Hjálmarsdóttur, framkvæmda- stjóra ráðstefnunnar. saman fræðilegri þekkingu, vettvangsþekk- ingu og aflinu til að framkvæma verkið," seg- ir hún og tekur fram að síðastnefndu aðilarn- ir séu til að mynda fulltrúar einkafyrirtækja eða frjálsra félagasamtaka svo dæmi séu tek- in. „Þetta er með öðrum orðum verkefna- miðuð ráðstefna þar sem við höfum hugsað okkur að gera fleira en að tala um vandamál- in. Við erum búin að gera það nokkuð lengi." Hugmyndin er sú að vinnuhóparnir starfi hver I sínu lagi laugardaginn 9. október en á sunnudeginum Ijúki þeir störfum og kynni niðurstöður sínar um hvaða verkefni eigi að setja á laggirnar og hverjir eigi að vinna að þeim. Til dæmis hvaða verkefni eigi að vinna í Eistlandi og hverjir eigi að framkvæma þau. „Formenn vinnuhópanna munu skýra frá niðurstöðunum á sunnudeginum og þeir sem hyggjast framkvæma þær ganga fram á sviðið og tilkynna það sérstaklega," segir Sigríður Dúna. Þegar þetta liggur fyrir mun Hillary Clinton ávarpa fundinn og fjalla um ráðstefnuna og hverju hún hafi skilað. „Síð- an", segir Sigríður Dúna, „er stefnt að því að halda aðra ráðstefnu að ári, hugsanlega í einu af Eystrasaltslöndunum og fara yfir hvaða árangur hafi náðst í þeim verkefnum sem sett voru fyrir." Hlusta þarf á allar raddir Þegar Sigríður Dúna er innt eftir dæmum af þeim vandamálum sem þátttökulöndin eiga við að glíma varðandi þátttöku kvenna 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.