19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 51

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 51
Minnisvarðar og vökustaurar Hverju hefur jafnréttisbaráttan skilað okkur? Þótt enn só langt í land eru áfangar jafnréttisbaráttunnar mikilvægir minnisvarðar. Þeir eiga ekki aðeins að vekja konur og karla til vitundar um mikilvægi þessarar mannréttinda- baráttu kvenna heldur minna á að enn er löng leið að markinu.Við megum ekki sofna á verðinum heldur verð- um við að halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti kvenna og karla, í orði og á borði. rír jafnréttisþenkjandi aðil- ar voru beðnir að gera grein fyrir jafnréttisbaráttunni í fortíð, nútíð og framtíð. Árið 1904 er konum fyrst heimilað að sitja í Lærða skólanum Árið 1907 fá konur kosningarétt og kjörgengi í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum Árið 1908 er kvennalisti boðinn fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og jafnframt er fyrsta konan kosin í borgarstjórn Árið 1911 fá konur rétt til embættisnáms og embætta Árið 1915 fá konur eldri en fjörutíu ára almennan kosningarétt Árið 1918 fá konur kosningarétt til jafns við karla Árið 1922 er kvennalisti boðinn fram á landsvisu Árið 1933 er fyrsta konan skipuð ríkisféhirðir Árið 1935 lýkur fyrsta íslenska konan lögfræðiprófi Árið 1945 kemur bókmenntatímaritið Embla fyrst út en þar birtust einungis ritsmíðar kvenna ásamt viðtölum við skáldkonur og endur- minningar Árið 1970 gegnir fyrsta konan ráðherraembætti Árið 1975 eru lög um fæðingarorlof samþykkt á Alþingi Árið 1980 er fyrsta konan kosin forseti íslands Árið 1994 er fyrsta konan kjörin borgarstjóri Reykjavíkur Árið 1997 verður fyrsta konan deildarstjóri við Háskóla íslands Árið 1999 eru konur í fyrsta sinn fleiri en sem nemur 30% þing- manna, alls 22, og hafa aldrei áður setið jafnmargar konur á þingi Spurningarnar voru ^^6^3 telur þú merkilegustu áfanga jafnréttisbaráttunnar? Hvernig metur þú stöðuna í dag? ■ Hvaða áherslur telur þú vænlegastar til árangurs í jafnréttisbaráttu fram- tíðarinnar? Fortíð - nútíð og... framtíð Linda Blöndal stjórnmálafræðingur mat stöðuna í fortíð, nútíð og framtíð svona: Kvennalistakonur ljá öðrum rödd sína Fortíð: „Fyrir utan stórsigra líkt og kosn- ingarétt kvenna 1920 og stofnun sér- stakra kvennaframboða á íslandi, þar með talinn Þjóðvaka, þá finnst mér persónu- lega spennandi að staldra við í nýliðinni fortíð og minnast hins nýja tóns sem rit- nefndin 19. júní í fyrra sló svo margir tóku eftir. Áfanginn fólst í heiðarlegri en rót- tækri tilraun til að fá að tala og skrifa um allt sem snýr að konum á íslandi, ekki bara sumt, og ég fékk sjálf að vera þátt- takandi í. “ Nútíð: „Það er merkur áfangi að sjá fjölg- un kvenna, bæði í sveitarstjórnum sem og á Alþingi, eftir nýafstaðnar kosningar. Þessi samtíðaráfangi er tengdur afrekum fortíðarinnar og má þakka Kvennalistan- um sérstaklega fyrir. Merkasti samtíðar- áfanginn er að Kvennalistakonum hefur tekist að ljá stórum stjórnmálasamtökum rödd sína þrátt fyrir agnarlítið eigið fylgi og halda þar með áfram að starfa á þingi." Framtíð: „Merkasti áfangi framtíðarinnar verður þegar forsætisráðherra íslands verður kona og innan hverrar deildar Há- skólans verður a.m.k. einn prófessor af kvenkyni. Langmerkasti áfanginn er þeg- ar þetta tvennt verður ekki lengur sér- stakt fréttaefni. “ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.