19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 6
konur í þremur minnihlutahópum á Islandi Rannveig Traustadóttir, dósent við Hl, stýrir rannsókn á þremur minnihlutahópum kvenna. Að fæðast kvenkyns veitir ekki endilega aðgang að hefðbundnu kvenhlutverki síðar meir á ævinni. Anna G. Ólafsdóttir þáði te og hlust- aði á Rannveigu Trausta- dóttur, dósent við félagsvís- indadeild HÍ, segja frá því að fötlun, uppruni og kyn- hneigð gætu komið í veg fyrir að konur væru almennt álitnar „venjulegar" konur. Skrifstofan er vistleg og falleg veggspjöld gefa til kynna hvaða viðfangsefni stendur hjarta rannsakandans næst. Ekki er því held- ur að leyna þegar Rannveig byrjar að segja frá helstu rannsóknarverkefnum sínum hér á landi síðari árin. Rannsóknirnar fjalla um kon- ur í minnihlutahópum og ná aftur til ársins 1992. Fyrstu rannsóknirnar sneru aðeins að einum hópi í senn. Ekki leið hins vegar á löngu þar til í Ijós kom að ákveðin mynstur birtust með svipuðum hætti hjá fleiri en ein- um hópi. Rannveig og samstarfskonur henn- ar ákváðu því að ganga skrefi lengra og huga sérstaklega að því hvað konur í minni- hlutahópum á (slandi ættu sameiginlegt. Þrír hópar urðu fyrir valinu; fatlaðar konur, lesbí- ur og innflytjendakonur. Til að þrengja rann- sóknina voru valdir meðal innflytjenda- kvenna og fatlaðra kvenna þeir hópar sem virtust búa við mesta fordóma, þ.e. konur af asískum uppruna og konur sem eru skil- greinar þroskaheftar. Rannsóknarverkefni undir yfirskriftinni „Konur í minnihlutahópum" var hleypt af stokkunum með styrk frá Rannís og Rann- sóknasjóði H( árið 1998. Verkefnið tekur um fimm ár og áætlað er að niðurstöðurnar verði kynntar í bókum um hópana þrjá. Ein þeirra er þegar komin út og ber yfirskriftina „Umdeildar fjölskyldur: Seinfærir/þroska- heftir foreldrar og börn þeirra." ( undirbún- ingi er bók þar sem fjallað er sameiginlega um hópana þrjá og ber hún vinnuheitið „Fjölskyldur minnihlutahópa". Með Rannveigu vinna að rannsókninni Anna Einarsdóttir, Hanna Björg Sigurjóns- dóttir, Sigurlaug H. Svavarsdóttir og Klara Bjartmarz, sem allar eru jafnframt MA-nem- endur hennar í uppeldis- og menntunar- fræði. Tímabundið vann með rannsóknar- hópnum Elizabeth Fullion, doktorsnemandi við University of Massachusetts. Margbreytileiki kvenna En hver er tilgangurinn með rannsókninni? Eftir stutta þögn útskýrir Rannveig að þjóðin virðist því miður vera haldin talsverðum ranghugmyndum um sjálfa sig. „Við sjáum fyrir okkur einsleita þjóð bláeygðra, Ijós- hærðra, ófatlaðra og gagnkynhneigðra Is- lendinga. Ef betur er að gáð kemur í Ijós talsvert meiri fjölbreytileiki hér á landi. Hluti þessa fjölbreytileika hefur alltaf verið fyrir hendi, t.d. hafa fatlaðir og samkynhneigðir alltaf verið hluti af íslensku þjóðinni án þess þó að hafa verið sýnilegir. Annars konarfjöl- breytileiki er nýrri af nálinni og er þar vísað til fólks frá framandi menningarheimum. Menningarlegur margbreytileiki okkar hefur aukist hratt á stuttum tíma. Við höfum samt ekki ennþá „leiðrétt" sjálfsmynd okkar sem þjóðar í samræmi við þennan fjölbreytileika. Eitt helsta einkenni á nútímasamfélögum er einmitt hratt vaxandi menningarlegur margbreytileiki. Sú þróun stafar meðal ann- ars af vaxandi flutningi fólks milli landa, ekki síst aukins fjölda flóttamanna vegna átaka milli þjóðernishópa eins og við sjáum svo sorgleg dæmi um í Evrópu þessa dagana. Átök sem eiga sér rætur í hatri og óvild milli hópa innan samfélaga, ekki á milli landa eins og áður var algengara, er eitt helsta vandamálið sem samfélög nútímans standa frammi fyrir og er það sem mest ógnar fé- lagslegri einingu og friði í heiminum. Þess vegna er sérlega mikilvægt að huga að því hvernig best er að stuðla að friðsamlegri sambúð hópa innan hvers samfélags. Rann- sókn okkar er meðal annars ætlað að vera liður í því að auka þekkingu og skilning á að- stæðum ólíkra hópa í landinu. Fjölbreytileika íslenskra kvenna hefur lítið 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.