19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 64

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 64
"Nei, systir mín er ekki systir mín og þetta er ekki dóttir hennar..." „Óbein skilaboð eru lesin út úr hverri hreyfingu. Óbein skilaboð felast í táknmáli án orða og þann orðaforða verður að nota með gætni. Þess vegna eru sameiginlegar stundir, eins og fermingar, oft mjög orkufrekar því þá er maður helst minntur á að fjölskyldan er samsett og verður að hafa hemil á öllum svipbrigðum og fasi." Víðfemt hlutverk Talið berst að ráðgjöf. „Nei, við höfum verið samstíga í að vinna úr málum okkar og ekki leitað eftir aðstoð. Við höfum samt oft óskað þess að við hefðum gert það. Eitt finnst mér mjög gagnrýnivert í sambandi við giftingar og skilnaði," bætir Katla áköf við. „Þegar fólk skilur þarf það að fara til prests. Er þá reynt að leita sátta og ræða málin. En þegar fólk giftir sig er ekki skylda að tala við einn eða neinn. Það vantar ekki auglýsingarnar og dýrðina kringum brúðkaupin en allt of oft endist hamingjan skammt. Mér finnst full ástæða til að endurskoða það atriði, sérstaklega með börn í huga." Katla er ekki hlynnt því að stjúpur stofni með sér samtök en segir: „Mér finnst löggjöfin gera okkur alveg hroðalegan grikk. Við erum algjörlega réttlausar. Til dæmis ef við hjónin myndum skilja þá höfum við, ég og stjúpdóttir mín, engan lagalegan rétt hvor gagnvart annarri. Mér finnst þetta kannski vera atriði sem þyrfti að berjast fyrir að fá breytt, í því tilfelli væri félagsskapur stjúpmæðra, eða jafnvel stjúpforeldra, mjög þarfur. Eins og málum er háttað í dag er mjög stór hluti fólks í þessari aðstöðu en þó á mjög mismunandi hátt. Tíminn sem „stjúpsambandið" hefur varað ætti t.d. að skipta máli og það hve náið sambandið er. ( dag er forsjá algerlega í höndum kynforeldra svo að það er þeirra að samþykkja einhverja umgengni og þá að hvaða marki ef til skilnaðar kemur. Það sér það auðvitað hver skynsamur maður að þarna eru gífurlega miklir hagsmunir tveggja einstaklinga, stjúpforeldris og barns, í húfi. Ég hef oft hugsað um það hvernig barnið mitt myndi upplifa það að missa móður sína í annað sinn. Ekki missa kynmóður sína, náttúrulega. Ég veit ekki hvernig hún myndi höndla það. Að vera stjúpmóðir er í rauninni meira en vera móðir. Það er miklu víðfeðmara og krefst miklu meira en vera bara kynmóðir. Ég þekki dæmi þar sem stjúpbarnið er ofsalega erfitt. Helgarnar sem það er hjá stjúpunni eru rosalegar. Barn sem maður fæðir er manns eigið og jafn sjálfsagt að elska það og að draga andann. Þegar um stjúpbarn er að ræða þarf að vinna málið á annan hátt. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að ég á sérstaklega góð stjúpbörn. Ég er svo heppin því dóttir mín er eins og hugur manns og samband okkar gæti ekki verið betra." Þannig kemst Elsa Þorsteinsdótt- ir m.a. að orði þegar hún talar um flókið fjölskyldumynstur sitt. Hún heldur áfram og lýsir kring- umstæðunum nánar. „Tilsvarið var hluti af samtali fyrir mörgum árum. Stjúpsystir mín var að passa fyrir mig og var hún spurð hvort hún ætti barnið sem sat í kerrunni," segir Elsa. „Hún svar- aði því til að barnið væri systur- dóttir hennar, en fór svo eitthvað að útskýra málið frekar, sem gerði bara illt verra, og sá sem spurði botnaði ekki neitt í neinu. En, já, ég er úr stjúpfjölskyldu. Mamma giftist ekkjumanni sem átti fjögur börn og vissi ég því nokkuð vel hvað beið mín þegar ég giftist sjálf ekkjumanni fyrir fimm árum." Elsa er stjúpmóðir fjögurra barna, þriggja stúlkna og eins drengs. Hún á dóttur og tók í fyrra hjónabandi fósturdóttur sem hún að sjálfsögðu lítur á sem eigið barn. Spurning- unni um það hvaða merkingu orðið stjúpa hafi í hennar huga svarar Elsa: „Orðið sjálft finnst mér ekki jákvætt og kýs frekar að nota orðið fósturmóðir. Vissulega mætti íhuga það að finna eitthvert geðþekkara orð því stjúpa er dálítið grimmt." Um upphaf sambúðarinnar segir Elsa: „Það var erfitt til að byrja með. Skammt var liðið frá láti konunnar þegar við kynntumst og kannski allt of stuttur tími fyrir alla að jafna sig á jafn erfiðri staðreynd og dauðinn er. Að vísu hafði lát konunnar aðdraganda því hún var í nokkur ár veik af krabbameini. Sérstaklega fannst mér samband mitt og tengdamóður mannsins míns, ömmu barn- 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.