19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 16
konur að leiðast út í eiturlyfjaneyslu og glæpi og lenda í neðsta lagi samfélagsins. Einnig eru sjálfsvíg algengari meðal ungra karla heldur en ungra kvenna. Það er erfitt að skýra hvers vegna þetta gerist en al- mennt virðist þetta vera vegna minni félags- hæfni karla heldur en kvenna. Karlar eiga erfiðara með að tala um vandamál og ein hliðin á þessu vandamáli er að karlar virðast oftar grípa til ofbeldis í stað þess að ræða um hlutina. Það er eitt mál sem við höfum látið til okkar taka og eftir mikla baráttu stendur ofbeldismönnum nú loks til boða meðferðarúrræði sem margir hafa nú þegar nýtt sér." Fæðingarorlofið grundvallaratriði Hvað með rétt fráskilinna karla til um- gengni við börn sín? „Karlanefndin hefur fengið fjölda erinda frá forsjárlausum feðrum sem telja brotið á um- gengnisrétti sínum við börnin. Yfirvöld virð- ast eiga fá úrræði til að tryggja rétt þessara manna. Að frumkvæði karlanefndar var stofnuð nefnd á vegum dómsmálaráðuneyt- isins, sem er um þessar mundir að Ijúka störfum og skila áliti sínu á þessum málum. Við í karlanefndinni höfum lagt á það áherslu að sameiginleg forsjá verði fyrsta val for- eldra við skilnað. Sameiginleg forsjá krefst sæmilegs samkomulags á milli foreldra og þess vegna höfum við líka lagt áherslu á ráð- gjöf fyrir foreldra þegar til skilnaðar kemur. Þeir þurfa auðvitað að greina á milli eigin rifrildismála og sárinda og hagsmuna barns- ins. Auðvitað er síðan erfitt að jafna aðstöðu foreldra í forsjármálum án víðtækari að- gerða. Ef karlmaður hefur til dæmis aldrei haft tækifæri til að helga sig börnum sínum með sama hætti og kona þá kemur það af sjálfu sér að samfélagið telur hann hafa minni rétt til umgengni við þau og að taka þátt í lífi þeirra þegar til skilnaðar kemur. Fæðingarorlofið, réttur karla til að sinna heimili og fjölskyldu til jafns við konur, er að mínu mati grundvallaratriðið í þessu öllu saman. Það breytir svo mörgu. Það breytir forsendum í forsjármálum, það breytir því að karlar og konur eru jafnmikið frá vinnu ef bæði bera jafnmikla ábyrgð á heimilinu. Þannig er sú röksemd úr sögunni að konur séu verri starfskraftar en karlar því þær hafi meiri skyldur við heimilið. Þá er sömuleiðis úr sögunni þetta forskot sem karlar ná oft í atvinnulífinu milli tvítugs og þrítugs á meðan konur eru oft að eignast börn. Þetta forskot karlanna leiðir til þess að hæfileikar og menntun alltof margra kvenna nýtast þjóðfé- laginu ekki; í ábyrgðarstöður veljast kannski frekar karlar, sem hafa haft tíma til að keppa að þeim, heldur en þær hæfustu úr hópi kvenna. Nú er það staðreynd að kynin eru álíka vel menntuð og konur hafa náð forskoti á karla í ýmsum deildum innan Háskóla (s- lands. Það ástand sem ríkir núna er því ein- faldlega slæm nýting á þeim hæfileikum sem búa í fólki." Hvernig hefur þetta gengið fyrir sig í þínu persónulega lífi, hefur ykkur hjónunum tekist að njóta ykkar til jafns á vinnumark- aði og heimili? „Já, ég vil meina það. Við erum bæði í eril- sömum og ábyrgðarmiklum störfum. Konan mín er markaðsstjóri hjá Glitni og ég for- stöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssímanum. Við erum með svipaða menntun og tekjur á svipuðu bili þannig að það kemur af sjálfu sér að sú krafa væri full- komlega galin að annað okkar helgaði sig heimilinu og hitt starfsframanum. Ég held að það hafi reyndar skipt verulegu máli hvað þetta varðar að þegar dóttir okkar fæddist fyrir tveimur árum tókst mér að sameina þriggja mánaða endurmenntunarleyfi, sem ég hafði rétt á, og sumarfrí mitt og vera þannig heima hjá stelpunni í fjóra mánuði á fyrsta árinu. Fyrst vorum við hjónin bæði heima í einn mánuð og síðan var ég einn með dóttur minni í þrjá mánuði eftir að fæð- ingarorlofi konunnar minnar lauk. Þegar karl- maður er einn heima með lítið barn á hann enga möguleika á því að koma verkefnum eða ábyrgð yfir á konuna, þá axlar hann þessa ábyrgð sjálfur. Fyrir vikið hefur skipt- ingin á umönnun og uppeldi dóttur okkar verið harla jöfn. Ég hef samt á stundum fundið fyrir þrýstingi samfélagsins, fólki hefur sumu ekki fundist þetta vera alveg eðlilegt. Það er líka mjög auðvelt að gleyma sér og byrja að renna inn í einhver hefðbundin kyn- hlutverk. Stundum þarf maður eiginlega að taka svolítið í hnakkadrambið á sjálfum sér, ræða málin og passa að verkaskiptingin á heimilinu lendi ekki óvart í einhverju gamal- dags fari sem samfélagið hefur innprentað okkur." Að spyrja réttu spurninganna nógu snemma Nú er nýtt árþúsund við sjóndeildarhring- inn, sérðu fyrir þér einhverjar breytingar á stöðu kynjanna á nýrri öld? „Ég vona svo sannarlega að nýrri öld fylgi já- kvæðar breytingar á stöðu og samskiptum kynjanna. Áfundi sem karlanefndin hélt með fulltrúum flokka sem buðu fram til nýafstað- inna alþingiskosninga voru allir sammála um það að stefna ætti að lengingu fæðingaror- lofsins og jafnari skiptingu þess milli kvenna og karla. Þetta var síðan staðfest í stefnu- skrám flokkanna sem flestir gefa loforð um slíkar breytingar. Ef þetta skref verður stigið þá skiptir það auðvitað gríðarlegu máli fyrir stöðu jafnréttismála á næstu öld. Við sjáum nú þegar hreyfingu í þessa átt- ina, t.d. með samþykkt Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur þar sem félagsmönnum eru tryggð 80% af launum sínum í fæðingaror- lofi, sama hvort um karla eða konur er að ræða. Þessi samþykkt skiptir auðvitað heil- miklu máli því oft á fólk í raun ekkert val um hvort karlinn eða konan tekur sér fæðingar- orlof. Hjón sem eru með húsbréfin, bílalánin, dagvistargjöldin og framfærslukostnaðinn á bakinu og standa frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort konan eða karlinn eigi að vera heima hjá litlum börnum, neyðast því miður oft til að velja það að karlinn fari út á vinnumarkaðinn en konan sjái um börn og bú, það er oft minni tekjumissir fyrir heimilin. Þessi mál lenda síðan í vítahring, laun og staða karlsins batna og hann verður æ meira ómissandi í vinnunni en staða konunnar á vinnumarkaðnum versnar. Aukin réttindi karla til fæðingarorlofs og tekjutenging greiðslna í fæðingarorlofi mun þess vegna leiða til jafnari réttar karla og kvenna í samfé- laginu. Stjórnmálaflokkarnir verða því örugg- lega rukkaðir um áðurnefnd loforð á nýhöfnu kjörtímabili og ég hef það á tilfinningunni að jafnréttismál verði ofar á baugi næstu fjögur árin en oft áður. Mér finnst ennþá vanta svolítið upp á það hjá körlum, líka mörgum af minni eigin kyn- slóð, að þeir spyrji sig réttu spurninganna nógu snemma; hvort þeir vilji gefa sér tíma fyrir fjölskylduna eða vera öllum stundum í vinnunni. Maður hittir svo marga karla á milli fimmtugs og sjötugs sem sjá mikið eftir að hafa ekki eytt meiri tíma með börnunum sín- um þegar þau voru yngri. Margir karlar upp- lifa það til dæmis, þegar þeir hætta að vinna sjötugir, að þeir þekkja ekki fjölskyldu sína og hafa ekki stuðning af henni á sama hátt og konur. Það er of seint að sjá eftir því að hafa ekki spurt sjálfan sig réttu spurninganna þeg- ar ungarnir eru flognir úr hreiðrinu. Við þurf- um að koma á árangursríkum samræðum á milli kynslóðanna; í haust mun karlanefnd Jafnréttisráðs standa fyrir ráðstefnu ásamt samtökum aldraðra um stöðu aldraðra karla. Það kæmi mér ekki á óvart þó að þar kæmu fram góð ráð og margt sem yngri kynslóðin gæti lært af reynslu þeirra eldri." Samvinnuverkefni kynjanna Sérðu fyrir þér að samvinna kynjanna, líkt og samvinna kynslóðanna, leiði af sér betra samfélag fyrir alla þjóðfélagsþegna? „Já, það er mikilvægt að fólk líti á jafnréttis- baráttuna sem samvinnuverkefni en ekki bar- áttu milli kynjanna." Hvernig finnst þér Kvennalistinn hafa stað- ið sig í þeim málum, að setja jafnréttisbar- áttuna fram sem samvinnuverkefni í stað baráttu? „Mér finnst Kvennalistinn of mikið hafa stillt jafnréttisbaráttunni upp sem valdabaráttu milli kynjanna í staðinn fyrir að leggja áherslu á að skýra fyrir karlmönnum hvað þeir græði á henni og fá þá þannig með í slaginn. Það er hins vegar áberandi kynslóðamunur hvað þetta varðar innan Kvennalistans og ég þekki margar konur innan hans sem hugsa ná- kvæmlega eins og ég í þessum málum. Mér fannst það hins vegar sláandi að sjá á síðasta jafnréttisþingi viðbrögð nokkurra af eldri kyn- slóð kvennabaráttukvenna við niðurstöðum könnunar sem Ingólfur V. Gislason, félags- fræðingur og ritari karlanefndarinnar, gerði á meðal ungra karla. Niðurstöðurnar leiddu í Ijós að ungir karlar voru almennt mjög jafn- réttissinnaðir og að þeir vildu axla ábyrgð til jafns við konur á börnum og heimili, reyndu að taka sér „dulið" fæðingarorlof með því að nota sumarfríið og fleira í þeim dúr. Þá stóðu upp nokkrar „reyndar" konur í jafnréttisbar- áttunni og sögðust bara ekkert trúa þessu. Þetta væri einhver vitleysa og Ingólfur hefði svindlað ... í stað þess að taka þessu með já- kvæðu hugarfari og nýta þennan áhuga þá neituðu þær að trúa þessum niðurstöðum. Ég held að sem betur fer sé svona hugsunar- háttur á undanhaldi. Ég vonast einnig til þess að fyrirtæki skilji það í auknum mæli á nýrri öld að áhersla á jafnréttismál er í þágu þeirra eigin hags- muna. Það eru kannski önnur mistök, sem gerð hafa verið í jafnréttisbaráttunni, að sam- þykkja lagabókstaf og berja síðan stöðugt á 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.