19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 13
hitti forsetahjónin í fyrsta sinn, skömmu eftir að hann tók við starfi sem sendiherra Islands í Washington. I byrjun árs 1998 hafði hann verið boðaður til fyrsta fundar í Hvíta húsinu á vegum Árþúsundanefndar Hvíta hússins en Hillary Clinton veitir nefndinni forystu. Jón Baldvin segir að þarna hafi verið sama komn- ir margir fremstu heimspekingar, sagnfræð- ingar og hagfræðingar Bandaríkjanna, en fyr- ir utan þá sem voru í Hvíta húsinu tóku þátt í fundinum fulltrúar fjölmargra háskóla, bæði innan og utan Bandarikjanna, í gegnum net- ið og gátu þannig tekið þátt í fundinum með spurningum og umræðum. „Alls voru þarna um 300 manns. Forsetafrúin stýrði fundinum og forsetinn var viðstaddur og tók þátt í um- ræðum," útskýrir Jón Baldvin. „Þetta voru fyrstu kynni mín hér af forsetahjónunum þar sem ég var áhorfandi að því hvernig þau sameiginlega ræddu nánast heimspekileg eða þjóðfélagsleg viðfangsefni við fremstu menn Bandaríkjanna á því sviði sem jafningj- ar." Jón Baldvin segir að sá sem hafi haldið framsögu hafi verið prófessor Bailey frá Harvard-háskólanum en erindi hans snerist um það hvað við getum lært af sögu okkar sem hefur gildi fyrir framtíðina. „En af því að við erum nú að tala um forsetahjónin þá skynjaði ég vel að sennilega væri leitun að þjóðhöfðingjahjónum í veröldinni sem hefðu getað með sama hætti og Bill Clinton og Hillary tekið þátt í svona djúphugulum um- ræðum með fremstu sérfræðingum þjóðar- innar og það algjörlega á jafnréttisgrund- velli," segir hann. „Þetta var satt að segja meiriháttar fundur og meiriháttar lífsreynsla og nóg til þess að maður gerði sér grein fyr- ir því að þessi hjón eru bæði sérstök fyrir sakir bæði mikillar greindar og þekkingar og getu til þess að tjá sig á aðlaðandi og sann- færandi hátt um flókin viðfangsefni." Ný jafnréttislög væntanlega samþykkt á nýju þingi Páll Pétursson félagsmálaráðherra lagði fram á Alþingi sl. vetur nýtt frumvarp til jafnréttislaga sem leysa skyldi af hólmi lög nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Frum- varpið hlaut ekki afgreiðslu á síðasta þingi en í umræðum þingmanna komu fram væntingar til þess að það yrði afgreitt sem fyrst á því þingi sem nú er að koma saman. Frumvarpið er að mestu leyti samið af sér- stakri ráðherraskipaðri nefnd sem Sigríður Lillý Baldursdóttir, skrifstofustjóri veitir forstöðu, en aðrir í nefndinni eru Árni M. Mathiesen alþingismaður, Elín R. Líndal, formaður Jafnréttisráðs og Elsa S. Þorkels- dóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs. Starfsmaður nefndarinnar er Hanna Sigríð- ur Gunnsteinsdóttir. I athugasemdum við frumvarpið kemur fram að meginástæða fyrir endurskoðun núgildandi jafnréttislaga hafi verið tvíþætt. Annars vegar vegna þeirra breytinga sem orðið hafa í jafnréttismálum frá því núgild- andi lög tóku gildi og hins vegar vegna þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hafi lítið miðað í jafnréttisátt á ýmsum mik- ilvægum sviðum samfélagsins. „Því var auðsætt að við endurskoðunina þurfti bæði að athuga skipan jafnréttismála í stjórn- sýslunni og afmörkun þeirra verkefna sem vinna skyldi að.“ í athugasemdum kemur einnig fram að fyrrgreind nefnd leggi áherslu á að jafnréttismál þurfi að vera við- fangsefni beggja kynja, enda muni bæði kynin njóta góðs af auknu jafnrétti í samfé- laginu. „Fram til þessa liafa konur verið mun virkari í baráttunni fyrir jafnrétti kynj- anna en undanfarin ár hafa karlar kveðið sér hljóðs og krafist réttar síns á eigin for- sendum. Um er að ræða réttindabaráttu sem styður baráttu kvenna fremur en að hún gangi gegn henni og taldi nefndin mik- ilvægt að styrkja þessa þróun. Grunntónn- inn í jafnréttismálum er, að mati nefndar- innar, að konum og körlum séu sköpuð jöfn tækifæri til að nýta krafta sína sjálfum sér og samfélaginu til góða og að fólki sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis. í þessu sambandi er þó mikilvægt að hafa hugfast að sérstakt tillit til kvenna við þungun og barnsburð telst ekki mismunun." Kynferðisleg áreitni skilgreind Meðal helstu nýmæla i frumvarpinu má nefna að lagt er til að jafnréttismálin heyri áfram undir félagsmálaráðuneytið en sér- hvert ráðuneyti skipi jafnréttisfulltrúa sem hafi umsjón með jafnréttismálum á mála- sviði síns ráðuneytis og verði tengiliður við félagsmálaráðuneytið. „Þetta er gert til að styrkja jafnréttisstarf á öllum sviðum sam- félagsins, enda varðar jafnrétti kynjanna alla málaflokka ef grannt er skoðað,“ segir í athugasemdum frumvarpsins. Af öðru ný- mæli er að lagt er til að Skrifstofa jafnrétt- ismála, sem samkvæmt núgildandi lögum er skrifstofa Jafnréttisráðs og kærunefndar jafnréttismála, verði sérstök stofnun sem heyri undir félagsmálaráðuneytið og fái skilgreind verkefni. „Meginbreytingin sem í þessu felst er að verkefnin sem sam- kvæmt núgildandi lögum eru á ábyrgð Jafnréttisráðs, sem skipað er fulltrúum hagsmunasamtaka og aðilum vinnumark- aðarins, verða falin stofnun til fram- kvæmda. í ljósi þess að undanfarin ár hafa stjórnvöld í síauknum mæli ákveðið eða skuldbundið sig til að sinna ákveðnum verkefnum í jafnréttismálum þykir rétt að leggja til að jafnréttisstofnun stjórnvalda, Skrifstofa jafnréttismála, heyri beint undir ráðuneyti en sé ekki stjórnað af fjölskipaðri nefnd. “ Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að Jafn- réttisráð sitji áfram en í breyttri mynd og sinni öðrum verkefnum en nú. Hið nýja Jafnréttisráð verði vettvangur hagsmuna- samtaka og þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum við stefnumörkun og ráðgjöf í jafn- réttismálum. Einnig eru lagðar til gagnger- ar breytingar á jafnréttisþingi, boðun þess, hversu oft það kemur saman og á verkefn- um þess. Lagt er til að félagsmálaráðherra boði til þingsins annað hvert ár og þingið kjósi þrjá fulltrúa í Jafnréttisráð. Að auki er í frumvarpinu lagt til að í stað kærunefndar jafnréttismála verði skipuð úrskurðarnefnd jafnréttismála sem kveða muni upp bind- andi úrskurði. Meðferðarreglur úrskurðar- nefndarinnar eru jafnframt gerðar skýrari og sönnunarreglur fyrir nefndinni hafðar þær sömu og fyrir dómstólum. Gert er ráð fyrir þeim möguleika að úrskurðarnefndin geti í samráði við málshefjanda vísað mál- um til sáttameðferðar hjá Skrifstofu jafn- réttismála. Af öðrum nýmælum má nefna að í frum- varpinu er kynferðisleg áreitni skilgreind og sömuleiðis skilgreindar ákveðnar skyld- ur atvinnurekenda og skólastjórnenda til að koma í veg fyrir hana, svo og hvernig staðið skuli að meðferð máls komi slíkt upp á vinnustað eða í skóla. Einnig er í frum- varpinu lagt til að ákvæði í íslenskri löggjöf um hlut kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum verði skerpt. Um er að ræða sérstakt átak og að tíu árum liðnum er gert ráð fyr- ir að ekki sé þörf á ákvæði sem þessu í jafn- réttislögum. Arna Schram 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.