19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 14
Jafnréttismál ekki einkamál kvenna rætt við Ólaf Þ. Stephensen, formann karlanefndarinnar Ólafur telur hafa skipt miklu máli í eigín fjölskyldu að hafa fengið tækifæri til að vera 4 mánuði heima með Elínu Sjöfn á fyrsta ári. Mörgum finnst karlanefnd Jafn- réttisráðs bera með sér innri mót- sögn. „Eru ekki eintómar kerling- ar í Jafnréttisráði?" er algeng spurning þegar karlanefndina ber á góma. Það er því sorgleg stað- reynd að allt of fáir skilja hug- myndina um karlanefndina og álíta jafnréttismálin enn einkamál kvenna. í sannleiksleit fékk Jó- hanna Vigdís Guðmundsdóttir formann karlanefndarinnar, Ólaf Þ. Stephensen, til að spjalla um jafnréttismál, einkalífið, leik og störf. / lafur Þ. Stephensen er þrítugur, kvæntur og á eina dóttur. Ólafur og kona hans, Halldóra Traustadóttir, eru bæði í krefjandi störfum en vilja auðvitað líka, eins og flestir, hafa tíma til að sinna hvort öðru og dóttur sinni, Elínu Sjöfn, en hún er tveggja ára gömul. Ólafur er stjórnmálafræð- ingur og starfaði í 11 ár sem blaðamaður á Morgunblaðinu en er nýlega tekinn við stöðu forstöðumanns upplýsinga- og kynningar- mála hjá Landssímanum. Það sem blaðamanni leikur helst forvitni á að vita er hvers vegna Ólafur hafi tekið að starfa með karlanefnd Jafnréttisráðs? „ Þegar ég var yngri gaf ég jafnréttismálum ekki mikinn gaum en eftir að ég eignaðist fjölskyldu fór ég sjálfur að reka mig á það sem var ábótavant. Mín fyrstu afskipti af jafn- réttisbaráttunni voru nokkrar greinar í Lesbók Morgunblaðsins. Tilefni skrifanna var að mér fannst ég reyna það á sjálfum mér, og fjöl- skyldu minni, að bæði karlar og konur væru að reka sig á veggi. Konurfara í atvinnuviðtöl og eru spurðar hvort þær eigi barn eða hvort þær ætli að eignast börn. Það er gefið Ijós- lega ! skyn að það sé óæskilegt vegna þess að barneignir þýða auðvitað að konur eru meira og minna heima fyrstu mánuðina eftir fæðingu barna og síðan er gengið út frá því sem vísu að mæður þurfi að sinna börnunum meira en feður. Þessar spurningar koma hins vegar aldrei upp gagnvart karlmönnum held- ur fá þeir frekar klapp á bakið á vinnustað þegar fréttist af nýjum erfingja á leiðinni. Karlar reka sig hins vegar á það að jafnvel þótt þeir vilji helga sig börnum og heimili þá er í fyrsta lagi ekki ætlast til þess að þeir geri það og í öðru lagi eru möguleikar þeirra til þess mjög takmarkaðir. Sjálfstæður réttur karla til fæðingarorlofs varð ekki til fyrr en á síðasta ári og þessi rétt- ur er enn mjög takmarkaður. Möguleikar beggja kynja til að gera það sem hugur þeirra stendur til, hvort sem það er að sækj- ast eftir frama í atvinnulífi og stjórnmálum eða sinna fjölskyldunni, eru ekki jafnir. Konur hafa á undanförnum árum og áratugum sótt út á vinnumarkaðinn en sókn karlanna inn á heimilin hefur enn ekki hafist að neinu marki." Það má því segja að persónulegar aðstæð- ur hafi orðið til að þú fórst að gefa jafn- réttismálum gaum? „Já, í rauninni, ég er þannig gerður að ég hef pólítískan áhuga og þarna fannst mér vera kominn málstaður sem væri alveg þess virði að berjast fyrir." Athygli karla vakin Hvernig myndir þú lýsa karlanefndinni? „Karlanefndin er fimm ára gömul og var framan af undir stjórn Sigurðar Svavarssonar, sem er framkvæmdastjóri hjá Máli og Menn- ingu, en ég tók við formennsku í henni fyrir rúmu ári. Karlanefndin var sett á laggirnartil að reyna að efla þátt karla í jafnréttisumræð- unni og jafnréttisstarfi, hætta að láta jafnrétt- ismálin vera einkamál kvenna. Það er nú svo sérkennilegt að þótt til séu lög sem kveða á um sem jafnast hlutfall kynja í nefndum og ráðum á vegum ríkisins þá hefur það ein- hvern veginn æxlast þannig að það eru alltaf nánast eintómar konur í Jafnréttisráði og ég er ekki viss um að karlar líti á þær sem sína fulltrúa í jafnréttisbaráttunni, þótt allt hafi þetta verið sómakonur. Karlanefndin hefur sinnt því hlutverki að vekja athygli karla á jafnréttismálum, virkja karla til þátttöku í jafnréttisumræðunni, út- skýra fyrir þeim að þetta er þeirra barátta líka og að draga fram ýmsar staðreyndir um stöðu karla því auðvitað fara þeir líka halloka á ýmsum sviðum þó að á öðrum sviðum séu þeir kannski sterkari en konur. ( því sambandi vil ég í fyrsta lagi nefna tækifæri til að helga sig heimili og fjölskyldu. Einnig virðast strák- ar standa verr í skólakerfinu heldur en stelp- ur því að kerfið virðist síður vera sniðið að þeirra þörfum heldur en stelpnanna. Það hafa verið gerðar tilraunir með það að sinna hvoru kyninu fyrir sig á þess eigin forsend- um, má þar nefna brautryðjendastarf Mar- grétar Pálu Ólafsdóttur, leikskólastjóra í Hafnarfirði. Árið 1997 hélt karlanefndin fjölsótta og velheppnaða ráðstefnu undir yfirskriftinni „Strákar í skóla" þar sem fjallað var um þessi mál. Karlar virðast einnig í meiri hættu en 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.