19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 8
Á nokkrum tungumálum var okkur hótað öllu illu og líkt við svín bæði í máli og mynd- um. Við létum Hólmfríði Gísladóttur hjá Rauða krossinum hafa bréfin og hún fór með þau til lögreglunnar. Annars er ég hrædd um að aldrei hafi komið í Ijós hver eða hverj- ir sendu bréfin. Fyrir utan bréfin var okkur afar vel tekið. Allar fjölskyldurnar fengu íbúð og næga vinnu var að fá. Viðmótið hefur því miður breyst til hins verra með árunum. Nú eiga Vietnamar mun erfiðara með að fá vinnu og sérstaklega konur með lélega íslenskukunnáttu. Engu skiptir þó að ekki sé sérstök þörf fyrir góða íslenskukunnáttu, t.d. í þvottahúsum eða veitingahúsum. Vinnuveitandinn spyr ein- faldlega hvort umsækjandinn tali góða ís- lensku og ef svarið er nei er ekki að sökum að spyrja — jafnvel þótt tekið sé fram að umsækjandinn sé á námskeiði í íslensku hjá Námsflokkunum. Fordómar í garð fólks frá Asíu hafa aukist til muna síðustu árin. Þarna spilar trúlega ýmislegt saman, t.d. sögu- sagnir um að flestar asískar konur hafi verið keyptar hingað til lands af íslenskum karl- mönnum. Annað má helst ekki ræða, svo sem að sumir Asíubúar hafa ekki fundið sig í íslensku þjóðfélagi og lagst í óreglu. íslend- ingar sjá hvaðan fólkið er komið og hinir verða að gjalda þess." Katrín segir að því miður séu alltof marg- ar víetnamskar konur félagslega einangrað- ar hér á landi. "Tungumálið er aðalástæðan. Asíubúar eiga mun erfiðara með að læra ís- lensku en Evrópubúar. Málfræðin er okkur afar fjarlæg og framburðurinn erfiður. Ég get nefnt að ég á sjálf mjög erfitt með að greina á milli i og í og lengi vel var mér nán- ast ómögulegt að bera saman fram r og ð eins og i borð. Sumum kvennanna hefur ver- ið sagt upp störfum vegna lélegrar íslensku- kunnáttu. Aðrar geta ekki vegna málerfið- leika fengið vinnu í sínu fagi og gefast upp við að vinna aðra erfiða vinnu fyrir lág laun. Konurnar eru heima, sinna húsverkum og barnauppeldi og njóta aðallega félagsskap- ar annarra heimavinnandi víetnamskra kvenna. Ég hefaldrei heyrt víetnamska konu tala um að hún hafi farið í Þjóðleikhúsið. Sjaldgæft er að hjón fari í bíó, i Húsdýra- garðinn eða aðra almenningsstaði með börnin. Afleiðingin er sú að börnin verða nánast jafn einangruð og mæðurnar — og mæðurnar eru því miður allt of oft óham- ingjusamar í einangrun sinni." eða kynþátturinn heldur viðbrögð samfé- lagsins við þeim sem skilgreindir eru öðru- vísi," útskýrir Rannveig. „Við höfum líka ver- ið að reyna að skilja tengslin á milli þess að vera kona og lifa á jaðrinum. Konurnar í hóp- unum búa yfir þeirri sameiginlegu reynslu að eiga erfitt með að fá aðgang að hinum félagslega viðurkenndu kvenhlutverkum og eru ekki skilgreindar sem hluti af hinum fé- lagslega viðurkennda kvenleika. Konur í hópunum eru álitnar „gallaðar" sem konur og þeim ýtt út á jaðarinn þar sem þeim er út- hlutað hlutverki eins konar ó-kvenna. Ég get nefnt dæmi um hvernig þessi veru- leiki birtist hjá hverjum þessara þriggja hópa. Þroskaheftar konur eru gjarnan álitnar eilíf börn, eiga erfitt með að fá stöðu og hlutverk sem fullvaxta konur og eru oft ekki álitnar kynferðisverur, þ.e. eru ekki álitnar konur. Lesbíurnar ógna mest hinum „venju- lega" kvenleika því þær ögra hinni gagnkyn- hneigðu reglu og eru af mörgum taldar ein- hvers konar karl-konur. Asískar konur á Is- landi falla ekki að hinum íslenska kvenleika og eru ríkjandi staðalmyndir af þeim því miður sérlega neikvæðar og niðurlægjandi, t.d. telja margir að þær séu „keyptar" til landsins af körlum sem ekki ráða við sterkar íslenskar konur. Á sumum sviðum má segja Minni fordómar „Fordómar í garð lesbía hafa farið minnk- andi með árunum. Helstu ástæðurnar eru vafalaust meiri sýnileiki, mannréttindaum- ræða og fræðsla þótt fræðslan fari auðvitað misvel í fólk. Hinu er ekki að leyna að á með- an t.d. brotið er á mannréttindum okkar, þögn ríkir um málefni okkar í skólum og við þurfum að berjast fyrir því að vera við sjálf- ar eru fordómar ríkjandi í þjóðfélaginu," segir Klara Ósk Bjartmarz, 29 ára, varafor- maður Samtakanna 78 og ein af samstarfs- konum Rannveigar Traustadóttur við rann- sóknina. Klara segir rannsóknir sýna fram á að eitt mesta áhyggjuefni þeirra sem séu að gang- ast við samkynhneigð sinni séu viðbrögð nánustu fjölskyldu. „Annað sem veldur sam- kynhneigðum einstaklingum erfiðleikum eru þeirra eigin fordómar. Samkynhneigðir verða nefnilega eins og aðrir fyrir áhrifum af þeirri neikvæðu umræðu sem á sér stað um málefni samkynhneigðra víða í þjóðfélaginu. Skólakerfið hjálpar heldur ekki til enda er þar lítil fræðsla um málefni samkynhneigðra og mismunandi fjölskylduform." „Fjölskyldumál eru ofarlega í hugum samkynhneigðra eins og flestra annarra," segir Klara. „Okkur þykir alveg hreint með ólíkindum að ekki skuli vera búið að sam- þykkja lög um stjúpættleiðingar fólks í stað- festri samvist þar sem í því tilfelli er um að ræða brot á mannréttindum barna okkar en sá réttur er m.a. tryggður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á börnum samkynhneigðra og engin þeirra hefur sýnt fram á að börn þeirra bíði einhvern skaða, t.d. hvað varðar félagslegan þroska eða kynímynd. Hvað varðar önnur atriði varðandi barneignir, þ.e. frumættleiðingar og tæknifrjóvganir, snýst málið einfaldlega um mannréttindi að mínu mati. Lesbíur og hommar eru hvorki betri né verri uppalendur en gagnkynhneigðir og eiga að njóta sömu réttinda og þeir sem njóta þeirra í dag. Að sjálfsögðu eiga svo sömu ströngu skilyrði að gilda," segir Klara og tekur fram að á sama hátt og samkyn- hneigðir hafi haldið heimili fyrir daga laga um staðfesta sambúð eignist samkyn- hneigðir börn þrátt fyrir lagaskort. Við fyrstu sýn virðast lesbíur skera sig nokkuð úr hinum hópunum, t.d. í tengslum við tjáningu og menntun. Hvað þykir lesbí- um um að vera skilgreindar sem jaðarhópur? „Við erum án efa minnihlutahópur og búum ekki við full mannréttindi, t.d. hvað varðar ættleiðingar og kirkjulega vígslu. Umræðan um okkur er gjarnan lituð af fáfræði og for- dómum, t.d. var nýlega sagt frá því í DV að hin fræga Ellen væri samkynhneigð þar sem hún hefði verið misnotuð í æsku, sumir söfn- uðir þjóðkirkjunnar tala um okkur sem synd og áfram væri lengi hægt að telja. Ég veit ekki með hvaða rökum ætti að telja að við værum ekki á jaðrinum, við höfum minni réttindi en gagnkynhneigðar hvítar ófatlað- ar konur og erum vanmetnar af þeim og þeim sem mynda miðjuna." Finnur þú fyrir því að ekki sé gert ráð fyr- ir þér í kerfinu? „Auðvitað finnum við fyrir því eins og dæmið um eiginmanninn og eig- inkonuna í skattframtalinu sýndi. Þar var um að ræða formlega mismunun og því átti al- menningur auðveldara með að átta sig á því við hvað var átt. Hins vegar er hin óformlega mismunun miklu verri. Ég nefndi áðan menntakerfið og óhætt er að bæta við heil- brigðiskerfinu. Annars er ég auðvitað fyrst og fremst venjuleg manneskja og verð sjaldnast vör við annað viðhorf úti í þjóðfé- laginu." 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.