19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 47

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 47
Fyrstu kynni islendinga af tóbaksnotkun hafa verið rakin allt afturtil ársins 1631 en þá ritar Arngrímur lærði bréf til vin- ar síns Ole Worm í Kaupmannahöfn þar sem hann spyrst fyrir um hverju planta sú „sem sumir kalla indverska, aðrir heilaga, aðrir nicosium og nicosiana fái áorkað þegar hún er „drukkin" (reykt) gegnum pípu, þannig að reykurinn gýs út um munn og nasaholur" (Tóbak 1998:7). Tóbaksnotkun var þó í fyrstu nokkuð sjaldgæf en fer síðan að breiðast út í lok 17. aldar og á 18. öld. Sagt er að konur tækju í nefið eigi síður en karlar. Tóbaksnotk- un verður þó ekki almenn meðal kvenna á Vesturlöndum fyrr en um eða eftir seinni heimsstyrjöldina. En á 3. áratugnum ríkti mikil andstaða gegn reykingum kvenna í Bandaríkjunum og árið 1921 stóð meðal annars til að leggja blátt bann við reykingum kvenna („veikara" kynið átti ekki að reykja). Konur voru sjálfar á móti reykingum en tó- bakið kölluðu þær tóbaksdjöful sem lokkaði eiginmennina burtu frá „skyldum" sínum gagnvart konunni. Eftir fyrri heimsstyrjöldina milduðust menn í afstöðunni til reykinga kvenna og frá þeim tíma fóru reykingar kvenna að blandast inn í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Til að undirstrika sjálfstæði sitt gerðu konur í Bandaríkjunum til dæmis jafna kröfu til að reykja og ganga í síðbuxum. Þessa afstöðu nýttu tóbaksfram- leiðendur sér í sínu markaðsstarfi og má segja að upphaf markaðssetningar, sérstak- lega beint að konum, megi rekja til ársins 1928 þegar Albert nokkur Lasker, auglýs- ingafrömuður, sem starfaði fyrirframleiðend- ur Lucky Strike, hóf auglýsingaherferð tengda réttindabaráttu kvenna. Lasker þessi hafði nokkru áður verið staddur á veitinga- stað ásamt konu sinni. Eftir málsverðinn hugðist eiginkonan kveikja sér í sígarettu en var þá stöðvuð af starfsfólki veitingastaðar- ins og henni góðfúslega bent á bann við reykingum kvenna á staðnum. ( framhaldi af þessum „kvennaauglýsingum" fara framleið- endur Lucky Strike að auglýsa sígarettur sem nokkurs konar megrunarlyf, herferðin bar nafnið „Reach for a Lucky instead of a Sweet" og þrefaldaðist salan á þessari teg- und á einu ári. Eins og áður segir fór tóbaksnotkun ekki að verða almenn meðal kvenna á Vestur- löndum fyrr en um eða eftir seinni heims- styrjöldina. Fram að þeim tíma hafði hlutverk Auglýsingar frá 1980 sýndu fágaðar og kynþokkafullar konur. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.