19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 17
mönnum með honum í staðinn fyrir að út- skýra fyrir stjórnendum fyrirtækja hvað þeir græði á hugsunarhættinum. Vitlaus kynning á jafnréttislöggjöfinni hefur leitt til að stjórn- endur fyrirtækja eru farnir að setja hana í flokk með skattalögum, eftirlitsiðnaðinum og öllu sem þeir telja vera byrði á rekstrin- um. Jafnréttisstefna í fyrirtækjum hefur hins vegar reynst auka starfsánægju starfsmanna og þar með bætt allan starfsanda verulega, það skilar sér alltaf í reksturinn. Áhersla á jafnréttismál nýtir betur hæfileika, reynslu og þekkingu alls starfsfólksins og við sjáum það til dæmis að með því að draga úr hinni séríslensku og óhóflegu yfirvinnu, sem aðal- lega hefur verið unnin af körlum, hefurfram- leiðni í fyrirtækjum aukist og það er síður hætta á því að starfsmennirnir brenni út. Með þessu móti nýtast þeir fyrirtækjunum lengur. Það er líka mikilvægt í jafnréttisbaráttunni að ungt og vel menntað fólk, sem er sá hóp- ur sem fyrirtæki vilja helst ráða til starfa, spyrji stjórnendur fyrirtækja að því hvernig þessum málum sé háttað í þeirra fyrirtæki. Spyrji einfaldlega hvort vinna í þessu fyrir- tæki fari saman við það að eignast fjölskyldu og þroska sjálfan sig „... sem sagt; eiga líf utan við vinnuna," botnar blaðamaður og Ólafur sættist á stuttu útgáfuna á þessu ann- ars alvarlega málefni. Jafnréttisbaráttan snýst því kannski fyrst og síðast um lífsgildi. Bæði kynin eiga að hafa rétt til að njóta sín, hæfileika sinna og menntunar, í atvinnulífinu sem og í einkalíf- inu. Og, eins og Ólafur sagði, þess vegna er mikilvægt að við spyrjum okkur og vinnuveit- endur okkar réttu spurninganna nógu snemma. Því þegar upp er staðið velkist eng- inn í vafa um hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Karlastörf í meiri metum Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur ASI, segir að úr nýjustu launakönnun Kjararannsóknar- nefndar megi greinilega lesa að karlastörf séu í meiri metum en kvennastörf þó að í eðli sínu séu störfin keimlík. Það þykir greini- lega merkilegra að afgreiða vara- hlut en varalit þó að bæði störfin krefjist svipaðrar sérþekkingar. Launakönnunin tekur til launa- manna á almennum vinnumarkaði og starfsmanna stofnana og fé- laga í eigu opinberra aðila. Við vinnslu könnunarinnar var notast við sérstakt starfaflokkunarkerfi og athyglinni sérstaklega beint að starfinu sjálfu og því hversu há greiðsla fæst fyrir framlagið. I flestum eða öllum tilfellum kemur í Ijós að karlar fá hærri laun fyrir svipaða vinnu. Munurinn minnkar með minni sérhæfingu. Edda Rós telur að ein skýringin á launamun- inum felist í kynjaskiptum vinnu- markaði, þ.e. yfirleitt sé um sér- stök karla- og kvennastörf að ræða. En hvernig var könnun- in gerð og hvaða hópar voru skoðaðir? „Þessi könnun byggist á handahófsúrtaki fyrir- tækja og stofnana með tíu eða fleiri starfsmenn. Þetta er 13.000 manna úrtak sem byggist á sjö starfsstéttum. Launa- upplýsingar eru fengnar um öll störf unnin af starfsmönnum átján ára eða eldri. Þessi fyrsti áfangi nær til eftirfar- andi atvinnugreina: Matvæla- og drykkja- vöruiðnaðar, textíl- og fataiðnaðar, efna- iðnaðar, málmiðnaðar, framleiðslu sam- göngutækja, byggingarstarfsemi og mann- virkjagerðar, verslunar og sam- gangna/flutninga." Hverjar eru helstu niðurstöður með tilliti til launamunar kynjanna? „Niðurstöðurnar úr þessari könnun styðja þær niðurstöður sem oftast eru, þ.e. að launamunurinn er meiri milli kynja eftir því sem sérhæfing eykst. Launamunur hjá al- mennu verkafólki er langminnstur og vart mælanlegur í dagvinnulaunum á almennum vinnumarkaði." Hvað sýnir þessi kynjaskipti vinnumarkað- ur okkur? „Ég get nefnt að í hópnum véla- og vél- gæslufólk eru konurnar í allt öðrum störf- um en karlarnir. Þær stjórna vélum inni í framleiðslufyrirtækjunum, inni í verksmiðj- unum. Karlarnir vinna við vélar í stóriðju og stjórna þungavinnuvélum þar sem upp- gangurinn er og fá greidd hærri laun," seg- ir Edda Rós. „í flokknum sérhæft verkafólk eru konurn- ar í fiskvinnslu, við saumaskap en karlarnir eru við smíðar og þess háttar. Það kemur fram í þessari könnun að konur með sveinspróf hjá fyrirtækjum með 70 eða fleiri starfsmenn eru nánast ekki til. Þessi störf eru frekar vel launuð og einhverra hluta vegna fást konur ekki til þeirra starfa. í úrtakinu eru samtals 11 konur iðnlærðar en karlarnir eru 1100. í hópnum skrifstofufólk er launamunur meiri. Þar eru störfin gjörólík, karlanir eru umsjón- armenn yfir lager, fylgjast með og skrá niður framleiðslu o.s.frv. Konurnar eru frekar í al- mennum skrifstofustörfum. í sérfræðinga- hópnum er lika um ólík störf að ræða og við þurfum bara að skoða dæmið hjúkrunar- fræðingur/verkfræðingur, svarið segir sig sjálft." En hvers vegna breytist starfssviðið eftir kyni? „Stórt er spurt," segir Edda Rós. „Launa- munur kynjanna er nokkuð sem hefur verið til mjög lengi. Til þess að þessi launamunur haldist er nauðsynlegt að halda hópunum aðgreindum. Þannig skapast hefð á vinnu- stöðunum, karlar vinna eitt og konur annað. Þannig er alltaf hægt að vísa til þess að störfin séu ólík og færa rök fyrir þvi að þar með sé ekki um raunverulega mismunun að ræða. Þetta er aðferð til að gera launamun- inn minna sýnilegan. Eins held ég að það sé barnaskapur að viðurkenna ekki að ábyrgð kvenna á fjölskyldunni hefur mikil áhrif á starfsval. Konur setja börnin yfirleitt númer eitt og þess vegna erum við alltaf að reyna að samhæfa fjölskyldulíf og vinnu. Að mínu mati er heildstæð fjölskyldustefna eitt það mikilvægasta í allri umræðu um jafnréttismál því að fjölskylduvænni vinnumarkaður gefur konum meiri möguleika og eykur líkurnar á jafnrétti inni á heimilunum. Það er eitt af stóru málunum hjá verkalýðshreyfingunni. Þetta þykir eitthvað mjúkt mál og enn er langt í land. Ef við tökum dæmi um sérfræði- menntaða konu þá er ekki gott fyrir hana að detta út af vinnumarkaði í langan tíma, t.d. eftir barneignir, því samkeppnin er hörð og nýtt fólk kemur í staðinn. Þess vegna þurfa báðir foreldrar að sinna skyldu sinni gagn- vart börnum en eins og staðan er víða í dag kemur það oftast í hlut kvenna." Hrafnhildur Halldórsdóttir 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.