19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 28
Hver ertu? Að vitja sjálfs síns er eins og að ganga inn í stóran speglasal hátíðlegur á svip og fetta upp á nefið. Og þótt þú skellir upp úr það gerir ekkert til þú ert hvort sem er að horfa í vitlausan spegil. (B.S.) Á tímamótum ævinnar er mikilvægt aö líta yfir farinn veg og móta síðan stefnuna inn í framtíðina. Bragi Skúla- son, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, lauk námi í fjölskylduvinnu og fjöl- skyldumeðferð frá Endur- menntunarstofnun H.í. sama árið og hann varð fer- tugur. Einn hluti af náminu fólst í því að skoða eigin fjölskyldusögu og draga lær- dóm af henni. Honum fannst það vera eins og að líta í marga spegla og lærð- ist að í mörgum speglum endurkastast margar mynd- ir af sömu persónunni. F g tók þátt í ráðstefnu í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Karlar gegn ofbeldi" árið 1994. Það vant- aði ekki að þarna voru á köflum fjörugar um- ræður og svo líka vandræðalegar umræður, erfiðar umræður og umræður sem ég vildi helst ekki taka þátt í. Við hittumst nokkrir í kaffinu og byrjuðum að ræða málin. Var þetta útgangspunkturinn sem við vildum byrja á? Litum við á okkur sem ofbeldis- menn, eða mögulega framtíðarofbeldis- menn? Nei, það gerðum við ekki. Hins veg- ar vorum við ekki sammála um hinar ýmsu skilgreiningar. En að lokum urðum við sam- mála um eitt: Við vildum ekki byrja á að skil- greina karlmennsku okkar út frá skírskotun til ofbeldis. Við stofnuðum karlahópinn „Hraustir menn" ári síðar. Við hittumst vikulega og vinnum samkvæmt dagskrá. Fyrirferðar- mestu umræðuefnin eru tengd lífsverkefn- um okkar, enda erum við á svipuðum aldri. Við skoðum okkur því nokkuð nákvæmlega sem maka og feður. Hitt hefur verið sérlega áhugavert, að eftir því sem okkur hefur tek- ist betur að byggja upp traustið innan hóps- ins þá höfum við orðið sífellt betri vinir. Og í þessum hópi hefur mér orðið Ijóst hversu mikilvægt það er að skoða mína eigin karl- mennsku með öðrum karlmönnum sem ég treysti. Og þegar ég öðlast betri skilning á sjálfum mér og læri að þekkja sjálfan mig betur þá á ég auðveldara með að vera til staðar fyrir konu mína og börn. Hvernig eigum við annars að skilgreina karlmann? Hvernig á ég að skilgreina mig? Er það ekki höfuðatriði að ég skilgreini mig áður en ég fer að gefa af mér til konu minn- ar og barna? Er það ekki eðlileg krafa? Hvaða Egill Skallagríms- son? Ung kona kemur með kærastann sinn í heim- sókn til foreldra sinna. Hann kynnir sig sem Egil Skallagrímsson. Hvað gerir Egil að eftir- sóttum framtíðarmaka og -föður? Er tími okkar tími Egils Skallagrímssonar í Egils sögu þar sem hann er víkingur sem hleður utan á sig grjóti fyrir orustu, verst fimlega og drep- ur ótæpilega? Eða er um að ræða nútíma- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.