19. júní


19. júní - 19.06.1998, Síða 28

19. júní - 19.06.1998, Síða 28
Hver ertu? Að vitja sjálfs síns er eins og að ganga inn í stóran speglasal hátíðlegur á svip og fetta upp á nefið. Og þótt þú skellir upp úr það gerir ekkert til þú ert hvort sem er að horfa í vitlausan spegil. (B.S.) Á tímamótum ævinnar er mikilvægt aö líta yfir farinn veg og móta síðan stefnuna inn í framtíðina. Bragi Skúla- son, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, lauk námi í fjölskylduvinnu og fjöl- skyldumeðferð frá Endur- menntunarstofnun H.í. sama árið og hann varð fer- tugur. Einn hluti af náminu fólst í því að skoða eigin fjölskyldusögu og draga lær- dóm af henni. Honum fannst það vera eins og að líta í marga spegla og lærð- ist að í mörgum speglum endurkastast margar mynd- ir af sömu persónunni. F g tók þátt í ráðstefnu í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Karlar gegn ofbeldi" árið 1994. Það vant- aði ekki að þarna voru á köflum fjörugar um- ræður og svo líka vandræðalegar umræður, erfiðar umræður og umræður sem ég vildi helst ekki taka þátt í. Við hittumst nokkrir í kaffinu og byrjuðum að ræða málin. Var þetta útgangspunkturinn sem við vildum byrja á? Litum við á okkur sem ofbeldis- menn, eða mögulega framtíðarofbeldis- menn? Nei, það gerðum við ekki. Hins veg- ar vorum við ekki sammála um hinar ýmsu skilgreiningar. En að lokum urðum við sam- mála um eitt: Við vildum ekki byrja á að skil- greina karlmennsku okkar út frá skírskotun til ofbeldis. Við stofnuðum karlahópinn „Hraustir menn" ári síðar. Við hittumst vikulega og vinnum samkvæmt dagskrá. Fyrirferðar- mestu umræðuefnin eru tengd lífsverkefn- um okkar, enda erum við á svipuðum aldri. Við skoðum okkur því nokkuð nákvæmlega sem maka og feður. Hitt hefur verið sérlega áhugavert, að eftir því sem okkur hefur tek- ist betur að byggja upp traustið innan hóps- ins þá höfum við orðið sífellt betri vinir. Og í þessum hópi hefur mér orðið Ijóst hversu mikilvægt það er að skoða mína eigin karl- mennsku með öðrum karlmönnum sem ég treysti. Og þegar ég öðlast betri skilning á sjálfum mér og læri að þekkja sjálfan mig betur þá á ég auðveldara með að vera til staðar fyrir konu mína og börn. Hvernig eigum við annars að skilgreina karlmann? Hvernig á ég að skilgreina mig? Er það ekki höfuðatriði að ég skilgreini mig áður en ég fer að gefa af mér til konu minn- ar og barna? Er það ekki eðlileg krafa? Hvaða Egill Skallagríms- son? Ung kona kemur með kærastann sinn í heim- sókn til foreldra sinna. Hann kynnir sig sem Egil Skallagrímsson. Hvað gerir Egil að eftir- sóttum framtíðarmaka og -föður? Er tími okkar tími Egils Skallagrímssonar í Egils sögu þar sem hann er víkingur sem hleður utan á sig grjóti fyrir orustu, verst fimlega og drep- ur ótæpilega? Eða er um að ræða nútíma- 28

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.