19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 44
vinnusami og hafinn yfir gagnrýni. Satt að segja getur hann verið hinn mesti þrjótur, óreglusamur og vanrækt fjölskyldu sína, en sé hægt að kalla hann duglegan er það kost- ur sem tekur öðrum fram. Þeir sem ekki vilja vinna aukavinnu eru litn- ir hornauga og þjóðfélagið hefur tilhneigingu til að hafna þeim. Svo rammt kveður að þessu að næstum minnir á ofstæki sértrúar- hópa. Ekkert þykir bogið við að á íslandi vinni fólk allt að 60 stunda vinnuviku meðan aðrar Evrópuþjóðir hugleiða að stytta vinnuvikuna í rúma 30 tíma. Neysla (slendinga hefur gert þeim kleift að réttlæta vinnudýrkunina. Afþreying lands- manna er orðin sjálf neyslan og því þarf að taka á sig enn meiri vinnu svo að unnt sé að skemmta sér. Það er líka eins og form samfélagsins sé sniðið að fylgni við slíkt mynstur og er al- gengt að ung pör leggist árum saman í vinnuþrælkun og hætti öllu rugli eins og ferðalögum og menningarneyslu. Þau kaupa gagnlega hluti; íbúð, bíl og ógrynni af nauð- synlegum rafmagnstækjum og tólum. Ekki er óalgengt að ungt fólk steypi sér í miklar skuldir vegna bílakaupa og greiðslubyrðin sem það tekur á sig sé allt að 50 þúsund krónur á mánuði utan trygginga til allt að sjö ára. Skuldsetning heimilanna ( orði kveðnu er hagur fjölskyldunnar settur ofar öllu en á borði er það vinnan. Ungt fólk hér á landi sem er að eiga börn og koma sér upp heimili verður að skuldsetja sig mikið til þess að komast yfir húsnæði. Afleiðingin verður síðan ótrúlega langur vinnudagur hjá hjónunum með börnin í rándýrri gæslu á dag- heimilum. Útgjöld til félagsmála eru hlutfallslega lægst á (slandi af öllum þjóðum á Evrópska efnahagssvæðinu og við stöndum hinum Norðurlöndunum langt að baki hvað varðar fæðingarorlof og stuðning við barnafjölskyld- ur. (sland er eina landið af Norðurlöndunum sem tekjutengir barnabætur og hvergi er hlutfall greiðslna foreldra við rekstur leikskóla hærri en hér. Framlög til skóla og félagsmála eru lægri hér á landi en annars staðar á Norð- urlöndum en þrátt fyrir það er sífellt meiri ábyrgð færð yfir á skóla. Vinnan gefur lítið í aðra hönd Langur vinnutími, lág laun og húsnæðisbasl gerir það að verkum að fjölskyldan stendur höllum fæti í íslensku samfélagi. Atvinnuþátt- taka og vinnutími beggja foreldra er með því hæsta sem þekkist. Langur vinnutími stafar af því að launin eru of lág fyrir dagvinnu og duga ekki til framfærslu fjölskyldu og jaðar- skattareru þannig að aukin yfirvinna gefur lít- ið í aðra hönd. Skólaárið er það stysta sem þekkist á Norðurlöndunum. Vissulega er boðið upp á ýmis námskeið og afþreyingu fyrir börn á yngri skólastigum en þrátt fyrir það þarf að brúa bil. Fyrir kemur að hjónin eiga ekkert sumarfrí saman því þau taka sumarfrí hvort í sínu lagi til að börnin séu ekki ein heima. Það er einnig nöturlegt að einstæð móðir skuli sigla inn í sumarið með aðeins fáa sumarfrís- daga þar sem hinir hafa verið teknir um jól, páska og á vinnudögum kennara. Margir foreldrar freistast til að hafa börnin ein og eftirlitslaus heima því barnagæsla er dýr. Kannski er það skýringin á því að slys á börnum í heimahúsum eru algengari hér en annars staðar á Norðurlöndum. Er ekki fram- tíðarsýnin sú í skólamálum að skólaárið verði lengt til fjölbreyttari starfa með börnum og unglingum? Atvinnusjúkdómar eru margir og algengust er gigtin sem liggur í ættum og tengist oft ákveðnum störfum. Vefjagigt- arsjúklingar eru margir og tengjast orsakir sjúkdómsins oft langvarandi álagi, t.d. vökunóttum vegna veikra ungbarna eða slys- um. Hver er stefnan í fjölskyldu- málum? Það hlýtur að vera íhugunarefni hvort ekki sé einhverju ábótavant í fjölskyldumálum þjóð- arinnar. Heímilið, hornsteinn þjóðfélagsins, er orðið hornreka og mikið skortir á að þjóð- in hafi mótað fjölskylduvæna stefnu. Þarf ekki annað en skoða málefni unglinga sem lent hafa upp á kant við samfélagið og leiðst út í neyslu vímuefna og á braut afbrota. Ljóst er að vandamál unglinga eru ekki einka- vandamál skólanna heldur eru fleiri þættir sem þar spila inn í eins og foreldrar, heimili, félagslegar aðstæður og samfélagið sjálft. Hjarta heimilisins Ef við hugum að því á hverju fólk byggir í upphafi sambúðar kemur í Ijós að oftast er í gildi sama hefð og áður var þegar faðirinn vann úti en móðirin annaðist fjölskyldu og heimili. Móðirin hefur alla tíð verið hjarta og driffjöður heimilisins og lætur fjölskylduna ganga fyrir sínum kröfum. Framlag hennar hefur alltaf þótt sjálfsagt meðan hrópað er húrra fyrir eiginmönnum sem strauja skyrtur og þvo gólf. Aukinni menntun kvenna fylgja bættir at- vinnumöguleikar og nú eru þær í fastri vinnu sem þær hlaupa ekki frá frekar en karlar. Konur sem gegnum aldirnar hafa helgað heimilinu alla sína krafta eru nú komnar út á vinnumarkaðinn og þeirri þróun verður ekki breytt. Samt er það svo að konur eru nær undantekningarlaust á lægri launum en karl- ar og því hættara við að þær lendi í því að vera heima ef börn eru veik. Fortíð — nútíð Stundum virðist okkur sem eldri erum að unga fólkið í dag vilji bara njóta nútímans og gleyma fortíðinni og þeim gildum sem þá voru í hávegum höfð. Það gerir lítið úr matseld og matarvenjum forfeðranna og nýtni og útsjónarsemi þykir í meira lagi hall- ærisleg. Það hrærist í neysluþjóðfélagi með einnota bleyjum og barnamat í krukkum. Við sem eldri erum spyrjum okkur þess hvort unga fólkið kunni ekki að vera með börnum sínum því oft eru tilbúnar þarfir látnar hafa forgang. Sjálfsblekking Vinnan er jafn sjálfsögð og að draga andann og í mörgum tilfellum notar fólk vinnuna til að fullnægja félagslegum þörfum sínum. ( umræðum um skemmri vinnutíma ber nokk- uð á sjálfsblekkingu og hræsni og á það oft- ar við um karlmenn. Sem fyrirvinnur eru þeir ósnertanlegar hetjur sem fara í víking hvern morgun. Þeir finna til mikilvægis við að sjá pappírshauga á skrifborði sínu og ánægju við að fara síðastir úr vinnunni. I vinnunni liggur líka áskorun og ábyrgð og hún er tilbreyting- in frá færibandavinnu fjölskyldulífsins. Þessi afstaða skýrir oft langan vinnutíma. Fæðingarorlof (dag gefst foreldrum kostur á fæðingarorlofi. Feður eru samt ekki duglegir að nýta sér feðraorlof. Þeim þykir mörgum það aum- ingjalegt, nýbakaðir feður fá sig oft ekki til að biðja um orlof og þeir eru heldur ekki van- ir heimilisverkum. Algengara er að feður taki hluta af sumarfríi sfnu á launum heldur en feðraorlof með greiðslum frá Tryggingastofn- un því þær greiðslur eru ekki háar. Fæðingar- orlof þarf að tengja föðurnum meira en gert er en það að þeir eru yfirleitt tekjuhærri en mæðurnar hefur staðið í vegi fyrir því að þeir hafi tekið fæðingarorlof. Bæði hjónin hafa hreinlega ekki efni á því að vera á greiðslum frá Tryggingastofnun. Konur eru enn mun bundn- ari yfir börnum í könnun sem gerð var á vegum „Socialfor- sikningsinstitutet" í Kaupmannahöfn kom fram að það var oftast mamma, annars amma og nágrannar sem önnuðust barnið ef það var veikt heima. Pabbi kom í fjórða sæti. Þrátt fyrir miklar framfarir á liðnum árum eru konur enn mun bundnari yfir daglegum heimilisverkum og barnauppeldi en karlar. Karlar hafa almennt gegnt fyrirvinnuhlutverki í íslensku samfélagi. Samfélagsleg umönnun smábarna kom síðar til skjalanna hér en ann- ars staðar á Norðurlöndum. Eru pabbar óþarfir? Það getur verið að hlutur karlmanna í þessari frásögn sé svertur. En staðreyndirnar tala sínu máli. Börn í leikskóla voru í þykjustuleik en enginn í leiknum vildi vera pabbinn þvf hann var allan leikinn til hliðar meðan hinir sinntu hinum ýmsu störfum, voru systkini, vinir eða mamma. Skýringin var sú að pabbi var alltaf í vinnunni. Sem betur fer eru til bjartari hliðar á þess- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.