19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 12

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 12
í návígi þegar víkingasýningin, Saga Norður- Atlantshafs, í Smithsonian-safninu í Was- hington var formlega kynnt í Bandaríkjunum í apríl sl. „Ég hafði aldrei hitt Hillary i návígi áður. Þegar hún heilsaði mér sagðist hún hlakka til að koma til (slands á ráðstefnu um stöðu og hlut kvenna næsta haust. Ræða hennar á kynningarfundinum var góð og glæsilega flutt. Var erfitt að átta sig á því hvað hún las af blöðunum fyrir framan sig og hvað hún sagði frá eigin brjósti. Er greinilegt að hún hefur einlægan áhuga á þessari sýn- ingu um víkingana og hefur lagt sig fram um að kynna sér sögu þeirra, að öðrum kosti hefði hún ekki getað flutt mál sitt af jafn- miklu öryggi." Björn segirfrá kynnum sinum af henni á heimasíðu sinni á netinu og lýsir því m.a. þegar hann ræddi við hana eftir fundinn. „Ég sagði við hana, að hún hefði greinilega mikinn áhuga á víkingunum. Hún hló við og sagði, svo að allir heyrðu, sem þarna stóðu: Hvernig má annað vera um konu, sem kölluð er valkyrja?" En áður en lengra er haldið skulum við líta nánar á bakgrunn valkyrjunnar. Hillary Diane Rodham, eins og hún hét áður en hún gifti sig, fæddist 26. október árið 1947 í lllinois í Chicago og ólst upp í Park Ridge, úthverfi borgarinnar, ásamt foreldrum sínum Dorothy Rodham og Hugh Rodham og tveimur yngri bræðrum, Hugh og Tony. Hún stundaði nám í Wellesley-háskólanum og síðan í lagadeild Yale-háskólans en þar kynntist hún manns- efni sínu, Bill Clinton. Þau gengu í hjóna- band árið 1975 og dóttir þeirra Chelsea kom í heiminn árið 1980. Hillary varð strax mjög áberandi í Hvíta húsinu eftir að Bill Clinton hafði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1992, ekki bara sem eiginkona og móðir heldur líka sem áhrifavaldur í opinberri stefnumótun manns síns og sérskipaður talsmaður ríkisstjórnar- innar fyrir almannatryggingum í heilbrigðis- kerfinu. „Þegar Hillary Clinton fór fyrir þing- ið til að mæla fyrir umbótum á bandaríska heilbrigðiskerfinu héldu þingmenn vart vatni yfir málafylgjan, rökfimi og skýrri framsetn- ingu hennar hvar í flokki sem þeir stóðu," skrifar Karl Blöndal blaðamaður í grein sinni um Hillary í Morgunblaðinu hinn 23. júní 1996. Þrátt fyrir þennan sannfæringarkraft náði málið ekki fram að ganga í þinginu. Jón Baldvin Hannibalsson minnist þess að hafa fylgst með því í sjónvarpinu þegar Hillary beið ósigur í málinu á þinginu en það var í kringum 1993. „Það var tilkomumikið að fylgjast með því að þegar þingmannanefnd- in var að grilla Hillary Clinton í málinu átti hún alls kostar við alla þessa þingmenn. Hafði á hraðbergi lagalegar og fræðilegar útskýringar á viðfangsefninu og rökstuðning fyrir lausnum," segir Jón Baldvin og bætir því við að viðureignin hafi staðið yfir í marga klukkutíma. Skemmst er frá því að segja að eftir að tilraunir til úrbóta á heilbrigðiskerfinu mistókust og demókratar höfðu tapað meiri- hluta sínum í báðum deildum þingsins dró Hillary Clinton sig í hlé frá opinberu stjórn- málastarfi enda var henni kennt um ófarirnar. Smám saman fór hins vegar aftur að bera á henni á opinberum vettvangi, eða í upphafi árs 1995, en þá var hún farin að leggja meiri áherslu á „mýkri" málefni á borð við barna- uppeldi og kvenréttindi og skrifaði metsölu- bókina It Takes a Village eða Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Á þessum tíma átti hún auk þess fullt (fangi með að svara ásök- unum um þátt sinn í Whitewater-málinu svo- nefnda og öðrum spillingarmálum, en þau mál eru látin liggja á milli hluta hér. Ekki heiglum hent að fást við Hillary Miðað við þá mynd sem fjölmiðlar gefa af Hillary er henni sennilega rétt lýst sem val- kyrkju; tignarlegri, sterkri og duglegri konu. Og þeir sem vitnað var í hér að ofan draga heldur ekki dul á það. „Hún er vissulega um- deild líka en vinsældir hennar hafa aukist mjög eftir þær hremmingar í einkalífi sem þau hjónin hafa lent í undanfarna mánuði," útskýrir Jón Baldvin og rifjar m.a. upp þátt hennar í þingkosningunum i Bandaríkjunum í nóvembers sl. „Það er mat fréttaskýrenda að með framgöngu sinni í lykilkjördæmum [þar sem hún hélt m.a. stuðningsræður fyrir fram- bjóðendur demókrataj hafi hún beinlínis ráð- ið úrslitum um að felldir voru út af þingi tveir af helstu andstæðingum þeirra hjóna, sem höfðu látið mest að sér kveða í rannsóknar- ferlinu sem kennt er við saksóknarann Kenn- eth Starr." Annar þessara manna er repúblikaninn Alfonse D'Amato í New York sem hefur átt fast sæti í öldungadeild síðan 1980. „Þannig að það er ekki heiglum hent að fást við Hillary Clinton," bætir Jón Bald- vin við. Engan skal því undra að Hillary hef- ur verið talin einn af þungavigtarmönnunum í bandarískum stjórnmálum ( dag. Lengi hefur verið orðrómur á kreiki um að hún hygðist sækjast eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í New York ríki þegar þing- kosningar fara fram á næsta ári, en þegar þetta er skrifað hefur hún enn ekki gefið neina opinberlega yfirlýsingu um þá fyrirætl- an. Jón Baldvin bendir á að skoðanakannan- ir hafi gefið til kynna að Hillary gæti unnið þann sigur með tilstyrk minnihlutahópa og kvenna jafnvel þótt hún ætt í höggi við mjög sterkan frambjóðanda, Rudolph Giuiliane, hinn vinsæla borgarstjóra í New York. „Hins vegar letja margir Hillary þess að bjóða sig fram, vegna þess að staða hennar sem „óbreyttur" öldungadeildarþingmaður væri heldur þrengri en ef hún hefði einfaldlega óbundnar hendur af því að láta til sín taka í þjóðmálum," segir hann og bætir því við til útskýringar að hlutverk öldungadeildarþing- manns snúist fyrst og fremst um fyrirgreiðslu og fjármálabasl. Mike Hammer segir eins og aðrir sem kynnst hafa Hillary að hún sé afburðagreind, kraftmikil og dugleg og hafi í forsetatíð Bills Clinton breytt hlutverki forsetafrúarinnar frá því sem áður var. Hún hefur reyndar frá því að þau hjón luku námi haslað sér völl úti á vinnumarkaðinum, ekki síður en eiginmaður- inn, og átt velgengni að fagna sem lögmað- ur, setið í stjórnum fýrirtækja og félagasam- taka og barist fyrir bættum réttindum barna svo eitthvað sé nefnt. „Ég gæti auðvitað haldið mig heima við yfir kökubakstri og te- boðum," sagði hún eitt sinn við fréttamenn þegar Bill Clinton hafði verið valinn sem for- setaefni demókrata, „en ég tók þá ákvörðun að sinna því starfi sem ég hafði hlotið mennt- un til." Hammer segir að Hillary leggi sig alla fram við þau málefni sem hún hafi á sinni könnu en bendir á að henni sé mikið í mun að halda einkalífi sínu fyrir utan opinbera umfjöllun. „Hún vill eiga sitt einkalíf, sérstaklega með Chelsea," segir hann. „Hún er sömuleiðis ekki mikið fyrir að vera í fjölmiðlum nema um sé að ræða mikilvæg málefni sem hún vill vekja athygli á. Að því leyti er hún ekki þessi dæmigerði stjórnmálamaður sem er úti að klappa öllum og heilsa öllum og virkar kannski þess vegna svolítið hrokafull og köld. En þegar hún er meðal fólks sem hún er að vinna með er hún mjög indæl." Fréttaskýrendur hafa margir hverjir bent á að þessi áhersla Hillary Clinton á að hleypa fjölmiðlum ekki inn fyrir dyr einkalífsins sé einmitt ástæða þess að hún hafi lítið sem ekkert tjáð sig opinberlega um framhjáhald forsetans og hið margumtalaða Lewinsky- mál. „Hún hefur einfaldlega engan áhuga á því að deila sársauka sínum með öllum heiminum," er m.a. haft eftir nánum sam- starfsmanni hennar í netúgáfu tímaritsins Newsweek undir lok síðasta árs. Lengst hef- ur hún gengið í þá átt með því að láta blaða- fulltrúa sinn, Marsha Berry, lýsa því yfir opin- berlega að Hillary Clinton væri búin að fyrir- gefa eiginmanni sínum. Leitun að öðrum eins forsetahjónum Ljúkum þessari umfjöllun um Hillary Clinton með frásögn Jóns Baldvins af því þegar hann Ég sagði við hana, að hún hefði greinilega mikinn áhuga á víkingunum. Hún hló við og sagði, svo að allir heyrðu, sem þarna stóðu: Hvernig má annað vera um konu, sem kölluð er valkyrja? 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.